Reykjanes - 24.04.2013, Síða 8
8 24. apríl 2013
Grindavík
lauT geFur úT
bækling um upp-
byggingarSTeFnuna
Uppbyggingarteymið á leik-skólanum Lautinni hefur gert nýjan og fínan bækling sem er
ætlaður til kynningar á Uppbyggingar-
stefnunni bæði fyrir foreldra og nýja
starfsmenn. Þar er farið yfir ýmislegt
en leiðarljósið er að vera samstilltur og
jákvæður starfsmannahópur á Laut,
vinna saman í sátt og virða skoðanir
annarra.
léTT yFir FramSóknarmönnum
Reykjanes leit við fyrir stuttu á kosningamiðstöð Fram-sóknarflokksins. Það var ansi létt yfir Framsóknarfólki enda vænta þeir góðs árangusr í kosningunum á laugardaginn.
STyrkir Til nýSköpunar
og Þróunar í grindaVík
Grindavíkurbæjar auglýsti til umsóknar styrki til nýsköp-unar og þróunar í Grinda-
vík. Styrkumsóknirnar voru teknar
til afgreiðslu í bæjarráði að loknum
umsóknarfresti sem var til 15. mars
síðastliðinn. Tvær umsóknir bárust.
Annars vegar frá Codland og hins-
vegar frá Íslenska sjávarklasanum.
Styrkirnir voru auglýstir í Víkur-
fréttum, Fréttablaðinu og á vef
Grindavíkurbæjar. Auk þess var
auglýsingin send á fyrirtækjapóst-
lista Grindavíkurbæjar.
Bæjarráð samþykkir báðar um-
sóknirnar og felur bæjarstjóra að
ganga frá samningi við umsækj-
endur.
Garður
undirbúningur
SólSeTurSháTíðar
Hópur fólks á vegum Knattspyrnufélagsins Víðis undirbýr nú af kappi dag-
skrá Sólseturshátíðarinnar 2013 sem
verður dagana 27.–30. júní í sumar.
Það er von þeirra sem að hátíðinni
standa að sem flestir bæjarbúar takið
þátt í hátíðinni, skreyti hús sín, mæti á
viðburði, sýni sig og sjái aðra og brosi
sérstaklega mikið alla helgina.
Viðburðir einstaklinga í
Garðinum.
Þeir aðilar í Garðinum sem áhuga
hafa á að viðburðir þeirra komi fram
í dagskrá hátíðarinnar vinsamlegast
sendi póst á netfangið gudbrandurjs@
svgardur.is með nákvæmum upplýs-
ingum um hverskonar viðburð sé að
ræða, opnunartíma og öðrum upp-
lýsingum sem fram þurfa að koma.
Það gætu verið viðburðir eins og
persónulegar listasýningar í heima-
húsi, tónlistarflutningur, basar, heim-
boð í kaffi og vöfflur, í kjötsúpu eða
hvað fólki dettur í hug að gera fyrir
gesti hátíðarinnar.
Litir á hverfum. (hægfara
breyting ? )
Nokkuð hefur verið um að fólk í
græna hverfi hafi lýst yfir óánægju
með græna litinn í þessum hluta
bæjarins, þar sem þetta sé grænasta
svæðið í Garðinum, og lítið beri á
grænu skrauti í miðju túni. Undirbún-
ingshópurinn hefur hlustað á þessar
athugasemdir og slær hér fram þeirri
hugmynd, að á tveimur árum þá verði
lit þessa hverfis á Sólseturshátíð breytt
í bláan lit. Þ. e. ef ekki verða hávær
mótmæli frá íbúum í hverfinu.
Stefnan er því sú, að í ár verði um-
rætt hverfi skreytt með bláu og grænu,
en svo næsta ár verði græni liturinn
alveg látinn víkja. (Heimasíða Garðs)
Gerðaskóli.
beSTi árangur
í Fimm ár
Niðurstöður úr samræmdum próf-um 4, 7 og 10 bekkjar voru lagð-
ar fram á síðasta Skólanefndarfundi
Garðs fram og borið saman á milli ára.
Heilt yfir er þetta besti árangur miðað
við síðustu fimm ár. Prófþáttakan var
mjög góð og var á bilinu 74 – 100%.
eSb Fór Til kína
Skelfing er eitthvað aumkunarvert að horfa á Samfylkingarforystuna Jóhönnu Sigurðardóttur og Össur
Skarphéðinsson. Þau sögðu í upphafi
kjörtímabilsins að það myndi taka
skamman tíma að ná samningum við
ESB. Í mesta lagi tæki það 18 mánuði.
Kjörtímabilið leið og enginn samn-
ingur. Til að bæta sér þetta upp og til
að geta skrifað undir eitthvað skruppu
þau til Kína. Skrifað var undir fríversl-
unarsamning við Kína. Eitthvað hefur
Samfylkingin farið út af sporinu í þessu
máli eins og flestum öðrum. Það var
sem sagt Kína sem á að bjarga okkur
en ekki ESB.
Snjó kall inn skrif ar: