Vesturland - 29.08.2013, Blaðsíða 4

Vesturland - 29.08.2013, Blaðsíða 4
4 29. ágúst 2013 Engar nýbyggingar í Borgarnesi en nokkuð um byggingaframkvæmdir í dreifbýli Borgarbyggðar Á annað hundrað hús voru á byggingastigi í Borgarbyggð árið 2007, þ.e. ári fyrir efna- hagshrumið enda naut Borgarnes vax- andi vinsældaa hvað varðar búsetu og stöðugt fleiri sóttu í að búa þar, ekki síst fólk af höfuðborgarsvæðinu. Verð á fasteignum, nýjum sem eldri, var einnig lægra en á höfuðborgarsvæðinu, en verð íbúðar í Borgarbyggð var og er um 70% þess sem sambærileg íbúð kostar á höf- uðborgarsvæðinu. Í dag er eins og víða á landinu litlar hreyfingar á byggingamarkaðnum í Borgarnesi, engar nýbyggingar en nokkuð um smærri verk og viðhald, en í dreifbýlshluta Borgarbyggðar eru bændur á nokkrum stöðum að byggja íbúðarhús og á öðrum stöðum úti- hús. Á Rauða torginu, þar sem áður var timbursala Kaupfélagsins, voru byggð 3 hús með 19 íbúðum og keypti Þroskahjálp neðri hæðir húsanna og er flutt í allar þær íbúðir. Efri hæðirnar eru hins vegar ófrágengnar og eru komnar í eigu Íbúðalánasjóðs sem eftir efnahags- hrun efur eignast margar íbúðir á Vest- urlandi. Upp með Brákabraut standa 14 íbúðir sem verktali lauk ekki við og eru þær einnig komar í eigu Íbúðalánasjóðs. Sveitarfélögum á Íslandi fer hrað- fækkandi en flest voru þau 229 talsins árið 1950. Fækkunin eykur þjónustu- stigið við íbúana. Vorið 1994 samein- uðust sveitarfélögin Norðurárdals- hreppur, Stafholtstungnahreppur, Borgarnesbær og Hraunhreppur og úr varð sveitarfélagið Borgarbyggð með um 2.100 íbúa og þá varð fjöldi sveitar- félaganna 177. Í febrúarmánuði 1998 sameinast Þverárhlíðarhreppur, Borg- arhreppur, Borgarbyggð og Áltanes- hreppur í 2.399 íbúa sveitarfélag og fjöldi sveitarfélaga varð þá 127. Í júní- mánuði sama ár sameinast Lundareykj- ardalshreppur, Reykholtsdalshreppur, Hálsahreppur og Andakílshreppur í 685 manna sveitarfélag og við það fækkaði sveitarfélögum í 124. Sveitarfélögin Borgarbyggð, Borg- arfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur sameinuðust í eitt sveitarfélag við sveitarstjórn- arkosningarnar vorið 2006. Sveitar- félagið er um 4.850 ferkílómetrar að stærð og íbúar eru nú rúmlega 3700. Mörk svæðisins eru við Skarðsheiði í suðri og Haffjarðará í vestri. Innan Borgarbyggðar eru nú eftirtalin svæði: Kolbeinsstaðahreppur, Hraunhreppur, Álftaneshreppur, Borgarhreppur, Borg- arnes, Norðurárdalur, Stafholtstungur, Þverárhlíð, Hvítársíða, Hálsasveit, Reykholtsdalur, Flókadalur, Lundar- reykjadalur, Bæjarsveit og Andakíll. Vegna víðfeðmis sveitarfélagsins eiga 9 sveitarfélög land að því, á Vesturlandi, Suðurlandi, Norðurlandi og Ströndum. Við upphaf kjörtímabils 2006 - 2010 eru sveitarfélögin 79 talsins. Gott sam- starf hefur verið við Skorradalshrepp að undanförnu og Borgarbyggð er að þjónusta það sveitarfélag töluvert sem og íbúa þess. Líklegt má telja að innan fárra ára sameinist þessi sveitarfélög, jafnvel á þessu kjörtímabili sem lýkur vorið 2014. Það sem einkennir Borgarbyggð mjög er hin dulda búseta á því en reikna má með að um 500 nemendur séu á Hvanneyri og Bifröst sem ekki eru skráðir með lögheimili í sveitar- félaginu og hins vegar er sumarhúsa- byggðin mjög fjölmenn, en allt að 1.200 sumarhús eru í sveitarfélaginu og um 600 í nágrannasveitarfélaginu, Skorradalshreppi. Því getur á góðum degi íbúatalan a.m.k. tvöfaldast og það er fólk sem sveitarfélagið er að þjónusta án þess að hafa t.d. af því útsvarstekjur. Margir nemendur á Bifröst og Hvann- eyri eru með börn á leikskólaaldri og þörfinni fyrir leikskólapláss þarf sveitarfélagið að sinna en langflestir sem þannig er ástatt um eru með bú- setu í sveitarfélaginu. Samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2007 sest nokkur hópur þeirra sem stundar háskólanám í sveitarfé- laginu þar að eftir nám en forsvars- menn sveitarfélagsins vildu gjarnan sjá þann hóp stærri. Töluverð hreyf- ing er á íbúum í sveitarfélaginu, en á sínum tíma byggðist Borgarnes þannig upp að þangað kom ekki síst fólk úr Dölunum og vestan af Snæfellsnesi. Nú flyst þangað fólk alls staðar að af landinu, m.a. af höfuðborgarsvæðinu, ekki síst ungt fólk sem leitaði burt til náms en snýr nú aftur á heimaslóðir. Þegar horft er til aðalskipulags Borgarness sést að gert er ráð fyrir að miðbærinn sé niður undir Brákarsundi en þróunin er sú að fyrirtæki, stofn- anir og verslanir hafa viljað setjast að á miðsvæði bæjarins við Hvítarbrú. En í gamla miðbænum er hótelið, læknasetur og Landnámssetrið en á sínum tíma var gert ráð fyrir að við Borgarbrautina yrði samfellt þjónustu- svæði frá gamla til nýja miðbæjarins og í Stóru-Brákarey var áætluð markviss uppbygging. Menningarhúsadraumur og listaakademía Nokkur sveitarfélög hafa verið á síð- ustu árum að byggja menningarhús, ýmist með eða án ríkisstyrks, og er Harpa við gömlu höfnina í Reykjavik og Hof á Akureyri skýrustu dæmin um það. Engar áætlanir eða fyrirheit ríkisvaldsins liggja fyrir um menn- ingarhús í Borgarbyggð, eða yfirleitt á Vesturlandi, en auðvitað eigi allar sveitarstjórnir sér drauma, líka um mennningarhús. Borgarbyggð á hluta af húsunum þar sem Landnámssetrið er og sú starfsemi hafi fengið mikla og verðskuldaða athygli og verið mikill segull á ferðamenn til að heimsækja Borgarnesi. Í Borgarbyggð eru 9 fé- lagsheimili sem hýsa menningarstarf- semi allt árið, þó misjafnlega mikið eftir húsum og misjafnlega mikið á hverjum tíma. Menntaskóli Vestur- lands starfar með blóma og sú starfsemi hleður utan á sig ýmsum þjónstufyr- irtækjum og störfum. Í Borgarnesi er ígildi menningarhúss sem er gamla mjólkursamlagshúsið sem er ætlað sem vinnustofur fyrir listamenn. Vesturland 8. tBl. 2. ÁrGanGur 2013 Útefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is. ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 898-5933 & netfang: geirgudsteinsson@simnet.is. umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 6.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Fríblaðinu er dreiFt í 6.400 eintökum í allar íbúðir á akranesi, dreiFbýli á akranesi og í borgarnesi. blaðið liggur einnig Frammi á helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Ferðaþjónustan á Íslandi hefur almennt staðið sig vel í því að sannfæra erlenda ferðamenn um að það sé óhætt að heimsækja landið þrátt fyrir jarðskjálfta, gosóróa, flóð í ám og vötnum eða þótt enn sé að fjúka aska frá gosinu í Eyjafjallajökli. Við búum í landi með fremur kuldalegu nafni, en einmitt þess vegna hefur áhugi útlendinga staðið nokkuð undanfarin ár, jafnvel aukist, þrátt fyrir efnahagskreppuna. Þessi margumtalaða kreppa hefur hins vegar valdið því að stöðugt fleiri Íslendingar ferðast um eigið land og leggja nú aukna áherslu á að skoða staði sem þeir hafa ekki áður augum borið. Aukin fjöldi sækir nú Hornstrandir en aðrir vilja heimsækja staði þar sem boðið er upp á fyrsta flokks gistingu, menningu og afþreyingu. Víða er boðið upp á hráefni úr héraði, fólk tínir alls kynsir jurtir, veiðir fisk í ám og vötnum, tínir sveppi og ber að haustlagi og fer í réttir. Við búum í landi þar sem náttúrufegurð og hreinleiki er mikill og erum stolt af því. Jöklarnir eru stöðugt aðdráttarafl, ekki bara þegar eldur og eimyrja kemur upp úr þeim, heldur ekki síður til gönguferða. Markaðssetning jöklanna og jöklaferða hefur kannski ekki verið nógu markviss undanfarin ár. Allir þeir sem ferðast um landið eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, innlendir sem erlendir. Bæjarnöfn benda stundum til staðhátta, og jafnvel til mikillar gróðursældar. Bæjanafnið Akrar bendir til að sú sveit sé mjög gróðursæl, og ætti að draga að ferðafólk. Ferðaþjónustubændum hefur fjölgað ár frá ári og sá gistingamöguleiki hefur orðið stöðugt vinsælli, ekki síst vegna nálægðarinnar við bústofninn. Sums staðar er jafnvel boðið upp á þátttöku, t.d. í heyskapnum, og það er vel. En hvað með Vesturland? Hlutverk Markaðsstofu Vesturlands er að samþætta markaðs- og kynn- ingarstarf á Vesturlandi, þannig að markaðssetning landshlutans sé unnin á einum stað í samstarfi ferðaþjónustuaðila, sveitarfélaga, klasa og samtaka innnan svæðisins. Markmið stofunnar er að styrkja ímynd Vesturlands og kynna hann sem ákjósanlegan áfangastað fyrir ferðamenn.Ef ferðast er um landið má sjá og heyra af samanburði við aðra landshluta að nokkuð vel hafi til tekist. Bæklinga um þjónustu og afþreyingu á Vesturlandi auk kynningar á landshlutanum má sjá víða þar sem kynningarbæklingar eru aðgengilegir. Á ónefndum stað í öðrum landshluta var að finna á greiðasölu bæklinga um Vesturland en ekki einn sjáanlegur um viðkomandi landshluta. Er ég var að undrast þetta vék að mér írskur ferðamaður og spurði: ,,Hvað heitir þessi staður?!” Segir þetta ekki meira en mörg orð. Markaðsstofa Vesturlands er greinilega á réttri braut, en íbúar Vesturlands þurfa líka að vera vakandi yfir starfseminni og koma með ábendingar ef þeim finnst svo. Þeim verður örugglega vel tekið. Geir A. Guðsteinsson ritstjóri Ferðaþjónusta á Vesturlandi Leiðari séð til Borgarnes. Námskeið í Ólafsdal í að sulta og súrsa grænmeti Námskeið í súrsun grænmetis og aðrar varðveisluaðferðir verða kenndar í Ólafsdal við Gilsfjörð næsta laugardag, 31. ágúst. Nú er tími uppskerustarfa, grænmetisgarðarnir eru fullir að safaríku og gómsætum afurðum sumars og sólar. Hvernig förum við að því að njóta uppskeru sumarsins langt inn í dimman vetur? Hvernig fer maður að við að súrsa og sulta? Hvað er best að sulta – og hvað er betra að súrsa? Hvaða aðferðir aðrar koma til greina? Á námskeiði í Ólafsdal kynnast þátttakendur aðferðum til að varð- veita uppskeru sumarsins, og smakka og njóta. Jafnframt kynnast þátttak- endur hugmyndafræði Slowfood- hreyfingarinnar. Ólafsdalsgrænmetið lífrækt vottað Hin árlega Ólafsdalshátið var haldinn í byrjun mánaðarins. Í Ólafsdal við Gilsfjörð var fyrsti landbúnaðarskóli landsins, stofnaður 1880. Ólafsdalsfé- lagið stendur að hátíðinni og mættu um 400 gestir á hátíðina. Á hátíðinni var einnig námskeið í ullar- og tó- vinnslu, ætlað börnum. Grænmetis- markaður var á sunnudeginum og auk grænmetis var boðið upp á ýmsar tegundir osta, Erpsstaðaís, kræk- ling og ber og svo auðvitað hand- verksvörur af ýmsu tagi. Á annari hæð hússins var sýningin ,,Guðlaug og konurnar í Ólafsdal,” ný sýning sem er styrkt af Menningarráði Vest- urlands. Grænmetisframleiðslan í Ólafsdal hefur fengið lífræna vottun af vottunarstofunni Túni. Ólafsdalsfélagið var stofnað árið 2007 og eru félagar um 300 talsins. Markmið félagsins er að hefja Ólafs- dal aftur til vegs og virðingar og gera það að frumkvöðlasetri. Í Ólafsdal má finna merkar jarðræktarminjar frá tímum landsbúnaðarskólans, s.s. beðasléttur, vatnsmiðlun, tóvinnu- hús, hlaðna garða og hlaðið vatnshús.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.