Selfoss - 29.08.2013, Side 10
10 29. ágúst 2013
RaftækjaúRval
15% afsláttur af raftækjum þegar þau eru
keypt með innréttingu.
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 - Lokað á laugardögum í sumar
ÞvottahúsBaðherbergi Fataskápar Allt í skúffurnar MIkið úrval af skápahurðum
friform.is
við hönnum og teiknum fyRiR þig
Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu,
anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér
hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og
vönduð raftæki á vægu verði.
þitt eR valið
Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum,
eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst
við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem
þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
30 % afSlÁttuR út ÁgúSt
elDavÉlaR - ofnaR - helluBoRð - viftuR & hÁfaR - uPPþvottavÉlaR - kæliSkÁPaR
SÍðSumaRtilBoð
30% afSlÁttuR af öllum
innRÉttingum út ÁgúSt
fjölBReytt úRval af
huRðum, fRamhliðum,
klæðningum og einingum,
gefa þÉR enDalauSa
möguleika Á að Setja
Saman þitt eigið Rými.
Safnahelgin undirbúin
Safnahelgin er árlegur við-burður á Suðurlandi. Hún verður 1.–3. nóvember nk.
Fyrsti fundur til að skipuleggja
hátíðina verður haldinn sam-
hliða aðalfundi Samtaka safna á
Suðurlandi, miðvikudaginn 11.
september í Vestmannaeyjum.
Þetta er í fyrsta skipti sem haldinn
er fundur á vegum samtakanna
úti í Eyjum, en þangað var farið
í menningarferð þegar undirbún-
ingur að myndun samtakanna stóð
sem hæst.
Meðfylgjandi mynd var tekin á
Safnahelgi í fyrra. Davíð Þór Guð-
laugsson undirbýr ljósmyndasýn-
ingu í Þorlákshöfn.
2 á vinnualdri fyrir hvern
einn á ellilífeyri árið 2060
- Í dag eru hlutföllin 1 á ellilífeyrisaldri á móti 4-5 á vinnualdri
Gríðarlegar breytingar munu eiga sér stað á næstu ára-tugum sé litið til þess mikla
fjölda sem fer á ellilífeyrisaldur. Hag-
stofa Íslands spáir því að þeim sem
eru 67 ára og eldri muni fjölga um
60 þúsund á næstu áratugum. Þeir
verði orðnir rúmlega 97 þúsund árið
2060 en þeir eru í dag 36 þúsund.
Enginn annar aldurshópur vaxi
viðlíka á tímabilinu. 67 ára og eldri
verða orðnir 22,6% af heildarmann-
fjölda árið 2060 en voru 11,2% 1.
janúar 2013.
Það stefnir í að fyrir hverja eina
manneskju á ellilífeyrisaldri komi
tveir einstaklingar á vinnualdri. Í
dag er það svo að fyrir hvern einn
sem hefur náð ellilífeyrisaldri eru
tæplega fimm á vinnualdri. Hlutfall
þeirra sem vegna ungs aldurs standa
utan vinnumarkaðarins mun ekki
breytast jafn mikið og sá hópur sem
nær ellilífeyrisaldri.
Stúlkubarn sem fæðist í dag mun
geta vænst þess að verða 84 ára og
drengur tæplega 81 árs. Drengur-
inn sem fæðist eftir miðja öld (árið
2060) getur vænst þess að verða 6
árum eldri og stúlkubarnið 4,3 árum
eldri.
Hvernig þjóðin nær því að halda
sömu lífsgæðum þar sem færri vinna
hlutfallslega miðað við þá sem eru
utan vinnualdurs: það er önnur
spurning sem svara þarf. Kannski
þurfum við að byrja að skilgreina
lífsgæði upp á nýtt. Eru það ekki lífs-
gæði að geta t.d. notið óskerts lands?
Hagvöxturinn í dag mælir eingöngu
„veraldleg“ gæði mæld í krónum og
aurum. Einn og sami mælikvarði á
alla, hvar sem er á landi okkar. Er
það ekki einfaldur mælikvarði?
ÞHH
Afmæliskaka í
sundlauginni í dag
Það er frítt í sund í dag fimmtudaginn 29.ágúst í tilefni þess að sundlaugin
á Stokkseyri er orðin tvítug. Boð-
ið er upp á afmælisköku og tón-
list (ofan?) í sundlauginni milli
kl. 16:30–20:30.
Og frítt oní. Það er
Íþrótta- og menn-
ingarnefnd Sveitar-
félagsins Árborgar
sem býður í afmælið.
Íslensk farfugla-
heimili í efsta sæti
Þrjú farfulglaheimili á Suður-landi hafa bæst í hóp grænna farfuglaheimila: Gaulverja-
skóli, Norður-Vík og farfuglaheim-
ilið á Vagnsstöðum í Suðursveit.
Viðurkenningunni fylgja þau
réttindi að mega nota umhverfis-
merki samtakanna í kynningarefni
sínu.
Gestir farfuglaheimilanna kunna
mjög vel að meta umhverfisstarf-
ið sem fram fer á heimilunum.
Allir þeir sem bóka gistingu gegn-
um bókunarvél alþjóðasamtaka
Farfuglaheimilanna fá tækifæri til
þess að gefa umsögn um dvöl sína
á staðnum. Íslensk farfuglaheimili
eru í dag í efsta sæti á heimslistanum
yfir þær þjóðir sem fá bestu einkunn
fyrir umhverfisstarfið.
Vagnsstaðir.
Farfuglaheimilið í Vík. gaulverjaskóli.
Auglýsingasími: 578 1190
S U Ð U R L A N D