Vesturland - 24.10.2013, Blaðsíða 2

Vesturland - 24.10.2013, Blaðsíða 2
2 24. október 2013 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Flottur haustfatnaður fyrir flottar konur St. 38-58 Frétt um rusl að Ytri-Knarrartungu ekki að frumkvæði Snæfellsbæjar Í sumar birtist frétt um það í VEST-URLANDI að athugasemdir hefðu verið gerðar vegna mikils járnarusls við bæinn Ytri-Knarrar- tungu og að ábúendur hefðu neitað allri aðstoð við hreinsun. Ritstjóri VESTURLANDS hringdi á skrif- stofur Snæfellsbæjar og leitaði staðfestingar á frétt sem hafði birst í öðrum fjölmiðli og taldi sig hafa fengið staðfestingu á fréttinni en því miður láðst að taka niður nafn þess sem við mig talaði. Fréttin virðist vera algjörlega úr lausu lofti gripin og eru þau Birna Guðmundsdóttir og Guðmundur Alfreðsson, ábúendur að Ytri-Knarrartungu, beðin afsök- unar á því. Á meðfylgjandi mynd er svarbréf bæjarstjóra Snæfellsbæjar, Kristins Jónassonar til ábúendanna vegna fyrirspurnar þeirra.. Viðurkenningar fyrir stjórnun klasa á Íslandi Á ráðstefnu á vegum Rannís, sem haldin var 3. október sl. , hlutu níu íslenskir klasar sk. bronsviðurkenningu fyrir stjórnun klasa. Það eru evrópsku samtökin European Cluster Excellence Initiative (ECEI) sem veita verðlaunin en Rannís veitir vottunina hér á landi. Klasarnir sem fengu viðurkenn- inguna eru Air 66, flug og ferðamál; Álklasinn, álframleiðsla og vinnsla; Edda – öndvegissetur, rannsóknasetur í gagnrýnum samtímarannsóknum; GEORG, jarðhitarannsóknir; Icelandic Geothermal Cluster, málefni jarðvarma í víðu samhengi; Katla Geopark, ferða- og atvinnumál; Ríki Vatnajökuls, at- vinnumál og menningarþróun á svæði Vatnajökuls; Sjávarklasinn, fiskveiðar og vinnsla og Vitvélasetur Íslands, rannsóknir í upplýsingatækni og gerfi- greind. Klasahugtakið er ekki alveg nýtt á nálinni, enda má segja að klasar séu nánast náttúruleg fyrirbæri í at- vinnulífinu. Klasastarf á Íslandi fer vaxandi og má finna dæmi um klasa í flestum atvinnugreinum um allt land. Þegar aðilar sem vinna að framþróun atvinnugreina stilla saman strengi sína, svo sem fyrirtæki í greininni, stuðningsaðilar og opinberir aðilar, myndast ákveðin skilvirkni og afköst aukast. Kostir þess að sameina krafta fyrirtækja í vissum greinum eru meðal annars þeir að rannsóknastarf og þróun afurða er líklegri til að skila árangri ef fleiri sameina krafta sína. Í rannsókninni kom fram að klasastjórnun á Íslandi er í jákvæðum farvegi. Stjórnun klasa og aðgengi klasastjóra að starfsfólki með við- eigandi færni eru til fyrirmyndar og tengsl í góðum farvegi. Þótt fjár- mögnun sé ákveðið vandamál hefur þessum klösum jafnan tekist að fjár- magna starf sitt og tryggja þeim fé fram í tímann. Stefnumótun klasastjóra á Íslandi er almennt góð, en auka þyrfti þarf símenntun starfsmanna og að auka vitund almennings á starfi klasa. Fulltrúar klasanna níu, sem hlutu viðurkenninguna á ráðstefnu 3. október sl. F. v. : Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Hallgrímur Jónasson forstöðumaður rannís, runólfur Smári Steinþórsson prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Arnheiður Jóhannesdóttir frá Air66, Irma erlíngsdóttir frá eDDU öndvegis- setri, Hákon Gunnarsson frá Icelandic Geothermal Cluster, Steingerður Hreinsdóttir frá katla Geopark, Pétur blöndal frá Álklasanum, Haukur Már Gestsson frá Sjávarklasanum, J. Deon Garret frá Vitvélasetri Íslands, Davíð kjartansson frá ríki Vatnajökuls og Hjalti Páll Ingólfsson frá GeorG. Vinna hafin við skóla- stefnu Grundarfjarðar Hafin er vinna við gerð skóla-stefnu Grundarfjarðarbæjar. En hvað er skólastefna og til hvers er hún? Í stuttu máli er skólastefna leiðarvísir um skólastarf í sveitarfélaginu. Í skólastefnu eru dregnar fram þær áherslur í skóla- málum sem íbúar koma sér saman um. Skólastefna er grundvöllur fyrir ákvarðanatöku og skýrir hvaða leiðir á að fara til að ná áætluðum árangri. Jafnframt er leitast við að skýra þau grunngildi sem aðilar skólasamfé- lagsins vilja að skólarnir standi fyrir og einkenni störf þeirra. Skólastefna markar framtíðarsýn í skólamálum og skiptir allt samfélagið máli. Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri í Grundarfirði, segir að skólarnir séu mikilvægustu stofnanir samfélagsins og jafnframt fer stærstur hluti fjár- muna sveitarfélaga til reksturs skóla. Nauðsynlegt er að skólarnir séu í stöðugri þróun í takt við breytingar í samfélaginu. Það er því áríðandi að vera með skýra stefnu um hvernig eigi að forngangsraða verkefnum. Til að hægt sé að meta árangur á raunhæfan hátt er mikilvægt að hafa skýra stefnu og markmið. ,,Stýrihópur hefur verið stofnaður um verkefnið og hefur honum verið falið að taka að sér yfirumsjón með vinnunni. Í hópnum eru Aðalsteinn Þorvaldsson sóknarprestur, Anna Bergsdóttir skólastjóri Grunnskól- ans, Ásthildur E. Erlingsdóttir for- maður skólanefndar, sem jafnframt er formaður hópsins, Matthildur S. Guðmundsdóttir leikskólastjóri og Sigríður G. Arnardóttir fulltrúi í skólanefnd. Áður hafði Gunnar Kristjánsson verið ráðinn verkefn- isstjóri. Þriðjudaginn 8. október sl. var haldinn umræðu- og hugarflugs- fundur með foreldrum barna í leik- skóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Síðar verður fundur með starfsfólki skólanna og síðar verður öllum íbúum gefinn kostur á að leggja fram sínar áherslur. Gert er ráð fyrir því að vinnu við gerð skólastefnu ljúki í vor,” segir Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri. Grundarfjörður.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.