Vesturland - 24.10.2013, Blaðsíða 6

Vesturland - 24.10.2013, Blaðsíða 6
6 24. október 2013 » DIESELSTILLINGAR » VARAHLUTAÞJÓNUSTA » SÖLU- OG MARKAÐSDEILD » TÚRBÍNUVIÐGERÐIR OG SALA Við flytjum að Dvergshöfða 27 Við höfum þjónað íslenskum sjávarútvegi í áratugi Vesturhraun 1 - 210 Garðabæ Sími 535 5850 - framtak.is Bás G40 Norðurál á Grundartanga: Öruggt atferli felst í því að framkvæma störf á öruggan hátt Öruggt atferli nefnist vinnulag sem hefur verið innleitt hjá Norðuráli á Grundatanga. Það felst í því að starfshópar setja sér sjálfir markmið um að framkvæma tiltekin störf á sérlega öruggan hátt. Fylgst er með því innan hópsins hversu vel gengur og allir leggjast á sveif með að sýna at- ferlið sem oftast þar til það er orðin að vana. Lokamarkmiðið er 100% árangur í a. m. k. 21 dag. Þegar hverju markmiði er náð er því sérstaklega fagnað. Vaskir starfsmenn Norðuráls sem vafalaust hafa skipað sér í einn starfshópinn. Norðurál aðalstyrktaraðili Skallagríms Ungmennafélagið Skalla-grímur og Norðurál hafa samið um stuðn- ing við íþróttastarf innan vé- banda körfuknattleiksdeildar og knattspyrnudeildar Skallagríms næstu þrjú árin. Um 130 einstak- lingar á öllum aldri æfa körfubolta á vegum félagsins og ámóta fjöldi stundar þar knattspyrnu. Að sögn Ágústar Hafberg hjá Norðuráli, er það starfsfólki fyrirtækisins ánægju- efni að leggja sitt af mörkum til starf- semi Skallagríms. „Bæði starfsfólk og verktakar úr Borgarbyggð starfa fyrir Norðurál og það samræmist stefnu fyrirtækisins að styðja við félagsstarf í nágrannabyggðum sem bætir mannlíf og eflir,“ segir Ágúst. „Þessi samningur við Norðurál skiptir starfsemi okkar miklu máli og styrkir alla okkar innviði,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms. Hann segir styrkinn verða nýttan til að efla barna- og unglingastarf, og jafnframt til að standa við bakið á úrvalsdeildarliðinu í baráttu bestu körfuknattleiksliða lands- ins. „Einnig erum við með fjölsótt barnamót ár hvert sem Norðurál styrkir. Það er hverju félagi dýrmætt að hafa öfluga bakhjarla og Norð- urál er einn okkar helsti bakhjarl í körfuboltanum í Borgarnesi og Borgarbyggð. “ Í sama streng tekur Ívar Örn Reyn- isson, formaður knattspyrnudeildar Skallagríms. „Við höfum smám saman verið að efla starf deildarinnar og auka gæði og umfang þjálfunar, sérstak- lega í yngri flokkunum. Fjárhags- legur stöðugleiki er sá grunnur sem framfarir í íþróttastarfi grundvallast á enda er öllum ljóst sambandið milli árangurs og öflugra bakhjarla. “ Frá undirritun styrktarsamnings. Fremri röð: björn bjarki Þorsteinsson, Ágúst Hafberg og Ívar Örn reynisson. Aftari röð: Sumarliði Páll Sigurbergsson knattspyrnumaður og Sigurbjörg rós Sigurðardóttir, körfuknattleikskona. Íslandsmeistaramót í rúningi 2013 - fer fram í Búðardal næsta laugardag Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu stendur sem fyrr fyrir Íslands-meistaramótinu í rúningi fyrsta vetrardag, laugardaginn 26. október nk. Keppnin hefst kl 14.00 í reiðhöllinni í Búðardal. Vegleg verð- laun eru í boði og ekki síður virðuleg nafnbót. Er þetta í sjötta skiptið sem keppt er um Íslandsmeistartitilinn í rúningi. Núverandi Íslandsmeistari er Jóhann Hólm Ríkarðsson í Gröf í Laxárdal. Árið 2011 sigraði Hafliði Sævarsson í Fossárdal í Berufirði og Julio Cesar Gutierrez á Hávars- stöðum í Leirársveit var Íslandsmeist- ari 2008-2010. rúningur gengur betur þegar margar hendur hjálpast að. Norðurál semur við VHE Norðurál og VHE hafa gert með sér samning sem felur í sér að VHE tekur að sér að sérhanna vélar og búnað fyrir skautsmiðju Norðuráls. „Um er að ræða einn lið í fimm ára fjárfestingar- verkefni Norðuráls á Grundartanga þar sem markmiðið er að auka framleiðni, bæta rekstraröryggi og auka framleiðslu um allt að 50 þús- und tonn af áli á ári. Heildarkostn- aður við verkefnið verður á annan tug milljarða íslenskra króna. Auk umfangsmikillar endurnýjunar í skautsmiðju í samvinnu við VHE eru stærstu verkþættirnir stækkun aðveitustöðvar og notkun stærri rafskauta,“ segir Gunnar Guðlaugs- son, framkvæmdastjóri Norðuráls á Grundartanga. VHE hefur í áratugi hannað, smíðað og þjónustað búnað fyrir stóriðju á Íslandi og erlendis. Þannig er búnaður sem hannaður hefur verið af VHE notaður í álverum í um 30 löndum. „Við erum afar stolt af því að Norðurál hafi valið okkur sem samstarfsaðila. Það er mikil viðurkenning fyrir starfsfólk okkar að finna það traust sem því er sýnt með þessu verkefni og ekki síður mikilvægt fyrir félagið í heild um leið og við erum að markaðssetja okkur víðar en á Íslandi. Við höfum áður hannað, smíðað og sett upp vélar fyrir Norðurál og samstarfið hefur verið mjög farsælt og við hlökkum til að takast á við ný verkefni fyrir Norð- urál,“ segir Unnar Steinn Hjaltason, framkvæmdastjóri VHE.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.