Vesturland - 29.08.2013, Blaðsíða 12

Vesturland - 29.08.2013, Blaðsíða 12
Víkurhvarf 5 Vagnar og stálgrindahús frá WECKMAN Steel STÁLGRINDAHÚS Fjöldi stærða og gerða í boði Stærð palls 2,55 x 8,60 m Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti Weckman flatvagnar / löndunarvagnar RÚLLUVAGNAR – LÖNDUNARVAGNAR Stærð palls 2,55 x 8,6m Vagnar 6,5 - 17 tonn. Verðdæmi: 8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti. 12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti. Weckman sturtuvagnar STURTUVAGNAR Burðargeta 6,5 – 17 tonn þak og veggstál galvaniserað og litað Bárað• Kantað• Stallað• Fjöldi lita í boði Víkurhvarfi 5 • Kópavogi • Sími 588 1130 hhaukssonehf@simnet.is Víkurhvarf 5 S K E S S U H O R N 2 01 2 Glæsilegur undirfatnaður frá Vanity Fair og Lauma. HAMRABORG 20A • KÓPAVOGI 544-4088 • YNJA.IS Útsalan er hafin Erum á Facebook Vinsælu læknahal ararnir frá komnir í hvítu & svörtu. 12 29. ágúst 2013 „Reykholtskirkja er talin með bestu tónleikahúsum landsins“ -segir sr. Geir Waage í Reykholti Geir Waage, prestur í Reykholti segir að straumur ferðafólks á staðinn hafi verið meiri í sumar en mörg önnur sumur þar á undan. Geir segir að ferðafólk hafi sést fyrr á ferðinni í vor en oft áður þrátt fyrir kalt vor og því megi segja að þetta tímabil sé alltaf að lengjast, sem verður bara að teljast gott. Um 40% tekjuaukn- ing hefur orðið milli ára hvað varðar heimsóknir á Snorrastofu sem segir nokkuð um þann fjölda sem kemur í Reykholt. Samkvæmt upplýsingum frá árinu 2012 er hlutfall útlendinga um 50% á móti Íslendingum en reiknað er með að tölur frá þessu ári sýni að hlutfall erlendra hafi aukist, það séu orðnir fleiri en Íslendingar. „Það virðist ekki skipta nokkru máli fyrir ferðamenn hvernig veðrið er, hvort það er heitt eða kalt, þurrt eða votviðra- samt. Það er opin sýning um Snorra Sturluson hér á staðnum í Snorrastofu og svo er boðið upp á fyrirlestra fyrir þá sem eftir því sækja. Fyrirlestrarnir fjalla um íslenska sögu og svo auðvitað Snorra Sturluson og þeir eru á íslensku, ensku, þýsku, ítölsku, frönsku, allt eftir því hvaða starfsfólk er hér á hverjum tíma. Hér er starfsfólk sem er vel menntað í tungumálum en starfsmannafjöldinn er nokkuð misjafn, en í sumar var hér 18 manns á launaskrá, að vísu ekki allir í fullu starfi,“ segir sr. Geir. Reykholtshátíð með metn- aðarfulla og fjölbreytta dagskrá - Það hefur verið mikil og vaxandi ásókn í það að halda tónleika í Reykholts- kirkju. Annið þið öllum umsóknum? „Vinsældir hennar felast í því að Reykholtskirkja er talin með bestu tónleikahúsum landsins, enda var hún sérstaklega hönnuð fyrir hljómburð, og það hefur tekist listavel. Hér eru oft tónleikar innlendra og erlendra aðila, hingað koma einstaklingar að syngja eða spila, kórar og fleira og kirkjan er vinsæl til upptöku á tónlistarefni sem gefa á út á hljómdiska. Hér eru líka stundum fyrirlestrar um ýmiss efni. Þetta gerist ekki síst að vetrarlagi því þá er oft mjög góður friður í og við Reykholtskirkju, ekki mikið umleikis á staðnum. Hér er ein best sótta tónlist- arhátíð sumarsins, Reykholtshátíðin, þar sem boðið er upp á afar metnaðar- fulla og fjölbreytta dagskrá. Í kirkjuna kemst með góðu móti um 300 manns. Hér er því heilmikið að gerast, bæði sumar og vetur, mikið umleikis.“ - Þú hefur þjónað lengi sem prestur í Reykholti? „Við Dagný erum búin að vera hér í Reykholti í 36 ár.“ - Hvarlaði það að þér þegar þú komst í Reykholt að þú yrðir þar enn 36 árum síðar? „Ég er heldur af íhaldssamari gerðinni og ekki mikið fyrir að breyta til þannig að ég reiknaði alltaf með því að vera hér eitthvað. Okkur hefur liðið alveg prýðilega, hér er gott fólk og alltaf nóg að gera og ætli það sé ekki helsta ástæðan fyrir því að við Dagný erum hér enn,“ segir sr. Geir Waage. Mannskoret KK, norskur karlakór, syngur í Reykholtskirkju. sr. geir Waage. Vaxandi aðsókn er að snorrastofu enda er sýningin afar fróðleg og þannig upp sett að allir geta notið þess sem þar er að sjá. Styttist í göngur og réttir: Fyrstu réttirnar á Vesturlandi í Fljótstungu Fjárréttir eru einn besti mæli-kvarðinn á að það er að koma haust. Á Vesturlandi eru að venju allnokkrar fjárréttir, sumar ekki fjarri höfuðborginni svo mögu- legt er að fyrir höfuðborgarbúa að fara þangað án mikils tilkostnaðar eða eyða miklum tíma. Á síðustu árum hefur nokkuð dregið úr þeim fjölda fjár sem bændur heimta af fjalli, enda hefur sauðfjárbúskapur hér á landi víða dregist nokkuð saman. Listinn hér að neðan þarf alls ekki að vera tæmandi og skal taka viljann fyrir verkið í því sambandi.  Fljótstungurétt í Hvítársíðu 7. september  Kaldárbakkarétt í Kolbeinsst. 8. september  Oddstaðarétt í Lundareykjadal 11. september  Fellsendarétt í Miðdölum 15. september  Hornsrétt í Skorradal 15. september  Núparétt í Melasveit 15. september  Rauðsgilsrétt í Hálsasveit 15. september  Svarthamarsrétt á Hvalfjarðar- strönd 15. september  Hítardalsrétt í Hítardal 16. september  Svignaskarðsrétt, Svignaskarði 16. september  Þverárrétt í Þverárhlíð 16. september  Grímsstaðarétt á Mýrum 17. september  Reynisrétt undir Akrafjalli 21. september Flestar réttirnar bera upp á sunnu- daginn 15. sepember, svo þann dag má búast við fjárrekstrum víða. Þeir sem eru að ferðast um Borgarfjörð eða Snæfellsnes eru vinsamlega beðnir að taka tillit til þess. Fjárréttir eru alltaf eftirsóknar- verðar, þótt fjárbændum sjálfum finnst kannski minna til þess koma. En í réttum hittast sveitungar sem kannski hafa ekki sést alllengi, taka tal saman, væta kverkarnar og jafn- vel taka lagið.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.