Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1989, Page 28

Læknablaðið - 15.02.1989, Page 28
66 LÆKNABLAÐIÐ að niðurstöðurnar séu marktækar fyrir þessi svæði. Þetta er jafnframt fyrsta könnunin af þessu tagi sem gerð er þar. í ljós kom að Suðurnesjamönnum var ávísað fleiri lyfjum en Hafnfirðingum. Fyrri kannanir benda þó til þess að meira sé ávísað af lyfjum eftir því sem nær dregur þéttbýliskjörnum, einkum sýklalyfjum og róandi lyfjum (4, 5). Meðaltalið á báðum landsvæðunum 15.8 ávísanir/íbúa/ár var lægra en 18.7, sem fannst í sambærilegri könnun í Reykjavík 1973 (6). Ef að líkum lætur er sú tala talsvert hærri í dag. Hins vegar sótti stærri hluti Hafnfirðinga lyfseðla sína utan byggðalagsins en gerðist á Suðurnesjum, kannski vegna þess að það var styttra að fara til Reykjavíkur fyrir Hafnfirðingana. Hafnfirðingar sem fóru út fyrir svæðið sóttu jafn marga lyfseðla jöfnum höndum hjá sérfræðingum og öðrum læknum. Framboð á læknum og læknisþjónustu í mismunandi sérgreinum er meira í Reykjavík en Hafnarfirði. Fyrri athuganir hafa sýnt að fólk á Suðurnesjum og í Hafnarfirði á greiðan aðgang að heilsugæslustöðvunum tveimur og heimilislæknum þar (7), en gæti t.d. af hagkvæmnisástæðum leitað lækna í grennd við vinnustað sinn í Reykjavík. Ávísanamagn hvers læknis var mjög breytilegt á hvoru landsvæði fyrir sig en svipað ef læknahópurinn innan hvors svæðis var borinn saman. Stundum er rætt um að viðhorf einstakra lækna til lyfjaávísana geti haft veruleg áhrif á heildarlyfjaávísanir innan afmarkaðra landsvæða (5, 8). Við samanburð af þessu tagi er þó nauðsynlegt að tengja ávísanamagnið við fjölda samskipta og reyndar kom í Ijós, að við það jafnaðist mjög sá munur sem annars virtist milli lækna við fyrstu sýn. Lyfjaávísun ræðst af mörgum þáttum hjá læknum og skjólstæðingum þeirra og hvorugur er ónæmur fyrir áverkan frá samfélaginu á hverjum tíma. Að ráða í beinar ástæður og orsakir lyfjaneyslu eins og hún er á hverjum tíma er afar örðugt. Gögnin meta stöðuna og hjálpa sem slík við mat og hugsanlegar breytingar á einum kostnaðarfrekasta þætti íslenskrar heilbrigðisþjónustu. SUMMARY Drug prescriptions in Sudurnes and Hafnarfjördur, Iceland. The Nordic Council on Medicines has published statistics on drug use and made comparisons of the drug sales/utilization in the Nordic countries. There it has been pointed out that more studies are needed at regional levels within each country. The purposes of the study were to analyse the present situation by using epidemiological methods. Furthermore this was to be the first step in a longitudinal survey. The study was in particular focused upon number of prescriptions, prescribed times, the most usual groups of drugs, number of patients and their age and sex. Analysis of the prescribing habits were ment to be useful for doctors’ self evaluation, for medical audit and pre- and postgraduate education. Sudurnes district includes 14.326 inhabitants. There is one health centre with five working GPs and one local hospital with some specialists. The distance from Reykjavk, the capital town of Iceland is about 35 km. Hafnarfjördur is in a distance of 10 km from Reykjavík with 13,250 inhabitants, one health centre, six GPs and one local hospital. The age distribution of the populations in these two municipalities are similar, both with a somewhat lower precentage of older people and higher number in the younger ages compared to whole Iceland. All prescriptions during the period were collected and computerized. Totally 6543 prescriptions were prescribed to 4,644 patients which means 15.8 prescriptions/1000 inh./day or 5.8 prescriptions/inh./year. In Sudurnes GPs were responsible for 82% of all drug prescriptions compared with 60% in Hafnarfjördur (p< 0.001). Corresponding figures for prescriptions by specialists were 15% and 24% respectively. HEIMILDIR 1. Nordiska lakermedelsnamden. Nordisk lakemedelsstatistik 1981-1983. Uppsala 1986; Del 1: 21-38. 2. Hagstofa fslands. Hagtíðindi 1986; 71: 184. 3. Landlæknisembættið. Heilbrigðisskýrslur 1986. Ljósrituð dreifibl. 4. Ólafsson Ó, Grímsson A. Neysla ávana- og fíkniefna og geðlyfja á íslandi. Læknablaðið 1977; 63: 65-8. 5. Ólafsson Ó. Antibiotics prescribing habits of GPs in Reykjavík and in rural Iceland. Comparison with other Nordic countries. In: Drugs in Iceland. Landlæknisembættið 1981: 41-56. 6. Grímsson A, Sigvaldason H, Jóelsson H, Ólafsson Ó. Lyfjanotkun í Reykjavík. Tímarit um lyfjafræði 1974; 9: 1-19. 7. Sigurdsson JA, Johnsen S, Magnússon G. Access to primary health care in urban Iceland. Scand J Prim Health Care 1988; 6: 87-91. 8. Grímsson A, Ólafsson Ó. Drug prescription in Iceland. Br J Prev Soc Med 1977; 31: 65-6.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.