Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 6
74 LÆKNABLAÐIÐ Borgarspítalans, frá og með marsmánuði 1985 til aprílmánaðar 1986, og var sermið fryst við -20°C. Viðmiðunarhópur var valinn á þann hátt, að næsti samkynja jafnaldri af höfuðborgarsvæði var fundinn í þjóðskrá, og var hann beðinn um að taka þátt í rannsókninni. Sama árstíðadreifing var á blóðtöku beggja hópa. Fryst sermið var flutt á þurrís til Wisconsinháskóla í Madison, þar sem höfundur er nú starfandi. Tóku flutningarnir innan við 12 stundir, og voru öll sýnin frosin við komuna til Madison. Voru mæld 25(OH)D-vítamín og l,25(OH)2D-vitamín í serminu samkvæmt aðferð Shephard og félaga (10). Niðurstöður voru kannaðar tölfræðilega með analysis of variance og chi-square. NIÐURSTÖÐUR Alls voru rannsakaðir 57 sjúklingar með brotinn lærleggsháls (Hópur B), og 33 einstaklingar úr viðmiðunarhóp (Hópur V). Þar af voru 46 konur og 11 karlar í B, en 26 konur og 7 karlar í V. Aldursdreifing var sú sama í báðum hópum, meðalaldur 78,3 ± 10,9 ár í B og 78,7 ±7,9 ár í V. Niðurstöður mælinga á D-vítamínhvarfefnum í sermi beggja hópa birtast í töflum I og II. Meðalgildi 25(OH)D-vítamíns var 18,9 ±8,0 ng/ml í B-hópi, en 22,0±7,0 ng/ml í V. Enginn marktækur munur reyndist vera á meðalgildunum. Hins vegar voru marktækt fleiri lág gildi (undir 10 ng/ml) í B en V, eða 16% í B, borið saman við 3% í V-hópi, og er það tölfræðilega marktækur munur samkvæmt chi square prófi, 2DF. Sextíu af hundraði aðspurðra í þessari rannsókn kváðust taka lýsi eða aðra D-vítamíngjafa að staðaldri. Meðalgildi 25(OH)D-vítamíns i þessum hópi var 26,0 ±4,3 ng/ml, en 15,6 ±6,0 ng/ml í hópi þeirra, sem ekki kváðust taka bætiefni (p<0.01). Engin árstíðabundin frávik á 25(OH)D-vítamíni greindust í þessari rannsókn. Niðurstöður mælinga á 1,25(OH)2D-vítamíni í sermi birtast í töflu I. Meðalgildi var 30,6± 12,5 pg/ml í B og 32,6 ± 16,3 pg/ml í V. UMRÆÐA Þessar rannsóknir leiða í ljós, að D-vitamínskortur meðal aldraðra er mun fátíðari hér á landi en viða í Evrópu, þrátt fyrir norðlæga legu landsins (1-3). Ástæðu þessa virðist fyrst og fremst að leita í útbreiddri lýsis- og bætiefnaneyslu í þessum aldurshópi. Sextíu af hundraði aðspurðra kváðust taka lýsi eða D-vítamín að staðaldri, tuttugu af hundraði sögðust taka bætiefni af og til, en þó ekki að staðaldri, og tuttugu af hundraði sögðust ekki taka nein bætiefni. Var greinilegur og vel marktækur munur á D-vítamínbúskap fyrstnefnda hópsins borið saman við hina tvo. Öll lág gildi 25(OH)D-vítamins í sermi (< 10 ng/ml) utan eitt, mældust úr síðarnefndu hópunum. Erlendar rannsóknir hafa ítrekað sýnt, að 25(OH)D-vítamín í sermi hækkar verulega yfir sumarmánuðina, jafnt í eldra fólki sem yngra, en lækkar smám saman yfir veturinn og nær lágmarki snemma vors (3, 5, 8). í þeirri rannsókn sem hér greinir frá mældust engin slík árstíðafrávik, og lág gildi dreifðust jafnt yfir sumar sem vetur. D-vítamínneysla virðist því vega þyngra en útivist á D-vítamínbúskap þessa aldurshóps hér á landi, ólíkt því sem gerist víðast hvar erlendis. Magnús P. Albertsson og Gunnar Sigurðsson hafa rannsakað tíðni lærleggshálsbrota á íslandi, og samkvæmt niðurstöðum þeirra eru slík brot tiltölulega tíð hér á landi (11). Ástæður þessa eru lítt kunnar, en samkvæmt þeim niðurstöðum sem hér hefur verið greint frá, virðist D-vítamínskortur ekki vega þungt sem orsakaþáttur. Sextán af hundraði brotasjúklinga greindust með verulega lág 25(OH)D-vítamíngildi Tafla I. Meðalgildi og staðalfrávik hvarfefna D-vítamíns I sermi brotasjúklinga (B) og viðmiðunarhóps (V). Hópur B Hópur V Fjöldi 25(OH)D ng/ml ... l,25(OH)2D pg/ml .... 57 .... 18.9±8.0 .... 30.6± 12.5 33 22.0 ±7.0 32.6± 16.3 Tafla 11. Dreifing á gildum 25(OH)D-vítamins í sermi brotasjúklinga (B) og viðmiðunarhóps (V). <10 ng/ml 10-15 >15 ng/ml ng/ml Alls Hópur B Fjöldi gilda 9 15 33 57 Hópur V Fjöldi gilda 1 5 27 33 Fjöldi alls 10 20 60 90 (B vs V p<0.05).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.