Reykjanes - 24.04.2013, Qupperneq 10

Reykjanes - 24.04.2013, Qupperneq 10
24. apríl 2013 jaFnréTTi Fyrir alla Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar um jafnréttismál Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar um jafnréttismál: "Í okkar litla þjóðfélagi þurfum við að taka ofbeldismálin föstum tökum og herða viðurlög gegn slíkum brotum." KONUR eru mikilvægar á vettvangi stjórnmálanna, eins og alls staðar annars staðar í þjóðlífinu. Í sívaxandi mæli eru kon-ur sem betur fer farnar að láta til sín taka sem er afar jákvætt í þeim miklu áskorunum og hnattvæðingu sem framundan er. Breytt hlutverkaskipan og samskiptamynstur kynjanna kallar á meiri samvinnu bæði innan heimila og utan þeirra, úti á vinnumarkaðnum og á öllum stjórnstigum ef okkur á að auðnast að vinna vel og farsællega úr réttum tækifærum fyrir börnin okkar og komandi kynslóðir. Þó margt hafi áunnist í jafnréttismálum, eigum við enn langt í land. Við þurfum að gera okkur fulla grein fyrir því að jafnrétti á öllum sviðum er ekki síður hagur karla en kvenna. Kynin þurfa því að vinna saman og ná sem fyrst landi í jafnréttismálum til að gera heiminn lífvænlegri fyrir alla þjóðfélagshópa, konur, karla og börn. Við viljum ekki stéttskipt þjóðfélag. Við þurfum að snúa bökum saman og megum ekki sofna á verðinum einn einasta dag. Þjóðfélagið okkar er ekki nógu fjöl- skylduvænt. Fullorðið fólk vill fá að njóta samvista við börnin sín eftir að venjulegum vinnudegi lýkur öðruvísi en að vera dauðuppgefið og útslitið og eiga svo auk allra annarra verka, sem bíða, eftir að hjálpa til við heimanám. Þarna þurfa skólarnir að koma inn með meiri þjónustu svo fjölskyldur geti notið samvista í frítímum sínum á uppbyggjandi og skemmtilegan hátt. Í okkar litla þjóðfélagi þurfum við að taka ofbeldismálin föstum tökum og herða viðurlög gegn slíkum brot- um. Mig langar ekki að hlusta á það í kvöldfréttatímum að barnakennari hafi barnaklám í tölvunni sinni og ég vil heldur ekki lesa um nauðganir í dagblöðunum. Ég vil líka að komið sé fram við eldri borgara af meiri virðingu en nú er gert. Sú kynslóð hefur skilað sínu dagsverki og á rétt á þjónustu heilbrigðisgeirans þegar nauðsyn kallar. Þetta fólk, sem hefur rutt lífsgæðabrautina fyrir okkur hin, á ekki að þurfa að bíða á biðlistum svo mánuðum skiptir eftir þjónustu samfélagsins og það á ekki að koma til greina að hjón fái ekki að búa saman á elliheimilum. Stjórnmálamenn geta alltaf gert bet- ur. Þeir kandidatar þurfa fyrst og fremst að komast að sem ekki bara friða lýðinn með innantómu tali heldur þeir, sem láta verkin tala. Afar mikilvægt er að við Íslendingar sitjum ekki bara hjá og sættum okkur við þau efnahagslegu og félagslegu vandamál, sem hér eru uppi, heldur bætum stöðu okkar í þessum mikilvægu málaflokkum. Birgitta Jónsdóttir Klasen Heilsumiðstöð Birgittu Hafnargötu 48a 10 Birgitta Jónsdóttir Klasen Viðtal við Pál Val Björnsson 1. sæti Bjartrar framtíðar Tilbúinn að STarFa að heilum hug að hagSmunum SVæðiSinS Páll Valur Björnsson skipar fyrsta sæti hjá Bjartri framtíð í Suðurkjördæmi. Reykjanes heyrði aðeins í Páli Vali og spurði hann nokkurra spurninga. Hvers vegna velur þú að fara í fram- boð fyrir Bjarta framtíð. Ég kaus að fara í framboð fyrir Bjarta framtíð vegna þeirrar framtíðar- sýnar sem flokkurinn hefur Íslandi til handa. Flokkurinn leggur áherslu á að nálgast stjórnmálin á nýjan hátt, vill breyta stjórnmálamenningunni á landinu. Stjórnmálamenningu sem dæmd var ónýt í Rannsóknarskýrslu alþingis. Öll sú hugmyndafræði sem þessi flokkur byggir á heillaði mig og ég ákvað að taka slaginn í þessum al- þingiskosningum. Atvinnumálin hafa mikið verið til umræðu á Suðurnesjum. Hver er þín afstaða til álversins í Helguvík. Hefur þú trú á að rekstur hefjist á næsta ári. Björt framtíð er grænn flokkur sem hugnast ekki frekari uppbygging ál- vera eða virkjana. Við teljum það ekki gott fyrir íslenskt samfélag að hafa öll eggin í sömu körfunni (svo ég noti frasa) heldur viljum við byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og skapa aðstæður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Hvað varðar álverið í Helguvík þá er það verkefni sem er komið af stað og því verður að ljúka, Björt framtíð mun ekki standa í vegi fyrir því. . Saga þessa verkefnis er ein hörmungarsaga og hefur í raun heltekið alla umræðu hér á svæðinu sem hefur því miður leitt til neikvæðra samskipta á milli íbúa, sveitarstjórnarmanna á svæðinu og framkvæmdavaldsins. Það er miður, því góð samskipti á milli allra hlutað- eigandi er gífurlega mikilvæg og tel ég að ef þau batna þá muni koma betri tíð hvað varðar þetta mikilvæga verkefni hér á Suðurnesjum. Hvort það muni hefjast á næsta ári get ég ekki svarað en vonandi kemst góður skriður á þetta mál. Margir samverkandi þættir tefja það og það sárgrætilegasta er að tveir erlendir auðhringir eru að þrátta um raforkuverð sín á milli og sér ekki fyrir endann á þeirri rimmu. Á meðan bíða íbúar í óvissu um framhaldið. Ert þú hlynntur uppstokkun á kvótakerfinu og að aukin skattur verði lagður á útgerðina. Ekkert kerfi er svo gott að ekki megi endurskoða það og laga, eins er það með blessað kvótakerfið okkar. Það er búið að vera þrætuepli þjóðarinnar í alltof langan tíma og þessum þrætum og þeirri endalausu óvissu sem sjávar- útvegurinn er í verður að ljúka. Það er með öllu ólíðandi að þessi undirstöðu- atvinnuvegur þjóðarinnar skuli ekki vera kominn með fast land undir fætur og að framtíðarskipan sjávarútvegsins komin á hreint. Það sem öllu skiptir er að sjávarútvegurinn sé arðbær og skili eigendum sínum hagnaði . Í sjáv- arútvegi er mikilvægt að verðmynd- un á kvóta sé gagnsæ, að nýir aðilar get komið inn í greinina og að sátt ríki um sjávarútvegskerfið á grunni eignarhalds þjóðarinnar á auðlindinni. Það liggja gríðarleg sóknarfæri í sjáv- arútvegi og fiskvinnslu og eru mörg spennandi þróunarverkefni í gangi eins og t. d. Codland í Grindavík þar sem unnið er að því að auka verðmæti sjávarafurða ennfrekar. Hvað varðar auðlindagjaldið þá er það sanngjarnt að útgerðin borgi það en það er eins og með kvótakerfið sjálft það má skoða útfærsluna á því betur. Fá niðurstöðu sem víðtækust sátt er um. Margar fjölskyldur á Suðurnesjum hafa farið mjög illa út úr hruninu. Er Björt framtíð með lausn fyrir illa sett heimili. Björt framtíð leggur ríka áherslu á að tekið verði á þeim mikla vanda sem herjar á mörg heimili landsins vegna greiðslu og skuldamála. Greina verður vandann og þá sem verst eru settir og koma þeim til hjálpar með öllum tiltækum ráðum. Margar hugmyndir hafa komið fram um hvernig best sé að mæta þessum vanda og teljum við ráðlegast að víðtækt samráð verði á milli ríkisstjórnar, Alþingis, sveitar- félaga, atvinnulífsins, launþega, fjár- málageirans og alls konar samtaka í þjóðfélaginu um langtímamarkmið og umbætur á þessum mikla vanda. Nú göngum við að kjörborðinu 27. apríl n. k. Hvers vegna eiga Suðurnesjamenn að kjósa Bjarta framtíð. Vegna þess að Björt framtíð horfir til framtíðar. Við viljum stefna að fjöl- breyttu þjóðfélagi sem gefur hverjum og einum tækifæri til að nýta styrk- leika sína, axla ábyrgð sína og gefa lífi sínu og annarra sem mest innihald. Við viljum að stjórnmálin og við öll, í sameiningu, vinnum að því að skapa samfélag þar sem morgundagurinn er fullur af ögrandi tækifærum, tilgangi og kvíðalausri gleði. Síðast en ekki síst eiga Suðurnesjamenn að kjósa Bjarta framtíð vegna þess að það situr Suðurnesjamaður í 1. sæti list- ans maður sem er tilbúinn að starfa að heilum hug að hagsmunum svæðisins. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur Suðurnesjamenn að hafa vaska sveit þingmanna með fjölbreyttan bak- grunn á alþingi. páll Valur Björnsson. KJÖRFUNDUR vegna alþingiskosninga í Sveitarfélaginu Vogum 27. apríl 2013 Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00 Kosið verður í Stóru-Vogaskóla, gengið inn frá leikvelli Kjörskrá í Sveitarfélaginu Vogum vegna alþingiskosninga liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins fram að kjördegi. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga

x

Reykjanes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.