Vesturland - 26.09.2013, Blaðsíða 14

Vesturland - 26.09.2013, Blaðsíða 14
14 26. september 2013 PEPSI-deild karla í knattspyrnu: Vesturlandsliðin þurftu bæði að bíta í það súra epli að falla í 1. deild Víkingur Ólafsvík þurfi að vinna sigur á Fylki þegar liðin léku í næst síðustu umferð PEPSI-deildar karla sl. sunnudag. Víkingar töpuðu leiknum 2: 1 og þeirra bíður að leika í 1. deild sumarið 2014 þar sem Þór á Akureyri vann Skagamenn og björguðu sér frá falli, en Skagamenn voru þegar fallnir. Það er afar súrt í broti að bæði Vesturlandsliðin skyldu falla um deild. Þór fékk skagamenn í heimsókn á Akureyri en heimamenn voru meðal þeirra liða sem gátu fallið niður í fyrstu deildina fyrir leik. Sig- urmarkið kom strax á annari mín- útu leiksins þegar Chukwudi Chi- jindu skoraði fyrir Þór og það mark reyndist gulls ígildi fyrir heimamenn enda tryggði hann þar með stöðu þeirra í Pepsi deildinni. Í síðustu um- ferðinni í efstu deild næsta laugardag leikur Víkingur við Val á Ólafsvík en ÍA fær Fylki í heimsókn. Upp í efstu deild koma Reykjavíkurliðin Fjölnir og Víkingur. MS í Búðardal leggur áherslu á mygluostaframleiðslu Mjólkursamsalan í Búðar-dal tekur á móti mjólk frá bændum á norðanverðu Snæfellsnesi, í Dalasýslu, Vestur-Húna- vatnssýslu og Barðastrandarsýslum. Í MS Búðardal er áhersla lögð á fram- leiðslu á mygluostum en þar eru m. a. framleiddir ostarnir Camembert, Stóri-Dímon, Höfðingi, Dala-Yrja, Dala-Brie Gullostur Hvítur og Blár Kastali og Hrókur. Mjólkurframleiðsla hófst í Búðardal árið 1964 í nýbyggðu húsnæði. Byggt var við húsið 1977 en frá árinu 1974 hafa orðið miklar breytingar á rekstrinum og verkefnum. MS í Búðardal uppfyllir ýtrustu gæða- kröfur í framleiðslu; gæði mjólkur- innar eru undirstaða framleiðslu þess á eðalostum, en þeir eru hrein íslensk náttúruafurð. Stöðugt er unnið að vöruþróun hjá MS í Búðardal og hafa framleiðsluvörur þess hlotið ótal viður- kenningar. Miðvikudaginn 25. september sl. , þ. e. í gær, var Alþjóðlegi skólamjólk- urdagurinn haldinn í fjórtánda sinn víða um heim fyrir tilstuðlan Mat- vælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Í tilefni dagsins buðu íslenskir kúa- bændur með aðstoð frá Mjólkursam- sölunni öllum 70.000 leikskóla- og grunnskólabörnum landsins upp á mjólk í skólunum. Reiknað er með að drukknir hafi verið alls sextán þúsund lítrar af mjólk. samuel Jimenez Hernandez í baráttu við Fylkismenn í leik liðanna á Fylk- isvelli um síðustu helgi.nanna. starfsemi ms í búðardal fer fram í þessu húsi. margs er að gæta í vélasalnum svo engin mistök verði á framleiðsluferlinu. Unnið við mygluostapökkun.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.