Selfoss - 29.08.2013, Blaðsíða 12
12 29. ágúst 2013
Það er árlegt fyrirbæri í lok ágúst að öll blöð og tímarit fyllast af heilsupistlum. Mér
finnst einmitt að ég komi alltaf
hressari undan sumri en vetri.
Stundum velti ég fyrir mér hvernig
ég yrði í útliti - andlegri og líkam-
legri líðan ef ég færi eftir öllum þeim
ábendingum sem þar koma fram.
Túrmerik er kryddið í dag og hef-
ur verið í umræðunni undanfarið
sem það hollasta sem til er. Þegar
ég var að byrja að elda og spá í mat-
argerð var túrmerik oft nefnt sem
staðgengill fyrir saffran sem er mjög
dýrt krydd. Þetta var merkilegt því
að túrmerik er unnið úr rót sem
líkist engiferrót en saffran úr þráð-
um úr blómum sem eru sjaldgæf
og vandmeðfarin og því mjög dýrt
krydd. Það sem sameinar þessi krydd
er liturinn. Gulur sem minnir á sól
og hita.
Notkun túrmeriks (Curcuma
longa) sem krydd- og lækninga-
jurtar er ævagömul og verið mjög
mikið notað á Indlandi í matargerð.
Túrmerik inniheldur virka efnið
curcumin sem hefur sterk bólgu-
eyðandi og andoxandi áhrif.
Á vefnum spegill.is er listi yfir
helsu gæði túrmerik.
Það heitir túrmerik og virðist að öllu
leyti vera snilldarkrydd. Það er upp-
runnið frá Indlandi og mikið notað
í indverskri matargerð. Hér á landi
má meðal annars kaupa túrmerik í
töfluformi í heilsubúðum og þá sem
bólgueyðandi efni. Lestu um virkni
þessa galdrameðals hér á eftir...
1. Það er náttúrulega sótthreinsandi
og bakteríudrepandi; gagnlegt í
sótthreinsun á skurðum og bruna.
2. Þegar þess er neytt með blómkáli,
hefur verið sýnt fram á að það geti
komið í veg fyrir krabbamein í
blöðruhálskirtli og stöðvað vöxt
krabbameins í blöðruhálskirtli.
3. Sýnt hefur verið fram á að kryddið
komi í veg fyrir að brjóstakrabba-
mein berist til lungna (tilraun gerð
á músum).
4. Getur komið í veg fyrir sortuæxli og
valdið því að fyrirliggjandi sortu-
æxlafrumur fremji sjálfsmorð.
5 . Dregur úr hættu á hvítblæði hjá
ungum einstaklingum.
6. Afeitrar lifrina á náttúrulegan hátt.
7. Getur komið í veg fyrir og hægt
á þróun sjúkdómsins Alzheimer
með því að hindra uppbyggingu
ákveðins efnis í heila.
8. Getur komið í veg fyrir meinvörp
af völdum mismunandi forma
krabbameins.
9. Öflugt náttúrulegt bólgueyðandi
efni sem virkar eins og mörg önnur
bólgueyðandi lyf, en án aukaverk-
ana.
10. Hefur sýnt að von er til þess að það
hægi á framvindu MS í músum.
11. Náttúruleg verkjastillandi áhrif.
12. Getur hjálpað til við niðurbrot á
fitu og þyngdarstjórnun.
13. Hefur lengi verið notað í kín-
verskri læknisfræði sem meðferð
við þunglyndi.
14. Vegna bólgueyðandi eiginleika
þess, er það náttúruleg meðferð
við liðagigt.
15. Eykur áhrif chemo lyfsins paklí-
taxels og dregur úr aukaverkunum
þess.
16. Efnilegar rannsóknir eru í gangi
um áhrif túrmerik á krabbamein
í brisi.
17. Rannsóknir standa yfir á jákvæð-
um áhrifum túrmerik á mergæxli.
18. Sýnt hefur verið fram á kryddið
geti stöðvað vöxt nýrra æða í æxl-
um.
19. Sár gróa hraðar og kryddið að-
stoðar í endurmyndun skemmdrar
húðar.
20. Getur hjálpað við meðferð á
psoriasis og öðrum bólgu húð-
sjúkdómum.
Í öðrum pislum er einnig fullyrt
að túrmerík geti læknað þunglyndi.
Ég ákvað því að mánudagsfisk-
urinn yrði túrmerikfiskur. Bæði
væri hann mjög hollur og svo fallega
gulur að sólin kæmi inn í hjartað í
regnúðanum.
Í fiskbúðinni var fínn nýr karfi en
hann er með því ódýrara þar. Það
má nota hvaða fisk sem er en gott
að hann sé þéttur í sér.
Skerið fiskinn í bita og kreistið yfir
hann sítrónusafa. Látið hann bíða
meðan sósan er búin til.
Sneiðið niður 1-2 lauka, hvítlauk
eftir smekk, smá bita af engiferrót
og látið mýkjast aðeins í góðri olíu
á pönnu. Bætið við 1 tsk. af reyktri
papríku, 2 stk. af túrmerík, 1 tsk.
kóriander, nokkur lauf af limelaufi.
Látið þetta malla aðeins við lágan
hita. Bætið síðan við dós af kókós-
mjólk og aðeins vatni. Smakkið
síðan til með salti og pipar. Þegar
komin er sátt við sósuna er fiskurinn
settur út í og látin malla á lágum
hita í nokkrar mínútur. Klippið yfir
t.d. ferskt kóríander eða steinselju.
Með þessu er tilvalið að hafa hrís-
grjón, brauð eða bara gott salat. Nú
er salatið svo yndislegt úr garðinum
eða frá þeirri frábæru búð sem er
Fjallkonan – sælkerabúð í gamla
bankanum á Selfossi.
Gangi ykkur vel og verði ykkur
að góðu.
Kveðja, KS
Að hætti hússins
Kristjana Sigmundsdóttir
kristjanasig@simnet.is
TÚRMERIK-FISKUR