Reykjanes - 24.04.2013, Side 6

Reykjanes - 24.04.2013, Side 6
6 24. apríl 2013 aF hVerju Xb Á laugardag göngum við Ís-lendingar til Alþingiskosninga. Kosningarnar nú eru sennilega þær mikilvægustu í langan tíma ef ekki þær mikilvægustu. Ástæðan er sú að nú fer hver að verða síðastur að taka á af- leiðingum hrunsins. Síðasta kjörtímabil var ekki nýtt til að leiðrétt lán heimil- inna né heldur að koma atvinnulífinu í gang. Á næsta kjörtímabili er mikil- vægast að taka strax á þessum málum. Framsóknarflokkurinn ætlar að leiðrétta stökkbreytt lán heimilanna og afnema verðtryggingu á neytendalán. Heimilin eru að mati okkar Framsóknarmanna undirstaða, atvinnulífsins, efnahags- ins og samfélagsins. Án þess að taka á þeirra vanda eru allar aðrar aðgerðir tilgangslitlar ef fólk heldur áfram að missa heimili sín og flytjast erlendis. Afnámið Afnámið verður að framkvæma þannig að fólk með verðtryggð lán geti skipt yfir í óverðtryggð, lántakendum bjóðist stöðugir vextir, áhætta skiptist milli lán- veitenda og lántaka þannig að áættunni sé skipt eðlilega. Það er eðlilegt að þeir sem taka lán til að kaupa sér íbúð njóti meiri verndar en fjárfestarnir sem lána, fram til þessa hefur því verið öfugt farið. Lögmálið um framboð og eftirspurn þarf að virka neytendum í hag, þ. e. ekki verði hægt að krefjast hærri vaxta en fólk getur staðið undir með því að fela raunverulegan kostnað lánanna. Leiðréttingin Leiðréttingin snýst um hinn svo kallaða forsendubrest, þ. e. afleiðingar hinnar ófyrirsjáanlegu verðbólgu sem kom til vegna starfshátta bankanna. Allir viðurkenna nú að það sé til svigrúm við uppgjör við kröfuhafa bankanna- við vogunar- og hrægammasjóðina sem fengu kröfurnar á hrakvirði en hafa innheimt 100% af heimilum landsins. Framsóknarmenn telja það sanngirnis- mál að hluti af þeim fjármunum renni aftur til heimilanna með leiðréttingu verðtryggðra lána. Flýta þarf dómsmál- um er lúta að lögmæti verðtryggingar- innar. Grundvallaratriðið er að leiðrétta það tjón sem heimilin hafa tekið á sig vegna verðtryggðra lána. Uppbygging atvinnulífsins Samhliða aðgerðum í efnahags- og skuldamálum heimila er nauðsynlegt að snúa við þeirri stöðnun sem verið hefur í fjárfestingu og hagvexti síðustu ára. Við Framsóknarmenn munum skapa stöðugleika bæði pólitískan sem og efnahagslegan. Það gerum við með því m. a. að vera jákvæð gagnvart allri atvinnusköpun – jafnt nýsköpun í sprotafyrirtækjum en ekki síður í okkar hefðbundnu atvinnugreinum. Það er auðveldara að fjölga hratt störfum hjá minni og meðalstórum fyrirtækjum en nýjum. Við munum einfalda skattkerf- ið, lækka almenna tryggingargjaldið og skapa ramma fyrir vöxt fyrirtækjanna. Á Suðurnesjum eru mörg tækifæri sem munu blómstra fái þau rétta umhverfið til þess. Eimreið ferðaþjónustunnar, Leifsstöð, mun draga stóran vagn í ferðaþjónustunni. Við munum gera það sem við getum til að álverið rísi í Helguvík og að HS-Orka geti staðið við sínar skuldbindingar. Við skulum horfa björtum augum til atvinnuupp- byggingar hér á Suðurnesjum. Forgangsmál Heilbrigðiskerfið er hrunið–við vilj- um byggja grunnþjónustuna upp um land allt og endurskoða 80-100 millj- arða fjárfestingu í nýjum Landspítala. Við viljum efla löggæsluna–sérstak- lega á landsbyggðinni og sérstaklega á Suðurnesjum. Þá ætlum við að leiðrétta niðurskurð á kjörum aldraðra og ör- yrkja sem staðið hefur frá 2009. Með því að kjósa Framsókn tryggir þú að tekið verði af sömu staðfestu á skuldamálum heimila og við gerðum í Icesavemálinu. Setjum X við B. Sigurður Ingi Jóhannsson oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi og vara- formaður Framsóknarflokksins. Geir Jón Þórisson 5. sæti Sjálfstæðisflokki. íSlandi allT Við stöndum á miklum tíma-mótum. Framundan er að velja þá stjórnmálaflokka sem við teljum að best geti stýrt landi og þjóð í gegnum þá brimskafla sem við stöndum í í dag. Eftir að hafa stað- ið vaktina við oft erfiðar aðstæður tók ég ákvörðun um að reyna láta gott af mér leiða á öðrum vettvangi. Sá vett- vangur var kannski ekki auðveldari en sá sem ég nýlega yfirgaf en hann gaf mér þó vegarnesti að þeirri ákvörðun að taka stöðu á hinum pólitíska víg- velli, eins og margir vilja kalla það. Það sem þó öllu skiptir er að málefn- in eru mörg sem þarf að vinna að til heilla fyrir landið mitt og þjóð mína. Ég er stoltur Íslendingur og er þess fullviss að við sem þjóð getum náð þeirri stöðu sem við helst væntum. Það er eitt málefni öðrum frem- ur sem hafði mest áhrif á mig til að stíga fram á þessum tímamótum, en það eru þær skelfilegu skerðingar sem eldriborgar, ætti líklega frekar að segja heldriborgar, þessa lands hafa mátt þola á því kjörtímabili sem nú er að líða. Að svipta stóran hóp þessa fólks viðurværi sínu með skelfilegum skerðingum og hækkun skatta hefur verið þyngra en tárum taki. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var að undirbúa kosningamálefnin fyrir þessar kosningar fékk ég tækifæri til að koma að þeim undirbúningi stefn- unnar sem varðar kjör okkar heldri borgara. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að afturkalla þá kjaraskerðingu, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. Júlí 2009. Skerðingum vegna greiðslna á ellilífeyri, króna fyrir krónu, verð- ur hætt og kjör eldri borgara leiðrétt til samræmis við þær hakkanir sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Sjálfstæðisflokkurinn mun bæta stöðu aldraðra. Hann vill leyfa öllum yfir 70 ára aldri afla sér tekna án skerðinga. Hækka að nýju lífeyrisgreiðslur, tryggja að aldraðir á dvalarheimilum haldi fjárhagslegu sjálfstæði og eyða þeim mismun sem birst hefur í aðgerðum stjórnvalda undanfarin ár. Við metum mikils okkar fólk sem byggt hefur upp þetta land við oft mjög erfiðar aðstæður við langan og erfiðan vinnudag. Það var sagt að græddur væri geymdur eyrir, en nú hefur hann að miklu leyti glatast, og í þeirri fullvissu voru lífeyrissjóðir sett- ir á stofn svo að sá sparnaður nýttist til efri áranna til að auðvelda ævikvöldið, en því miður hefur þetta ekki geng- ið eftir eins og ætlað var. Þetta má bara alls ekki gera og verður það því okkar fyrsta verk að breyta þessu ef við sjálfstæðismenn fáum umboð til að koma að stjórn landsins. Heldri borgarar þessa lands eiga skilið að líða vel og njóta afrakstursins ann- að er ekki boðlegt. Berum virðingu fyrir öllu þessu trausta og góða fólki sem sá aldrei neitt annað en að gera Íslandi allt. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar, ef hann fær til þess umboð, taka á skuldavanda heimila og fyrirtækja með raunhæfum leiðum sem tekst með breytingum á skattastefnunni sem gæfi súrefni í atvinnulífið á öllum sviðum og ráðstöfunartekjur heim- ilanna myndu aukast. Við verðum að vera raunsæ og hófstillt en með sameiginlegu átaki okkar allra náum fram á öllum sviðum full bjartsýni. Ísland er landið okkar og við vilj- um því allt það besta. Hagsæld þjóðar okkar skiptir öllu máli og það er mín skoðun að það náist best með að Sjálf- stæðisflokkurinn fái skýrt umboð til að leiða þetta fram af festu og einurð. Kæru vinir, ég hef sannfæringu fyr- ir því að okkur takist ætlunarverkið ef við stöndum saman um þau grunn- gildi sem einkennt hefur þessa þjóð, sameinuð stöndum við en sundruð föllum við. Við sjálfstæðismenn erum í liði með ykkur til að ná fram því sem mestu skiptir. X-D fyrir Suðurland X-D fyrir Ísland. Geir Jón Þórisson Geir Jón Þórisson. Sigurður Ingi Jóhannsson. Reykjanesbær barnaháTíð í Vændum - VerTu með! Barnahátíð í maí Skessan í hellinum býður til Barnahátíðar í Reykjanesbæ í 8. sinn dagana 11.-12. maí n.k. Hátíðin er haldin Reykjanesbæ á hverju vori með viðamikilli dag- skrá fyrir börn og unnin af börnum. Markhópur hennar eru leikskólabörn, börn á yngsta stigi grunnskólans og auðvitað fjölskyldan öll. Markmiðið er að sýna hversu mikið og frjótt starf er unnið með börnum í fjölskylduvæn- um Reykjanesbæ og skapa tækifæri til skemmtilegra samverustunda fyrir fjölskyldur. Undirbúningur í höndum margra Undirbúningur er í fullum gangi og ýmsir dagskrárviðburðir óðum að taka á sig mynd. Skessan verður í hátíðar- skapi, Listahátíð barna verður glæsileg og Landnámsdýragarðurinn verður opnaður auk margra annarra viðburða. Sífellt fleiri koma að undirbúningi og þátttöku í Barnahátíð og þess má geta að í ár eru allir grunn- og leikskólar bæjarins virkir þátttakendur í hátíð- inni. Sama er að segja um söfnin og ýmsar fleiri stofnanir bæjarins. Þannig viljum við lika að hátíðin þróist, fyrir börnin og með börnunum. Markmiðið er það að hátíðin þróist líkt og Ljósanótt, á þann veg að allir vilji vera með bæði íbúar, félagasam- tök og fyrirtæki í bænum og að við sameinumst öll um að búa til frábæra hátíð með börnin okkar að leiðarljósi. Því eru allir áhugasamir hvattir til að gera vart við sig. Það geta verið hug- myndir eða fullskapaðir dagskrárliðir eða hvaðeina annað sem ykkur dettur í hug. Dagskráin er enn opin og alls ekki of seint að bæta við dagskrárlið- um. Hafið samband á barnahatid@ reykjanesbaer.is Reykjanesbær - fjölskylduvænn bær! (Heimasíða Reykjanesbæjar) Sveitarfélagið Garður Alþingiskosningar laugardaginn 27. apríl 2013 KoSið er í GerðaSKóla Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 22:00. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Garðs Jenný Kamilla Harðardóttir formaður

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.