Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1987, Síða 44

Læknablaðið - 15.02.1987, Síða 44
LÆKNABLAÐIÐ NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Rcykjavikur lTh 73. ARG. - 15. FEBRUAR 1987 ER ÞÖRF Á SIÐFRÆÐILEGRI UMSAGNARNEFND? Fyrir réttum fjörutíu árum var gefin út fyrsta alþjóðlega yfirlýsingin um rannsóknir á mönnum. Voru það NUrnbergsiðareglurnar frá 1947 og tengdust þær réttarhöldunum, sem kennd eru við sömu borg. Siðareglurnar leggja sérstaka áherzlu á »samþykki einstaklingsins af frjálsum vilja« og því var slegið föstu að það sé »algert frumskilyrði« (1). Fyrir tæpum aldarfjórðungi samþykkti þing Alþjóðafélags lækna (WMA-World Medical Assembly) reglur til leiðbeiningar fyrir lækna sem stunda rannsóknir, bæði þær sem tengjast lækningu og þær sem eru af öðrum toga (Helsinki I, 1964). Rúmum áratug síðar voru reglurnar endurskoðaðar og voru þær nú látnar ná til allra lækningarannsókna á mönnum (Helsinki II, sjá Læknablaðið 1985; 71: 368-70). Reglunum er ætlað að vera til leiðbeiningar öllum læknum, sem fást við rannsóknir á mönnum. Samþykki þátttakenda í Helsinki II er talað um »formlegt samþykki byggt á vitneskju« (informed consent). Skal það gefið af frjálsum vilja og er talið æskilegt, að það sé gert skriflega. Sé aðili ólögráða, ber að leita samþykkis lögráðanda hans í samræmi við landslög. öllum þeim, sem boðin er þátttaka í læknisfræðirannsóknum, ber að greina á fullnægjandi hátt frá markmiði rannsóknar, aðferðum, væntanlegri hagsbót, hugsanlegum hættum og óþægindum er kunna að vera rannsókninni samfara. Þrátt fyrir samþykki um að taka þátt í rannsókn, er einstaklingi heimilt að draga það til baka hvenær sem er og láta hjá líða að taka þátt (2). í ráðleggingum dönsku landsnefndarinnar um vísindasiðfræði (CVK)(3), en þær eru settar i samræmi við Helsinki II, er fram tekið, að upplýsingar skuli vera skriflegar. Auk þess er þar lögð áherzla á, að í rannsóknagögnum komi fram, hvaða læknir hafi séð um að koma skriflegri og munnlegri vitneskju um væntanlega rannsókn til viðkomandi þátttakanda. Þrátt fyrir það, að vel virðist séð fyrir hlutum, »veitir formlegt samþykki, byggt á vitneskju þátttakandans, af sjálfu sér ófullkomna vernd og það ætti ávallt að styðja óháðri siðfræðilegri endurskoðun rannsóknartillögu. Þar að auki eru margir einstaklingar, (þar á meðal börn, fullorðnir sem haldnir eru geðkvilla eða eru vangefnir og þeir sem eru allsendis ókunnugir nútíma læknisfræðihugtökum), ófærir um að gefa fullnægjandi samþykki og hjá þeim þýðir samþykki hlutlausra þátttöku án skilnings. Fyrir slíka hópa sér í lagi er óháð siðfræðileg endurskoðun bráðnauðsynleg« (1). Siðfræðilegar umsagnarnefndir Meðal mikilvægra nýrra ákvæða í Helsinki II var, a) að reglur fyrir rannsóknir á mönnum (experimental protocols) »skuli senda til umfjöllunar í óháðri nefnd, sem sérstaklega er skipuð í þessu skyni og er nefndinni ætlað að veita umsögn og leiðbeiningar« (2), b) að í slíkum rannsóknareglum »ætti ávallt að vera yfirlýsing um þau siðfræðiatriði, sem málinu tengjast og þar ætti að koma fram, að farið sé eftir þeim grunnatriðum, sem fram eru sett í yfirlýsingu þessari« (2) og c) að skýrslur um »tilraunir, sem ekki eru í samræmi við grunnatriði þessarar yfirlýsingar, ætti ekki að samþykkja til birtingar (2). Á árinu 1982 komu út drög að viðmiðunarreglum fyrir læknisfræðirannsóknir, sem gerðar eru á mönnum (1). Þar er að finna nánari útfærslu á því, hvernig grunnreglum Helsinki II verði beitt í slíkum rannsóknum. Reglurnar voru samdar á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Ráðs alþjóðlegra læknavísindasamtaka (CIOMS). í reglunum segir þetta meðal annars um siðfræðilegar umsagnarnefndir: »Eigi er gerlegt að draga skýr mörk milli vísindalegrar og siðfræðilegrar endurskoðunar, því að tilraun á mönnum, sem er vísindalega haldlitil, er staðreyndum málsins samkvæmt siðfræðilega röng, þar sem hún getur í tilgangsleysi látið þátttakendur óvarða fyrir

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.