Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐiÐ 1988; 74; 101-15 101 FRÆÐSLUKVER 1 Marinó Pétur Hafstein TAUGARAFRIT OG VÖÐVARAFRIT Tilgangur greinarinnar er að kynna læknum undirstöðuatriði er varða tauga- og vöðvarafrit. Gengið er út frá litlum kynnum flestra lesenda af þessum prófum, þar sem þau hafa ekki áður verið kynnt hérlendis. Ýmsum tækniatriðum, sem mikilvæg eru fyrir þá sem framkvæma rannsóknina, er hinsvegar sleppt. í fyrri hluta greinarinnar er fjallað um grunnatriði, er varða eðlileg og óeðlileg svör og í seinni hluta hennar er sagt frá klínísku notagildi. 1. LÍFEÐLIS- OG LÍFFÆRAFRÆÐILEG UNDIRSTAÐA (1, 2, 3) Úttaugakerfið samanstendur af heilataugum og kjörnum þess, framhornsfrumum mænu, taugarótum, taugaflækjum, taugum, taugavöðvamótum og vöðvum. Helstu einkenni við skaða á þessu kerfi eru: Vöðvamáttleysi, vöðvarýrnun, skyntap, dofi og/eða verkur. Oft er erfitt að átta sig á orsök þessara einkenna með sögu og skoðun einum sér. Hér koma tauga- og vöðvarafrit einmitt að gagni. Rannsóknin er beint framhald af sögu og skoðun, þegar grunur er um sjúkdóm í þessu kerfi. Tauga- og vöðvarafrit eru einu tiltæku starfrænu rannsóknirnar á úttaugakerfinu. Ólíkt sumum vefrænum aðferðum, svo sem mænu- og rótarmyndatöku, vöðva- og taugasýnum, eru þau minna inngrip fyrir sjúkling og án eftirstöðva. Tauga- og vöðvarafrit eru samt nokkuð sársaukafull og framkvæmd tekur langan tíma. Eins og aðrar frumur í líkamanum hafa taugar og vöðvafrumur vissan spennumun yfir frumuhimnu sína. í hvíld er spennan 60 til 90 millivolt, neikvæð að innan. Hvíldarspenna þessi er vegna mismunandi styrkleika Na +, K + og Cl-jónanna og annarra frumeinda sitt hvoru megin himnunnar, ásamt misjafnri raunleiðni þeirra um himnuna. Þættir þessir eru svipaðir hjá öllum frumum. Eiginleiki vöðva- og taugafrumna hvað viðkemur afskautun og myndun hrifspennu greinir þær frá öðrum frumum og er undirstaða starfsemi þeirra og þessara rannsókna. Barst 15/07/1987. Samþykkt 30/09/1987. Spennuháð Na + göng í himnunni gera þeim þetta kleift. Undir eðlilegum kringumstæðum er áreiti til afskautunar efnafræðilegt. í taugarafriti er áreitið raferting. Við afskautun verður himnan jákvæð að innan miðað við ytri flöt. Sé vissu þrepi náð myndast hrifspenna, sem dreifist um himnuna. Framhornsfruma mænu, taugaþráður hennar og allar þverrákóttar vöðvafrumur, sem hann tengist, kallast hreyfieining. Stærð hreyfieininga er mismunandi, frá tveim vöðvafrumum í smáum raddbandavöðvum upp í u.þ.b. 2000 í stærri útlimavöðvum. Vöðvar er sjá um fíngerðar hreyfingar hafa venjulega litlar hreyfieiningar. Þegar hrifspenna myndast, dreifist hún niður eftir taugaþræðinum og losar asetýlkólín í taugavöðvamótunum, framan taugamóts. Asetýkólín binst nemum á hreyfiþynnum og veldur afskautun, svokallaðri hreyfiþynnuspennu. Náist visst þrep myndast hrifspenna, sem dreifist um vöðvahimnuna með þriggja til fimm metra hraða á sekúndu í báðar áttir og hvetur samdráttarkerfi vöðvans. Öll þessi lýsing er mikil einföldun á því sem á sér stað í þessu kerfi, en ekki er ástæða til að fara nánar út í þetta hér. Fyrir þá sem vilja fræðast nánar er bent á kennslubækur í taugalífeðlisfræði. Tvær tegundir þverrákóttra vöðvafrumna eru þekktar í lífeðlis- og líffærafræðilegum skilningi, tegund I og II. Allar vöðvafrumur innan einstakra hreyfieininga eru sömu tegundar. Eins má flokka framhornsfrumur mænu í tvær tegundir, I og II. Tilraunir með víxltengingu tauga mismunandi tegunda hafa sýnt, að ákvörðun um vöðvafrumutegund er undir stjórn taugar. Vöðvafrumum einnar hreyfieiningar er dreift meðal frumna annarra, líkt og við tígulmynstur. Á svæði einstakra hreyfieininga, sem er um 5 til 10 mm að þvermáli, eru vöðvafrumur 10 til 30 annarra hreyfieininga að hluta eða öllu leyti. Vöðvafrumur I og II eru frábrugðnar sín á milli hvað viðkemur innihaldi ýmissa efna og hvata, efnaskiptum og notkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.