Vesturland - 24.10.2013, Blaðsíða 10

Vesturland - 24.10.2013, Blaðsíða 10
ÞAÐ ER EINFALT AÐ PANTA DEKK Á NETINU Velur stærðina í leitarvélinni: Færð þá lista yr þau dekk sem eru til í viðkomandi stærð. Velur dekkin sem þú hefur áhuga á og velur . Gengur frá greiðslu og við sendum dekkin til þín. Einfalt og þægilegt. á dekkjahollin.is AKUREYRI Draupnisgötu 5 462 3002 EGILSSTAÐIR Þverklettum 1 471 2002 REYKJAVÍK Skeifunni 5 581 3002 REYKJAVÍK Skútuvogi 12 581 3022 10 24. október 2013 Makrílveiðar Íslendinga auknar verulega á næsta ári Ráðgjöf fyrir heildarveiði í makríl á næsta ári hefur verið aukin um 65% frá síðasta ári, eða úr 542 þúsund tonnum í 895 þús- und tonn. Gefur það tilefni til aukins veiðimagns af Íslands hálfu. Í raun er sú tala,895 þúsund tonn, meðaltals heildarveiði á makríl síðustu þriggja ára og byggir því ráðgjöfin einungis á veiðitölum. Þar með er viðurkennd sú staðreynd sem við Íslendingar höfum haldið fram að makrílstofninn sé og hafi verið í mjög örum vexti í mörg ár og allt tal um ofveiði og ósjálfbærar veiðar verið rökleysan ein. Öll rök okkar orðin sterkari. Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir að þetta þýði jafnframt að hót- anir ESB um viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir vegna offveiði á makríl styðjast ekki við neinar raunverulegar forsendur aðrar en yfirgang og drottn- unargirni framkvæmdastjórnar ESB. ,,Ég kynntist því sem ráðherra að ESB hefur í raun engan áhuga á að rannsaka magn eða útbreiðslu mak- ríls heldur að fá að deila og drottna í makrílveiðum á Norður- Atlants- hafi. Meðan meðan ESB löndin héldu því fram að enginn makríll væri við Íslandsstrendur þá fylltust firðir og víkur af makríl kringum allt land. Þess vegna beitti ég mér sem ráðherra fyrir auknum rannsóknum á makríl í sam- starfi við Færeyinga, Norðmenn og Grænlendinga. ESB hafnaði hinsvegar samstarfi um þær rannsóknir. Þar á bæ töldu menn sig væntanlega vita allt um það mál og þyrfti ekki rann- sókna við. ” Stækkun makrílstofnsins og sókn hans norður er fyrst og fremst í ætisleit og að nema nýjar lendur og bússvæði. Stofninn stækkar að sama skapi. Breytt hitastig sjávar og fæðuframboð hvetur hann vestur og norður og nú allt upp með Grænlandsströndum. Sérstaða okkar hefur verið sú að nánast allur makríll Íslendinga er veiddur innan íslensku efnahagslögsögunnar. Það er mikið hagsmunamál að Ísland haldi rétti sínum og ekki lægri hlutdeild í heildarveiðimagni en við höfum haft undanfarin ár,” segir Jón Bjarnason. Nú þegar veiðiheimildir í mak- ríl hafa verið auknar er eðlilegt að hlutdeild Íslendinga í veiðinni fylgi þeim breytingum. Makrílstofninn er í örum vexti og því viðbúið að veitt verði meir en ráðgjöfin segir til um eins og reyndin hefur verið undanfarin ár. Enda bygggir ráðgjöfin á veiðitölum. ,, Við gætum þess vegna þurft að auka okkar makrílkvóta enn frekar vegna stækkunar stofnsins til að halda óbreyttri hlutdeild af heildar- veiðimagni. Hér eru gríðarmiklir hags- munir í húfi og skiptir máli að íslensk stjórnvöld standi vel í lappirnar og verji stöðu og rétt Íslendinga í mak- rílveiðunum.” Makríll. Sextán umsóknir bárust um viðbótaraflamark Alls bárust 16 umsóknir um 1.800 þorskígildistonna aflaheimildir sem Alþingi fól Byggðastofnun að úthluta til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Byggðastofnun auglýsti eftir samstarfs- aðilum um nýtingu viðbótaraflaheim- ildanna og rann frestur til að skila umsóknum út á hádegi, mánudaginn 7. október sl. Markmið verkefnisins er að auka byggðafestu í þeim sjáv- arbyggðum sem standa frammi fyrir alvarlegum og bráðum vanda vegna skorts á aflaheimildum eða óstöð- ugleika í sjávarútvegi, eru háðastar sjávarútvegi og eiga minnsta möguleika á annarri atvinnuuppbyggingu og eru fámennar, fjarri stærri byggðakjörnum og utan fjölbreyttra vinnusóknarsvæða. Í því skyni var stefnt að uppbyggingu í sjávarútvegi sem:  skapaði eða viðhéldi sem flestum heilsársstörfum fyrir bæði konur og karla við veiðar, vinnslu og af- leidda starfsemi í viðkomandi sjáv- arbyggðum,  stuðlaði að sem öflugastri starfsemi í sjávarútvegi til lengri tíma og drægi sem mest úr óvissu um framtíð sjáv- arbyggðanna. Stefnt er að því að niðurstöður liggi fyrir í byrjun nóvembermánaðar. Alþjóðlegi beinverndardagurinn: Kúabændur gáfu Beinvernd færanlegan beinþéttimæli Í tilefni alþjóðlega beinverndar-dagsins undirrituðu fulltrúar frá Beinvernd og Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins nýjan samstarfs- samning til tveggja ára við hátíðlega athöfn á tilraunastöðinni að Stóra Ár- móti í Flóahreppi. Fyrsti samstarfs- samningur sem gerður var á milli þessar aðila var undirritaður þann 20. október 1999. Íslenskir kúabændur hafa einnig ákveðið að gefa Beinvernd nýjan færanlegan beinþéttnimæli (ómtæki) að gjöf sem áætlað er að nýta í samstarfi við heilsugæsluna í landinu. Þessi gjöf mun efla til muna forvarnarstarf gegn beinþynningu á landsvísu því mikilvægt er að greina sjúkdóminn í tíma. Helstu forvarnir gegn beinþynningu sem tengist lífs- háttum eru kalk, D-vítamín og hreyf- ing. Beinþynning er sjúkdómur í beinum sem veldur því að beinmass- inn minnkar og misröðun verður í innri byggingu beinsins sem leiðir til aukinnar hættu á beinbrotum. Beinþynning verður þegar bein- magnið minnkar hraðar en lík- aminn endurnýjar það. Flest brot af völdum beinþynningar verða á framhandlegg, upphandlegg mjöðm og hryggjarliðum og getur valdið miklum verkjum, verulegri hömlun og jafnvel dauða. Hér á landi verða á milli 1400 og 1500 beinbrot vegna beinþynningar á ári eða um þrjú til fjögur beinbrot á dag. Við miðjan aldur mun ein af hverjum þremur konum og einn af hverjum fimm körlum brotna af völdum beinþynn- ingar síðar á ævinni en áhættan eykst með auknum aldri. beinþynning getur leitt til beinbrots.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.