Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1987, Síða 51

Læknablaðið - 15.02.1987, Síða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 67-70 67 Hannes Hjartarson HEMANGIOPERICYTOMA Á HÖFÐI OG HÁLSI INNGANGUR Árið 1923 lýsti Zimmerman (1), frumum umhverfis háræðaveggi sem hann nefndi »Perizyten«. Nítján árum síðar (1942) greindu Stout og Murray (2) sams konar frumur í vissum æðaæxlum, þessi æxli nefndu þau »hemangiopericytoma« (HPRC). Álitið er (3), að þessar frumur geti dregist saman og taki þannig þátt í stjórnun á rúmmáli æða. HPRC flokkast sem mjúkvefjaæxli (sarcoma), getur verið góðkynja, en getur einnig haft eiginleika illkynja æxla með því að vaxa inn í aðliggjandi vefi (infiltrative), endurbirtast (recidive) eða mynda meinvörp í allt að helmingi tilfella (3-10). Vaxtarferillinn er oftast hægur borið saman við önnur illkynja mjúkvefjaæxli. Þetta gildir þó ekki um meðfædd HPRC sem yfirleitt eru góðkynja (9, 11). HPRC eru sjaldgæf æxli og nema 1% allra æðaæxla (6, 8). Þar sem »pericytar« eru í veggjum háræða og bláæðlunga flestra vefja, geta HPRC myndast nánast hvar sem er í líkamanum (4), en 15-28% koma fram á höfuð- og hálssvæði (4-8). Æxlin hafa greinst í öllum aldurshópum (0-92 ára) (9), algengast á aldursskeiðinu 40-70 ára (6, 8, 10). Jöfn skipting er milli kynja (3, 4, 6). Viðurkennd meðferð í dag er algjört brottnám æxlis (radical excision), en krabbameinslyfjameðferð getur haft jákvæð áhrif (12). í þessari grein er sagt frá 4 tilfellum greindum á Háls-,nef- og eyrnadeildinni, Háskólasjúkrahúsinu Lundi í Svíþjóð og gerð samantekt á 198 tilfellum (4, 5, 10, 11, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27) á höfuð- og hálssvæði, áður skráðum í læknisfræðiritum - sjá töfluna (table 1). LÝSING Á TILFELLUM Tilfelli nr. 1: 59 ára karlmaður sem leitaði læknis með sex mánaða sögu um bólgu í hægri kinn. Röntgenmynd af kjálkaholum sýndi skyggða hægri kinnkjálkaholu og beineyðingu í Frá Háskólasjúkrahúsinu, Lundi. Barst 03/11/1986. Samþykkt 11/11/1986. framfleti hennar. Með aðgerð var fjarlægt 4,5 x 5,5 x 6 cm stórt æxli úr hægri kinnkjálkaholu. Vefjarannsókn leiddi í ljós HPRC, án einkenna um illkynja breytingar. Níu árum siðar (1976) kom sjúklingur aftur vegna verks kringum hægra auga og tvísýni. Röntgenrannsókn sýndi skyggða hægri kinnkjálkaholu og hægra nefhol, ásamt beineyðingu í augntóttarfleti. Við æðamyndatöku (angiography) kom í ljós aðrennsli frá kinnkjálkaslagæð og miðhjarnaslagæð. Við aðgerð var fjarlægður æxlisvöxtur frá hægri kinnkjálkaholu og bilinu aftan hennar (spatium retromaxillari), ásamt úr gagnaugabeinsskál (fossa temporalis). Við vefjarannsókn sást, HPRC með einstaka frumum í skiptingu. Sjúklingur fékk geislameðferð eftir aðgerð, samtals 50 Gy. Árið 1983 kom fram fyrirferðaraukning við hægri kjálkabarðskirtil. Kjálkabarðskirtill ásamt eitlum hægra megin á hálsi (radical neck dissection) var fjarlægt með aðgerð. Vefjarannsókn sýndi HPRC í eitlum við kjálkabarðskirtil með nokkrum frumum í skiptingu. Tölvusneiðmyndataka 10 mánuðum síðar sýndi engin merki um æxlisvöxt. í nóvember 1985 kom sjúklingur vegna blæðinga frá hægra nefholi. Við tölvusneiðmyndatöku kom í ljós æxlisvöxtur í Location of head and neck hemangiopericytoma reported in the literature, including thefour cases in this report. Soft tissue face................................ 23 Oral cavity..................................... 26 Naso-maxillary complex ......................... 46 Scalp-skull..................................... 16 Neck............................................ 21 Pharynx......................................... 13 Ethmoido orbital region ........................ 32 Thyroid gland.................................... 3 Parotid gland.................................... 9 Larynx........................................... 7 Mandible......................................... 6 Total 202

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.