Vesturland - 26.09.2013, Blaðsíða 2

Vesturland - 26.09.2013, Blaðsíða 2
2 26. september 2013 Byggðastofnun greiðir 170 milljónir króna í flutningsjöfn­ unarstyrki - rúmlega 20 milljónir króna til Norðurlands vestra, eða um 12% Greiddar hafa verið tæplega 170 milljónir króna í svo-kallaðan flutningsjöfnunar- styrk á þessu ári. Markmiðið er að styðja framleiðsluiðnað og atvinnu- uppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna kostnað framleiðenda við flutning á vörum sínum. Þetta á við þá sem eru með framleiðslu og lögheimili fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa af þeim sökum við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur sem eru nær mark- aðinum. Opnað var fyrir rafrænar umsóknir í mars en umsóknarfrestur er til 31. mars ár hvert fyrir síðast- liðið almanaksár. Á þessu ári bár- ust umsóknir frá 63 aðilum vegna kostnaðar við flutning á árinu 2012. Samþykktar umsóknir voru 58 en 8 var synjað. Fyrirtæki á Norðurlandi eystra fengu mest í sinn hlut, eða rétt tæp- lega 100 milljónir króna. Vestfirðir komu þar næst með tæplega 40 millj- ónir króna og Norðurland vestra með rúmlega 20 milljónir króna. Fyrir- tæki á Suðurnesjum fengu minnst, eða 243 þúsund krónur. Byggðastofnun hóf vinnu í jan- úar við umsóknarferil flutningsjöfn- unarstyrkja samkvæmt lögum nr. 160/2011 um svæðisbundna flutn- ingsjöfnun. Er þetta í fyrsta skiptið sem slíkir styrkir eru veittir á Íslandi og var því undirbúningur og kynning á umsóknaferlinu mikill. skipting kökunnar milli landshluta. Hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi -tilraunaverkefni sem byrjar vel Tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvestur-kjördæmi fer vel af stað. Verk- efnið er liður í átaki til þess að hækka menntunarstig í íslensku atvinnulífi og eitt af nokkrum verkefnum sem sett voru af stað í framhaldi af kjara- samningum aðila vinnumarkaðarins í maí 2011. Í sumar hafa 12 starfsmen á vegum verkefnisins farið vítt og breytt um kjördæmið og tekið viðtöl við um 700 stjórnendur og starfsmenn fyr- irtækja og stofnana. Megintilgangur viðtalanna er að kanna þörf einstak- linga og atvinnulífs fyrir menntun. 100 viðtöl hafa verið tekin við starfsfólk af erlendum uppruna. Verkefnið nýtur mikils velvilja og hefur starfsfólk alls staðar fengið góðar móttökur. Viðtölum lauk í í byrjun septem- ber en bráðbirgðaniðurstöður voru kynntar á fundi verkefnastjórnar sem fram fór á Ísafirði föstudaginn 23. ágúst sl. Í verkefnastjórninni sitja fulltrúar atvinnulífs, stéttar-félaga, sveitarfélaga og skóla- og fræðslustofnana í Norð- vesturkjördæmi. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, er formaður verkefnastjórnar en skólinn annast jafnframt umsýslu um verkefnið. Spurningar sem snúa að áhuga og aðgengi að námi, hvatningu og hindr- unum Bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að skortur er á iðnmenntuðu fólki í kjördæminu og að þörf er á námi tengdu sjávarútvegi, matvælafram- leiðslu og þjónustu. Algengasta ástæða þess að fólk hættir námi er áhugaleysi, fjárhagsaðstæður og fjölskylduað- stæður. Í viðtölum við erlent starfsfólk kemur m. a. í ljós að meirihluti þeirra hyggst búa áfram á Íslandi næstu 5 árin og að íslenskukunnáttu þeirra er ábóta- vant. Skoðanakönnun á meðal fyrir- tækja í kjördæminu hefur verið unnin um þörf fyrir menntun, heppilegasta námsfyrirkomulag og fleira sem snýr að eflingu menntunar í atvinnulífinu. Á næstunni fer af stað könnun á meðal einstaklinga í Norðvesturkjördæmi sem byggir áþjóðskrárúrtaki. Leitað verður svara við ýmsum spurningum sem snúa að áhuga og aðgengi að námi, hvatningu og hindrunum. Ítarlegar niðurstöður viðtala og kannana verða kynntar í lok septem- ber. Þá verða einnig kynntar tillögur um verkefni og aðgerðir sem byggja á umræddum niðurstöðum. Verkefnastjórnin kom saman á Ísafirði. Kvöldsólin getur verið ógnarfögur þegar hún gægist yfir trjátoppanna skömmu áður en hún hverfur bar við ystu sjónarrönd.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.