Vesturland - 24.04.2013, Síða 10

Vesturland - 24.04.2013, Síða 10
10 24. apríl 2013 Belladonna á Facebook Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Við eigum allt frá undirkjólum til yfirhafna Stærðir 40-58 Vertu þú sjálf- vertu BELLA DONNA M á lv e rk : K a ró lí n a L á ru sd ó tt ir Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | S k i p h o l t 5 0 S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s GJAFABRÉF - GJAFALISTAR einstakt eitthvað alveg STOFNAÐ 1987 VA XTALAUS Meiri stöðugleiki – Bjartari Framtíð Ég er í 7. sæti framboðslista Bjartrar framtíðar í norðvest-urkjödæmi. Ég ákvað að taka sæti á listanum vegna þess að mig langar að taka þátt í að breyta vinnu- brögðum í stjórnmálum og íslensku þjóðfélagi. Ég er gift, tveggja barna móðir, grunnskólakennari að mennt og er búsett í Borgarbyggð. Ég og maðurinn minn erum bæði í vinnu. Ég á ekki hús, ég á ekki nýjan bíl, ég hef aldrei tekið mér lán fyrir nýjum húsgögnum og ég fer ekki utanlands- ferðir. Ég á tvo gamla bíla, gamalt hest- hús og nokkra hesta. Ég skulda náms- lánin mín og lítið lán fyrir hesthúsi. Hvernig stendur á því að um hver mánaðarmót duga tekjur okkar tveggja varla til að reka heimilið. Af hverju þarf það að vera svona dýrt að lifa hér á landi. Eiga ekki tvær full- orðnar manneskjur í fullri vinnu að hafa það bara ágætt. Nú virðist sem framundan sé allt óskaplega bjart því nú er er kominn tími kosningaloforð- anna. Allir tala um hvernig hægt er að bjarga íslensku þjóðinni og það á mjög auðveldan hátt. Ábyrgð þessara frambjóðenda er mjög mikil. En hvað þurfum við sem hér búum? Hvað er það sem kæmi okkur best? Það sem við þurfum er stöðugleiki. Við þurfum að klára viðræðurnar við Evrópusam- bandið því það verður aldrei sátt um það að hætta ferlinu. Treystum borg- urum þessa lands til að taka lýðræðis- lega ákvörðun. Ef við náum góðum samningi mun þjóðin samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu nú ef ekki þá verður hann felldur. Að hafa þetta mál hangandi yfir okkur skapar aðeins sundrung og óstöðugleika. Til að skapa stöðugleika þurfum við líka að vinna saman, tala saman, en ekki vera alltaf á móti hugmyndum sem eru ekki komnar frá okkur sjálfum eða okkar flokki. Það þarf samráð milli ríkisstjórnar, Alþingis, sveitarfélag, atvinnulífsins, launþega, fjármála- geirans og svo má lengi telja. Fulltrúar þessara aðila þurfa að setjast niður og setja sér langtímamarkmið og ákveða hvar umbóta er helst þörf. Þeir þurfa að viða að sér öllu því besta sem lagt er fram og framfylgja því ekki bara í eitt kjörtímabil heldur til framtíðar. Það minnkar óvissu okkar allra. Við þurfum að nýta okkur alla þá krafta sem býr i þjóðinni. Ég treysti Bjartri framtíð mjög vel til þess að hlusta á Íslendinga og vinna að framgangi allra sem á Íslandi búa ekki síst lands- byggðarfólksins. Björt framtíð vill meiri stöðugleika, meiri sátt, minna vesen og minni sóun. Settu X við A í komandi kosningum þá verður fram- tíð okkar allra bjartari. Eva Símonardóttir 7. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi Karlakórinn Svanir á Akranesi endurvakinn Menningarlífinu á Akranesi hefur bæst verulegur liðss-styrkur þar sem karlakór- inn Svanir, sem starfaði til fjölda ára fyrr á árum hefur verið endurvakinn. Bæjarráði Akraness barst nýlega styrk- beiðni frá kórnum þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til starfsemi kórsins. Bæjarráð samþykkti stofnstyrk að fjár- hæð 200 þúsund krónur. Á sama fundi bar styrkbeiðni frá Or- lofsnefndar Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu þar sem óskað er fjárstuðnings við orlof húsmæðra lögum samkvæmt. Bæjarráð samþykkti að afgreiða erindið með vísan til laga þar að lútandi. Guðbjartur er góð fyrirmynd Máltækið segir að maður komi í manns stað. Það getur oft verið gott, en líka verið til mikils tjóns. Þar skiptir öllu hvert mannvalið er. Allar horfur eru á að í komandi kosningum verði miklar svipt- ingar og margir nýir þingmenn taki sæti á Alþingi. Öll viljum við góða fulltrúa á þingi, en vissulega hafa þingmenn unnið sér inn mismikla virðingu lands- manna með framferði sínu. Kjósendur hér í Norðvesturkjördæmi eiga margra kosta völ, en ég held að á engan sé hallað þó ég nefni Guðbjart Hannesson fremstan þingmanna sem er bæði ötull og vinnusamur með afbrigðum. Hann gengur að hverju verkefni af áhuga og yfirvegun, kynnir sér vel málavexti og er tilbúinn til að hlusta á og taka tillit til ólíkra sjónarmiða. Slíkir mannkostir eru afar mikilvægir í átökum stjórnmál- anna, þar sem oft verða upphlaup af litlu tilefni. Þá er gott að búa yfir reynslu, viti og þroska til að greina aðalatriðin frá upphrópunum og áróðri. Ég hef átt því láni að fagna að vinna með Guðbjarti, bæði sem skólamaður og einnig í sveitarstjórn. Það var mér mikilvæg reynsla sem ég hef búið að í mínum störfum. Allir sem þekkja Guðbjart vita að hann er traustur og góður maður, hrapar ekki að ályktunum eða niður- stöðum, en íhugar málavexti. Hann sækist ekki eftir innihaldslausum átökum, en er manna fúsastur til að rökræða málin til niðurstöðu, en er þó fastur fyrir. Hann er ekki fyrir skyndilausnir, en leggur sig fram um að koma málum heilum í höfn. Sterk- asti þátturinn í skapgerð hans er þó réttlætiskenndin. Óréttlæti þolir hann ekki og sættir sig aldrei við. Sendum rétt skilaboð Kjósendur vilja væntanlega nýta ko- sningarétt sinn til að auka virðingu Alþingis sem mest. Þeir hljóta því að standa þétt að baki þeim frambjóðanda sem ávallt hefur sýnt í störfum sínum ábyrgð, traust og heiðarleika. Allir sem kjósa Samfylkinguna í Norðves- turkjördæmi með Guðbjart Hannesson þar í forystu senda ótvíræð og sterk skilaboð inn á Alþingi um að þeir kun- ni að meta þessa mannkosti hans og að það geti orðið öðrum til eftirbreytni. Sveinn Kristinsson Sveinn Kristinsson. páll Helgason hefur tekið við stjórn karlakórsins Svana, en hann stjórnaði m.a. karlakór Kjalnesinga við góðan orðstí. Eva Símonardóttir. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is www.fotspor.is

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.