Vesturland - 26.09.2013, Blaðsíða 1

Vesturland - 26.09.2013, Blaðsíða 1
BETRI DEKK Á B E T R A V E R Ð I www.dekkjahollin.is Glæsilegur undirfatnaður frá Vanity Fair og Lauma. HAMRABORG 20A • KÓPAVOGI 544-4088 • YNJA.IS Útsalan er hafin Erum á Facebook Vinsælu læknahal ararnir frá komnir í hvítu & svörtu. 26. september 2013 9. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna: Nemendur koma frá þróun ar­ löndum í Afríku og Asíu Útskrift Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna fór fram 19. september sl. í starfsstöð Land- búnaðarháskóla Íslands að Keldnaholti. Tíu sérfræðingar frá sjö löndum Afríku og Mið-Asíu luku námi, fimm konur og fimm karlar. Það er sami fjöldi og var í Land- græðsluskólanum á síðasta ári. Utanríkis- ráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, afhenti útskriftarskírteinin og ávarpaði samkom- una. Í ávarpi sínu lagði hann m. a. áherslu á mikilvægi landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar á alþjóðavettvangi og gott starf Landgræðsluskólans á því sviði í þágu framfara í þróunarlöndum. Landgræðslu- skólinn er alþjóðlegur skóli sem þjálfar sérfræðinga frá fátækum þróunarlöndum í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu. Þátttakendurnir eru starfsmenn samstarfs- stofnana Landgræðsluskólans í Afríku og Mið-Asíu og nú eftir sex mánaða þjálfun á Íslandi halda þau aftur til sinna starfa og munu þar miðla af þekkingu sinni til síns samstarfsfólks. Landgræðsluskólinn hóf störf árið 2007 og hefur verið aðili að Háskóla Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2010. Landgræðslu- skólinn starfar í samstarfi við Landbúnað- arháskóla Ísland sem hýsir skólann, Land- græðslu ríkisins og utanríkisráðuneytið. Frá árinu 2007 hafa 51 sérfræðingar frá tíu löndum útskrifast frá skólanum. Skólinn er í samstarfi við hina þrjá Háskóla Sam- einuðu þjóðanna sem starfa hér á landi, þ. e. Jarðhitaskólann, Sjávarútvegsskólann og Jafnréttisskólann. Berglind Orradóttir, aðstoðarforstöðu- maður Landgræðsluskólans segir að nem- endur komi fyrst og fremst frá fátækum löndum sem glíma við jarðvegseyðingu og landhnignun. Fyrri hluti námsins felst í námskeiðahaldi, verklegri kennslu og verkefnum þar sem m. a. er fjallað um landhnignun, ferli og orsakir hennar, og hvernig hægt er að endurheimta landgæði með landgræðsluaðgerðum. Í síðari hluta námsins vinna þátttakendur að einstak- lingsverkefnum undir handleiðslu leiðbein- enda. Leitast er við að verkefnin séu tengd áhugasviði þátttakenda og þeim aðkallandi vandamálum sem þeir glíma við í sínum heimalöndum. Sumir koma með gögn að heiman sem þeir nýta í verkefnin, en aðrir gera íslensk verkefni og tileinka sér nýjar aðferðir sem nýtast í heimalandinu. Utanríkisráðherra, Gunnar bragi sveinsson, sveinn runólfsson formaður stjórnar Landgræðsluskólans, ásamt nemendum og starfsmönnum við útskriftina.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.