Vesturland - 26.09.2013, Blaðsíða 6

Vesturland - 26.09.2013, Blaðsíða 6
6 26. september 2013 Bifröst í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem nefnist „Law Without Walls“ Háskólinn á Bifröst tekur þátt í alþjóðlegu samstarfsverk-efni sem nefnist „Law Wit- hout Walls. “ Margir virtustu háskólar heims taka þátt í þessu alþjóðlega sam- starfsverkefni. Þar má nefna lagadeildir Harvard, Stanford, New York Uni- versity, Fordham, IE Business School, University College London, University of Sydney og Peking University. Ver- kefnið er skipulagt af lagadeild Uni- versity of Miami. Aðeins 21 háskóli hefur fengið þátttökurétt. Verkefnið er metnaðarfullt sam- starfsverkefni bestu lagadeilda í heimi. Markmið þess er að bregðast við breyttri stöðu lögfræðinga á at- vinnumarkaði og umbylta þekktum að- ferðum við lögfræðikennslu. Verkefnið miðar að því að laganemar fái víðari sýn á fræðin og nýti menntun sína í auknum mæli til nýsköpunar. Þátttak- endur vinna saman í litlum hópum að þróunarverkefnum á sviði lögfræði og viðskipta. Hópurinn fundar viku- lega á netinu þar sem notast er við Google+ og Adobe Connect. Þá eru sóttir vinnufundir tvisvar á ári bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Umsjónar- maður verkefnisins hjá Háskólanum á Bifröst er Helga Kristín Auðunsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs. Stefna Bifrastar framsækin Helga Kristín Auðunsdóttir sviðsstjóri lögfræðisviðs hefur þetta að segja um samstarfið: „Við fögnum því að fá að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Helga Kristín Auðunsdóttir. „Bifröst er eini háskólinn á Íslandi sem kennir við- skiptalögfræði og það er ánægjulegt að margar virtustu lagadeildir heims skuli horfa í sömu átt með þátttöku sinni í . . LawWithoutWalls. “ Það staðfestir að stefna Bifrastar hefur verið fram- sækin og þjónar bæði nemendum og atvinnulífi. „ Vilhjálmur Egilsson rektor segist spenntur fyrir þessu samstarfi. Verkefnið LawWithoutWalls gefi nem- endum tækifæri til skerpa framtíðar- sýnina og nýta betur þá möguleika sem viðskiptalaganám bjóði upp á. Þá er alþjóðasamstarf af þessu tagi mik- ilvægt fyrir Háskólann á Bifröst til að þróa kennsluhætti og standa áfram í fremstu röð. Lögfræðidagur Lögfræðidagur Háskólans á Bifröst var haldinn föstudaginn 6. september sl. á Bifröst þar sem saman komu nú- verandi og útskrifaðir nemendur úr viðskiptalögfræði ásamt kennurum á lögfræðisviði á Bifröst. Dagskráin var með glæsilegasta móti, þar sem fræðileg erindi voru í bland við hugarflugsfundi um námið og tengsl eftir útskrift. Þau sem héldu erindi voru m. a. Einar Karl Hallvarðsson Ríkislögmaður og dós- ent við Háskólann á Bifröst, Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður og stundakennari á Bifröst ásamt Runólfi Ágústssyni fyrrverandi rektor. Það kom skýrt fram á fundinum að viðskiptalögfræðin sem námsgrein hefur sannað sig á þeim 12 árum sem boðið hefur verið uppá það nám á Bif- röst. Viðskiptalögfræðingar útskrifaðir frá skólanum starfa víða í atvinnulífinu og sinna fjölbreyttum störfum. Voru þátttakendur sammála um að sú blanda af lögfræðifögum og viðskiptafögum sé ákjósanleg sérhæfing í störfum lög- fræðinga í dag. Þær kennsluaðferðir sem viðhafðar eru á Bifröst eru á margan hátt óhefðbundnar og ólíkar kennsluháttum í öðrum háskólum hérlendis. Mikil samstaða var í hópnum um gæði námsins og hversu vel kennslu- aðferðirnar nýtist við störf lögfræðinga þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Þá var einróma álit þátttakenda að halda í þá sérstöðu sem viðskiptalögfræðin á Bifröst hefur skapað sér og bjóða þannig uppá annað lögfræðinám en hið hefðbundna. Háskólinn á Bifröst er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á þetta nám hérlendis en margir skólar erlendis bjóða uppá svipað nám. Þá má geta þess að Háskólinn á Bifröst var valinn í alþjóðlegan hóp háskóla til að bregðast við breyttri stöðu lögfræðinga á atvinnumarkaði í heiminum. Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri Auðlindadeild þátttakandi í Vís- indavöku RANNÍS í Háskólabíói Vísindavaka er árlegur við-burður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vís- indamenn sem stunda rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra. Öll fjölskyldan finnur eitthvað við sitt hæfi á Vísindavöku, en hún er haldin samtímis um alla Evrópu síðasta föstudag í september til heiðurs evrópskum vísindamönnum. Í aðdraganda Vísindavöku er hellt upp á nokkur Vísindakaffi. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi en hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, ný- sköpun, menntun og menningu. Rannís er náinn samstarfsaðili Vís- inda- og tækniráðs og veitir fag- lega aðstoð við framkvæmd stefnu þess. Rannís stuðlar að þróun þekkingarsamfélagsins með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynn- ingu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum auk þess að að greina og kynna áhrif rannsókna, ný- sköpunar, menntunar og menningar á þjóðarhag. Vsindavaka 2013 verður haldin á morgun, föstudaginn 27. september í Háskólabíói og hefst kl. 17.00. Albína Hulda Pálsdóttir, dýrabeinafornleifa- fræðingur, og Hrannar Smári Hilm- arson, meistaranemi, verða fulltrúar Landbúnaðarháskóla Íslands á Vís- indavöku. Albína mun kynna rann- sóknir Auðlindadeildar LbhÍ á upp- runa íslensku húsdýrastofnanna með fornDNA og dýrabeinafornleifafræði sem nú er unnið að. Hægt verður að skoða hauskúpur úr nautgripum, kindum og hestum og börnin geta spreytt sig á fornleifauppgreftri. Hrannar ætlar að einangra erfða- efni (DNA) úr jarðarberjum. Til verksins verða notaðir einföld hrá- efni sem finna má á hverju heimili. Aðferðin er hættulaus en nokkur saklaus jarðarber munu fórna sér í þágu vísindanna. DNA sameindina er að finna í öllum frumum og er hún hættulaus. Aðferðin sem er beitt í þessu tilfelli gerir erfðaefnið, DNA sameindina, sýnilegt og áþreifanlegt. Einangrun erfðaefnis er mikilvægt ferli og fyrsta skrefið í öllum sam- eindaerfðarannsóknum. Helga Kristín Auðunsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs. Þórdís sif sigurðardóttir, Unnar steinn bjarndal, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, Ástráður Haraldsson og einar Karl Hallvarðs- son eru allt kennarar á lögfræðisviði Háskólans á bifröst. Gestir geta kynnt sér hauskúpur íslenskra húsdýra og spreytt sig í fornleifauppgreftri. myndefnið eru hundshauskúpur frá fornleifarann- sókninni á Alþingisreit. Mynd: Brynja Guðmundsdóttir Gistihús Keavíkur (Bed&Breakfast Keavik Airport) Valhallarbraut 761 - 235 Reykjanesbæ Sími 426 5000 - gistihus@internet.is Frítt - Geymsla á bíl Frítt - Ferðir til og frá ugvelli Frítt - Þráðlaust internet Stór og þægileg herbergi Morgunmatur innifalinn Gervihnattasjónvarp Baðherbergi í öllum herbergjum Ódýr bílaþrif frá 1 til 6 manna herbergi Ertu að fara til útlanda? Afhverju ekki að losna við stress og læti og gista hjá okkur nóttina fyrir eða eftir ug? Við geymum bílinn fyrir þig frítt, skutlum þér á ugvöllinn og sækjum þig aftur. Oft er það ódýrara en bílageymslugjaldið á Leifsstöð. Hafðu endilega samband... www.bbkeavik.com Auglýsingasíminn er 578 1190 - Netfang: auglysingar@fotspor.is.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.