Vesturland - 26.09.2013, Blaðsíða 9
926. september 2013
Fylgja þarf leikreglum í samkeppni fyrirtækja
Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst hélt hátíðarræðu á Hólahátíð í
ágústmánuði sl. þar sem 250 ára af-
mælis Hóladómkirkju var minnst
með ýmsum hætti. Vilhjálmur kom
víða við í ræðu sinni og minntist m.
a. á samkeppnishæfni fyrirtækja,
stofnana, atvinnugreina, samfélaga
og þjóða. Hann sagði m. a. „Í fyrir-
tækjarekstri er beinlínis ætlast til að
samkeppni ríki og fyrirtækin takist á
samkvæmt leikreglum sem þeim eru
settar. Stjórnendur sem ekki ná að stýra
rekstri fyrirtækja sinna í gegnum ólgu-
sjó samfelldra breytinga þurfa oftast að
horfa upp á þau veslast upp og jafnvel
líða undir lok. “ Þá minntist Vilhjálmur
einnig á að íslenskt samfélag þurfi að
hafa heilbrigðan metnað að leiðarljósi
en ekki græðgi sem er oft ástæða ófara
í rekstri fyrirtækja.
Kristinn og kaþólsk trú
Vilhjálmur fór einnig yfir sögu
kristinnar og kaþólskrar trúar, og þau
gildi sem kristin trú boðar og hvernig
hún fléttast inn í íslenskt samfélag og
atvinnulíf og hvað við getum lært af
sögu Hóla. „Þýðing friðar og sátta er
eitt af því merkilega sem við getum lært
af sögu Hóla. Veldi Hólastaðar hneig
einmitt eftir deilur og ófrið. Slík örlög
hefur margur staðurinn mátt þola. Í
umhverfi sátta og samlyndis þrífast
viðskipti og velmegun. Bæði þarf að
huga að innri sátt í samfélaginu sem
friði milli þjóða og ríkja,“ sagði rektor.
Þá fjallaði Vilhjálmur um niður-
skurð og aðhald í ríkisfjármálum og
hvaða áhrif það hefur á stöðu og hlut-
verk Hóla og Hólaskóla. „Þegar upp er
staðið snýst málið um hvernig til tekst
við að þrauka og skjóta nýjum stoðum
undir framtíðarstarfsemi.”
Þyrla Landhelgisgæslunnar við
björgunarstörf til sjós og lands
Starfsmenn Landhelgisgæsunnar vaka yfir velferð landans, og reyndar einnig yfir velferð þeirra
erlendu ferðamanna sem verða fyrir
skakkaföllum á okkar fallega landi.
Óhöpp geta líka átt sér stað úti á sjó
eins og þegar Landhelgisgæslunni barst
beiðni frá fiskibátnum Grundfirðingi
um aðstoð þyrlu eftir að skipverji fékk
yfir sig sjóðandi vatn. Skipið var stað-
sett um 40 sjómílur NV af Straumnesi.
Taldi þyrlulæknir að nauðsynlegt væri
að sækja manninn og TF-LÍF var
kölluð út. Vel gekk að hífa manninn á
sjúkrabörum um borð í þyrluna.
maðurinn hífður um borð í þyrluna frá Grundfirðingi.
Vilhjálmur egilsson rektor.
Skagamaður ráðinn framkvæmdastjóri
þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Þingflokkur Sjálfstæðisflokks-ins samþykkti á fundi sínum fyrir skemmstu að að Þórdís
Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir yrði
ráðin framkvæmdastjóri þingflokks
Sjálfstæðisflokksins en hún tekur
við starfinu af Ingu Hrefnu Svein-
bjarnardóttur sem starfar nú sem
aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.
Þórdís Kolbrún er 26 ára lög-
fræðingur, hún lauk BA gráðu frá
Háskólanum í Reykjavík árið 2010
og ML gráðu frá sama skóla 2012.
Þórdís Kolbrún var kosningastjóri
Sjálfstæðisflokksins í Norðvest-
urkjördæmi fyrir síðustu alþing-
iskosningar. Áður hefur Þórdís m.
a. starfað hjá sýslumanninum á
Akranesi, Marel og úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála og hún
hefur verið virk í félagsstörfum, m.
a. verið formaður ungra Sjálfstæð-
ismanna á Akranesi, setið í stjórn
SUS, sambandi ungra sjálfstæðis-
manna og stjórn Lögréttu, félags
laganema við Háskólann í Reykja-
vík. Þórdís Kolbrún er fædd og upp-
alin á Akranesi. Þórdís Kolbrún reykfjörð Gylfadóttir.
Menntaskóli Borgarfjarðar:
Menningarferð
í stað busaveislu
Menntaskóli Borgarfjarðar er ung menntastofnun sem hefur afar göfug
markmið, þ. e. SJÁLFSTÆÐI –
FÆRNI – FRAMFARIR. Allt frá
uppphafi hafa nýnemar við skólann
ekki verið busaðir eins og tíðkast í
flestum framhaldsskólum landsins,
heldur er gert uppbrot á kennslu í
einn dag og þá bjóða eldri nemendur
þeim yngri í menningarferð til höf-
uðborgarinnar. Slík ferð var farinn
fyrir skömmu, og þar var m. a. farið
í ratleik og keppt í paintball. Á eftir
var svo grillað í Skemmtigarðinum
þar sem paintballkeppnin fór fram.
Hópur nemenda mb í Lækjargötu.
Fótabað í tjörninni er kannski ekki mjög hreinlegt, en skemmtilegt upp-
átæki.