Vesturland - 26.09.2013, Blaðsíða 10

Vesturland - 26.09.2013, Blaðsíða 10
Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Legur og drifbúnaður Verkfæri og öryggisvörurLoft- og vökvakerfi 10 26. september 2013 Staðarstaðaprestakall: Almenn prestskosning verður laugardaginn 2. nóvember nk. Almenn prestskosning verður í Staðarstaðarprestakalli í Vesturlandsprófastsdæmi sem auglýst var til umsóknar nú ný- lega. Kosið verður 2. nóvember nk. og er kosningin bindandi. Sóknar- börn í prestakallinu hafa farið fram á almenna prestskosningu í stað þess að valnefnd velji sóknarprest. Slíkt er leyfilegt ef þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakallinu fer fram á það. Rúmlega þriðjungur sóknar- barna óskaði eftir almennri kosningu með söfnun undirskrifta, eða um 100 manns en um 300 manns hafa kosn- ingarétt. Með kosningu er vísað til fyrstu málsgreinar 15. greinar starfs- reglna um val og veitningu prests- embætta, en ákvæðið hljóðar svo: „Óski minnst þriðjungur atkvæðis- bærra sóknarbarna í prestakalli þess, að almenn prestskosning fari fram er skylt að verða við því. Skrifleg ósk um kosningu skal hafa borist biskupi eigi síðar en að hálfum mánuði liðnum frá þeim degi er kallið var auglýst laust til umsóknar. „ Nú hefur undirskrifta- listi sóknarbarna verið yfirfarinn og staðfestur og hefur Biskupsstofa því ákveðið að að kosning fari fram. Staðarstaðarprestakall var auglýst laust til umsóknar 28. ágúst síðast- liðinn og rennur umsóknarfrestur út í dag,26. september. Sóknir þær sem mynda prestakallið eru Búðasókn, Fá- skrúðarbakkasókn, Hellnasókn, Kol- beinsstaðasókn, Staðarhraunssókn og Staðarstaðarsókn. Kristján Þórðarson á Öldkeldu er formaður sóknarnefndar. Hann segir að með undirskriftarsöfnunni hafi eflaust margir hugsað til þess að með því ættu yngri guðfræðingar eða prestar meiri möguleiki á að verða valdir, en valnefnd, sem þegar var búið að skipa, taki meira tillit til starfsreynslu og aldurs umsækj- enda, sem ekki er raunar óraunhæft. Þrír síðustu prestar sem setið hafa á Staðarstað hafi allir verið kosnir í almennum kosningum, ekki hefur komið til kasta valnefndar og síðan biskups. Sr. Guðjón Skarphéðinsson, núverandi sóknarprestur, lætur af embætti 1. desember nk. þegar nýr prestur tekur við brauðinu. Brautskráning nemenda frá Háskólanum á Bifröst: Nemendur taka að sér að gera rekstraráætlanir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki Þann 14. september sl. voru voru tæplega 60 nemendur útskrif-aðir frá Háskólanum á Bifröst. Útskrifað var frá frumgreinadeild, grunnnámi og meistaranámi úr öllum deildum skólans. Þetta var fyrsta brautskráning Vilhjálms Egilssonar rektors. Í ræðu sinni talaði hann um að útskriftarnemendur myndu auka hróður Háskólans á Bifröst með verkum sínum og að þær ólíku leiðir sem þeir færu myndu liggja til meiri þroska og spennandi viðfangsefna. Hann talaði um að Háskólinn á Bifröst stæði á gömlum og traustum grunni sem hefði alltaf átt erindi í íslensku sam- félagi. Hlutverk þeirra sem nú starfa í skólanum sem og nemenda væri að skrifa söguna áfram, sögu sem byggð væri á því sem þau hefðu fengið í arf og metnaður væri fyrir því að þeirra sögukafli segði frá nýjum framförum og aukinni velgengni skólans. Lífið á Bifröst á fleygiferð Vilhjálmur sagði að lífið á Bifröst væri sannarlega á fleygiferð. Skólinn sjálfur væri að breytast og mikið af nýju fólki hefði komið til skólans meðan aðrir hefðu haldið á nýjan vettvang. Sjálfur hefði hann komið síðastliðið sumar og tók við hlutverkinu af Bryndísi Hlöðversdóttur sem hafði leitt skólann með miklum sóma á erfiðum tímum. En það er ekki bara hann sjálfur sem er í nýju hlutverki. Anna Elísabet Ólafs- dóttir hefur tekið við sem aðstoðar- rektor og breytingar eru í öllum svið- stjórahlutverkunum. Sagði rektor að skólinn væri líka að fá nýjan yfirmann fyrir rekstur og fjármál auk töluverðrar endurnýjunar í kennaraliðinu. Nemendur taka að sér að gera rekstraráætlanir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki Vilhjálmur sagði frá því að skólinn væri að vinna saman með sveitarfélögum á Vesturlandi að Sóknaráætlun. Verkefni Bifrastar í því ferli væri að auka tengsl atvinnulífs og skóla og að Háskólinn á Bifröst væri að fara af stað með sérstök nemendaverkefni þar sem nemendur taka að sér að gera rekstraráætlanir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta verk- efni kemur til með að skapa mikil tæki- færi fyrir nemendur og nýja sérstöðu fyrir Háskólann á Bifröst ef vel tekst til. Nám í matvælarekstrar- fræði og tækifæri í sí- menntun Rektor sagði að skólinn stefndi á að hefja nám í matvælarekstrarfræði næsta haust þar sem að bætt væri inn í við- skiptafræðina þekkingu í matvælafræði og tækni. Þá talaði hann einnig um að Háskólinn á Bifröst væri umsjónar- aðili með rekstri tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvestur- kjördæmi sem vonandi mun marka spor í símenntunarstarfið á Bifröst. Rektor sagðist hafa mikinn áhuga á að skólinn settir upp sérstaka sýningu um íslenskt atvinnulíf. Hugmyndin væri að kynna nútíma atvinnulíf á Íslandi, nýta húsnæði skólans fyrir sýninguna og laða gesti og gangandi inn á staðinn. Sagði hann að nemendur fái hlutverk við að búa til efnið á sýningunni og að hún verði stór þáttur í kynningu og markaðssetningu skólans. Mun fleiri mál eru í gangi sem eiga að gera skólann að ennþá betri kosti fyrir nemendur. Sagði Vilhjálmur að þau sem væru nú í forystusveit skólans ætluðu sér hvergi að slaka á í metnaði sínum fyrir skól- ans hönd. Þau gerðu miklar kröfur til þeirra sjálfra og vissu að á þeim byggir góður árangur í skólastarfinu. Útskrift frá bifröst 14. september sl. Kirkjan á staðarstað. Í kaþólskum sið var á staðarstað kirkja helguð maríu guðsmóður. Núverandi kirkja er steinkirkja, reist á árunum 1942-1945, með forkirkju og turni og tekur um 100 manns í sæti. Líklegast er staðastaður einn sögufrægasti bær á snæfellsnesi. Þar er t. d. talið að Ari fróði, faðir íslenskrar sagnaritunar, hafi búið og er þar minnisvarði um hann eftir ragnar Kjartansson myndhöggvara og var minnisvarðinn afhjúpaður þann 22. ágúst 1981. Niðjar Ara áttu heima á staðarstað og höfðu þar mannaforráð. Horft til austurs frá Fróðárheiði yfir hluta prestakallsins. Horft að altarinu í staðarstaðakirkju.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.