Reykjanes - 24.04.2013, Blaðsíða 12

Reykjanes - 24.04.2013, Blaðsíða 12
24. apríl 2013 árleg heimSókn leikSkóla- barna á bæjarSkriFSToFu Á hverju ári koma börn í svoköll-uðum skólahóp á leikskólan-um Gefnarborg í heimsókn á bæjarskrifstofu Garðs. Skólahópurinn eru þau börn sem munu kveðja leik- skólann í sumar og hefja sína grunn- skólagöngu í haust. Börnin hitta bæjarsjórann, skoða bæjarskrifstofuna og syngja jafnan fyrir starfsfólk skrifstofanna og var bæjarstjórinn sérstaklega ánægður með lagavalið, en börnin kvöddu með að taka lagið Traustur vinur fyrir Magnús bæjarstjóra. Hvert barn fær svo ljósrit af lófa sín- um, djús og lítið páskaegg. 12 Laghentir ehf - Iðjustíg 1c - Reykjanesbæ (í sama húsi og SS Bílaleigan, ekið inn frá Íslandsbanka) Sími: 456-7600 - Gsm: 861-7600 - www.laghentir.is Opið alla virka daga frá 8:00 til 18:00 á SuðurneSjum býr goTT og duglegT Fólk Ég hef oft verið spurð að því hvort Suðurnesjamenn séu ólíkir öðr-um íbúum landsins. Oft liggur í spurningunni hvort Suðurnesjamenn séu latari, siðlausari eða lauslátari en almennt gerist. Þó þessi skoðun á Suðurnesjamönnum sé hvorki á rök- um reist né réttlát langar mig að eyða á hana nokkrum orðum. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur verið mikið undanfarið. Það er fyrst og fremst vegna þess að svæðið stóð höll- um fæti eftir brottför hersins 2006 og nógu mörg ný fyrirtæki með góð störf höfðu ekki náð að festa rætur á svæðinu á þeim tíma sem liðinn er. Atvinnu- leysið hefur verið tilefni til að vekja upp gamla fordóma fyrir Suðurnesja- mönnum byggða á frásögnum af veru hermanna á svæðinu. Ég hef talsvert skoðað umræðuna um Suðurnesjamenn og herinn og komist að því að mjög ólík viðhorf birtast í Suðurnesjablöðum miðað við landsmálablöð á tíma hersetunn- ar. Í þeirri umræðu sem hvolfdist yfir Suðurnesin með komu herstöðvarinn- ar voru íbúar varnarlausir. Suðurnesja- menn voru taldir standa með herliðinu gegn íslenskri tungu og menningu og væru þar allir undir sömu sök settir. Umræðan var flokkspólitísk og skiptist milli vinstri og hægri milli þeirra sem vildu atvinnu og þeirra sem aðhylltust félagsleg gildi. Áróðursskrif um herinn gátu mótast af sterkum hvötum þar sem réttar upplýsingar voru aukaatriði. Í opinberri umræðu á þessum tíma var aldrei minnst á að Suðurnesjamenn hefðu ekki beðið um að fóstra herliðið heldur var þeim gert að taka við þess- um erlendu gestum sem bæði auðguðu mannlífið á svæðinu og tvístraði því. Gegn því sem haldið var fram í landsmálablöðunum í blaðagreinum mótaðist viðhorf Suðurnesjamenna til hersins af fjarlægð og vinsemd. Í skrifum í blöð á Suðurnesjum sem Faxi hefur m. a. gert góð skil kemur fram að Suðurnesjamenn hafi nálg- ast menningu hersins á annan hátt en aðrir landsmenn og litið áhrifin öðrum augum. Þessa sögu þarf að endurmeta og fræða íbúa annars staðar á landinu um hvað raunverulega fór fram í kringum herinn. Fordómar gagn- vart Suðurnesjamönnum er ennþá til staðar og þeim er viðhaldið í umræðu sem erfitt er að eiga við. Í því ljósi tel ég að landsmenn skuldi Suðurnesja- mönnum endurskoðun og uppgjör í þessu máli. Í því uppgjöri þarf að skoða fordómalaust mikilvægri þeirr- ar menningarmótunar sem kom frá Suðurnesjum á þessum tíma og skoða hvernig raunveruleg aðlögun íbúa og herliðsins var. Það er mitt mat að með sambúð Suðurnesjamanna og hinna erlendu gesta hafi fari fram fyrsta raunverulegu tilraun Íslendinga til að takast á við nú- tímann. Fyrsta íslenska tilraunin til að samlagast raunverulega erlendri menn- ingu og fyrsta tilraunin til að innleiða það sem við í dag köllum nútímalega vinnumenningu. Inga Sigrún Atladóttir skipar 2. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Fjölgað úr 600 í 2100 Aðalfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum var haldinn 9. mars s. l. Fram kom í ræðu formanns Eyjólfs Eysteins- sonar að starfið er kröftugt. Um 80 félagar starfa í stjórn og nefndum og er boðið uppá fjölbreytt félagsstarf á Nesvöllum og víðar. Mikið starf fer fram í öllum sveitarfélögunum. Fram kom að félögum hefur fjölgað úr 600 í 2100 á síðustu 10 árum. Félagið hér á Suðurnesjum er eitt al öflugasta eldri borgara félag landsins sagði Jóna Valgerður Kristjánsdóir formaður landssamtakanna, en hún flutti ræðu á aðalfundinum. Félagar njóta afsláttarkjara í mörg- um verslunum og þjónustuaðilum á öllum Suðurnesjum og reyndar gildir afsláttarkortið um land allt. Allir 60 ára og eldri geta gerst félagar. Nýlega opnaði Félag eldri borgara á Suðurnesjum heimasíðu og er slóðin www. febs.is Inga Sigrún atladóttir. Það er alltaf nóg að gera hjá kaffinefndinni. www.3frakkar.com Sími: 552-3939 Takk Sjálfstæðismenn fyrir að leyfa hvalveiðar á ný ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar Þrír Frakkar Café & Restaurant Ferskur léttsteiktur bláugga- túnfiskur m/soya-smjörsósu og wasabi-kartöflumús Nú er þitt tækifæri komið!

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.