Vesturland - 24.10.2013, Blaðsíða 1

Vesturland - 24.10.2013, Blaðsíða 1
24. október 2013 10. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Kór Stykkishólmskirkju á kórahátíð í Hörpu Kór Stykkishólmskirkju tók þátt í Kórahátíð í Hörpu um sl. helgi í tilefni af 75 ára afmæli Landssam- bands blandaðra kóra. Þar komu fram 25 kórar á laugardeginum hver í sínu lagi en síðan var sameinast í hátíðartónleikum í Eldborg á sunnudeginum. Íslenskt tón- listalíf er einstakt, en í dag starfa nær 100 blandaðir kórar víðs vegar um landið, um 30 kvennakórar og álíka margir karlakórar. Það er mikil góska sem sér enga hliðstæðu sé miðað við hana margnefndu höfðatölu. Tónlistarlíf hefur alltaf verið öflugt í Stykkishólmi, og þar starfar tónlistarskóli sem verður 50 ára á næsta ári. Auk þess má nefna Lúðrasveit Stykkishólms sem verður 70 ára á næsta ári. Kórstarfið er hluti af bæjarlínu í Hólminum því auk Kórs Stykkishólmskirkju starfar þar Karlakórinn Kári sem stofnaður var fyrir nokkrum árum. kór Stykkishólmskirkju að syngja í Höpuhorni undir stjórn Petö Lászio. Þar söng kórinn m. a. ,,Vorvísur til breiðafjarðar” sem hrein unun var á að hlusta. Auk þess söng kórinn lögin Mánaskin, Í Flatey, bæn og eigi stjörnum ofar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.