Reykjanes - 13.12.2012, Page 6
6 13. desember 2012
íSlendinGar
13 af 88
StarfS
mönnum
Ný-fiskur í Sandgerði er öflugt fyrirtæki. Starfs-mannafjöldi er 88. Sérs-
taka athygli vekur að aðeins 13 af
starfsmönnunum eru Íslendingar.
Athyglisvert í ljósi þess að mikið
atvinnuleysi er hér á svæðinu.
pólitík Skiptir máli – tökum þátt
eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
Eftir um 150 daga ganga Ís-lendingar að kjörborðinu og kjósa til Alþingis. Prófkjör,
forval og uppstillingar eru í gangi hjá
öllum stjórnmálaflokkum og á næstu
tveimur mánuðum skýrist hvernig
framboðslistar flokkanna verða skip-
aðir. Nú er tækifæri til að hafa áhrif.
Stjórnmálin mega muna sinn fífil
fegurri og við sem störfum á þeim
vettvangi finnum sennilega öll fyrir
minni áhuga, virðingarleysi og jafn-
vel vonleysi gagnvart stjórnmálum
og stjórnmálamönnum. Eins skrýtið
og það hljómar er mín upplifun samt
sú að fólk sé þrátt fyrir þetta almennt
pólitískara en áður. Hvert sem ég fer og
hvar sem ég kem ræðir fólk við mig um
pólitík, hvað það vill sjá betur gert og
hvernig. Og hefur á því miklar skoðanir
og margt til málanna að leggja. Í þessu
er fólgin þversögn – almenningur er
pólitískari á sama tíma og hefðbundin
þátttaka í stjórnmálum fer dvínandi.
Stjórnmál skipta máli, hugmynda-
fræði skiptir máli, vinnubrögð skipta
máli og einstaklingar skipta máli. Ég
leyfi mér að fullyrða að við öll sem
störfum í stjórnmálum séum þar af
góðum hug – við viljum hafa áhrif á
samfélagið og við höfum sannfæringu
fyrir því sem við erum að berjast fyrir.
Og það er einmitt ekkert athugavert
við það að stjórnmálum fylgi barátta,
stundum átök um mismunandi aðferð-
ir og hugmyndafræði. Þetta er það sem
lýðræðið snýst um.
Við erum samt miklu oftar sammála
þvert á flokkslínur á Alþingi heldur
en menn halda–en átökin eru frétt-
næmari. Við tölum oftar um og við
hvert annað af virðingu á Alþingi – en
virðingarleysið þykir fréttnæmara.
Þetta fælir gott fólk frá þátttöku í
stjórnmálum og þessu vil ég breyta.
Tökumst á um menn og málefni
en umfram allt sýnum hvert öðru
virðingu. Það er gaman í stjórnmál-
um, það er gaman að sjá hugmyndir
fæðast og verða að veruleika. Til þess
að hafa áhrif verða menn að taka þátt
og nú er tækifærið.
Prófkjör okkar sjálfstæðismanna
í Suðurkjördæmi fer fram þann 26.
janúar og rennur framboðsfrestur út
þann 14. desember. Ég vil hvetja fólk til
dáða – komið með okkur í baráttuna,
tryggjum góða þátttöku, tökum slaginn
saman og gerum gott samfélag betra.
SjómennSkan
er ekkert Grín!
Haraldur Hjálmarsson ljós-myndari og sjómaður á nýjasta báti Grindavíkur-
flotans sem ber heitið Áskell EA 749,
tók þessar myndir á dögunum þegar
skipið var í sinni fyrstu sjóferð eftir
að Gjögur keypti skipið ásamt 1.500
tonna þorskkvóta.
Voru þeir m. a. norður af Horn-
bjargi þar sem þeir rákust á þenn-
an stærðarinnar ísjaka. Á hinum
myndunum sést sannarlega að sjó-
mennskan er ekkert grín, eins segir
í einum af frægari dægurlagatextum
landsmanna. (Heimasíða Grinda-
víkur)
að ýmSu að huGa í landi
Að ýmsu er að hyggja þegar skipin koma til hafnar til að landa. Þá er gott að geta treyst
á góða þjónustu. Í dag mátti sjá kranabíl
frá Jóni og Margeir sem sendi mann
í körfuna til að huga að þeim nútíma
fjarskiptabúnaði sem er á stýrishúsinu
á Tómasi Þorvaldssyni GK 10 sem Þor-
björn hf. gerir út.
(Heimasíða Grindavíkur)
Fréttatilkynning
StjórnlaGaráðSmenn Gefa koSt
á SÉr í framboð fyrir döGun
Tveir fulltrúar úr Stjórnlaga-ráði–þeir Lýður Árnason og Gísli Tryggvason hafa ákveðið
að gefa kost á sér í framboð fyrir
Dögun fyrir alþingiskosningar 2013.
Lýður er læknir að mennt og hefur
látið að sér kveða í kvikmyndagerð,
tónlist og nú síðast skáldsagnaritun
en Gísli er lögfræðingur og gegnir nú
embætti talsmanns neytenda en var
áður framkvæmdastjóri Bandalags
háskólamanna (BHM).
Gísli og Lýður hafa verið ötulir
málsvarar stjórnarskrárbreytinga síð-
astliðin misseri enda hlutu þeir báðir
kosningu í kjöri til Stjórnlagaþings á
sínum tíma. Gísli hlaut kjör í krafti
menntunar sinnar og áralangrar bar-
áttu fyrir samfélagsumbótum og sat í
B-nefnd stjórnlagaráðsins þar sem ma.
var fjallað um undirstöður íslenskrar
stjórnskipunar, Alþingi, ríkisstjórn og
málefni sveitarfélaga.
"Ég er búinn að vera svo lengi hinum
megin við borðið til að reyna að hafa
áhrif í réttlætisátt fyrir neytendur og
launafólk að nú vil ég fara á þing til þess
að komast í raunverulega aðstöðu til að
bæta stöðu heimilanna–, " segir Gísli
sem einnig leggur mikla áherslu á að
rétta hlut landsbyggðarinnar.
Lýður sat í C-nefnd stjórnlagaráðs
þar sem m. a. lýðræðisleg þátttaka al-
mennings, dómstólar og kosningakerfi
var meðhöndlað, en hann var kjörinn
inn á Stjórnlagaþing með góðum
stuðningi frá Vestfjörðum, þar sem
hann starfaði áralangt sem læknir við
góðan orðstír–enda maður með báð-
ar fætur á jörðinni og fingurna þétt á
púlsi skjólstæðinga sinna og þjóðar-
innar allrar.
Lýður: "Ég legg höfuðáherzlu á að
klippa á þann naflastreng sem liggur
á milli Alþingis og hagsmunaaðila og
gera þannig réttkjörnum stjórnvöldum
kleift að rækja skyldur sínar við þjóð-
ina í friði. Ég vil sjá nýja stjórnarskrá,
landið í byggð og hátæknisjúkrahús
í salti. "
Dögun er framfarasinnað umbótaafl
sem býður fram á landsvísu og sér til
þess að nýja stjórnarskráin fái þann sess
þjóðin hefur ákveðið henni.
Gísli Tryggvason–gislit@ru.is–897
3314
Lýður Árnason–lydur@islandia.
is–773 0312
Frekari upplýsingar um Dögun veita
kosningastjórar:
Andrea Ólafsdóttir: andreaolafs@
gmail. com–s.698 8101
Daði Ingólfsson: dadi@xdogun.
is–s.611 6622
Lýður Árnason
Gísli Tryggvason
volundarhus.is · Sími 864-2400
VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m²
kr. 1.500.000,- án fylgihluta
kr. 1.800.000,- með fylgihlutum
og byggingarnefndar teiknisetti.
www.volundarhus.is
Vel valið fyrir húsið þitt
RÝMINGARSALA
Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM
ALLT Á AÐ SELJAST!
V
H
/1
2-
03
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7m²
kr. 242.100,- án fylgihluta
kr. 265.410,- m/fylgihlutum
70 mm bjálki / Tvöföld nótun
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m²
kr. 323.910,- án fylgihluta
kr. 359.910,- m/fylgihlutum
TILBOÐ - BARNAHÚS 2,1m²
kr. 119.900,- án fylgihluta
kr. 135.900,- m/fylgihlutum
28 mm bjálki
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
GESTAHÚS og
GARÐHÚS
sérhönnuð fyrir
íslenskar aðstæður
Sjá fleiri
GESTAHÚS og
GARÐHÚS á tilboði
á heimasíðunni
volundarhus.is
w w w. r e y k j a n e s b l a d. i s