Reykjanes - 13.12.2012, Page 9
913. desember 2012
jólabókaflóð á neSvöllum
Síðasta fimmtudag var bókakynn-ing á Nesvöllum. Bækur sem þar voru kynntar eru Suðurnesja-
bækur. Marta Eiríksdóttir las úr bók
sinni, Mei mí beibí. Úlfar Þormóðsson
las úr bók sinni, Boxarinn. Svanhildur
Eiríksdóttir las úr bókinni Árni Sam
á fullu í 40 ár. Eðvarð T. Eðvarðsson
las úr bókinni Saga Ungmennafélags
Keflavíkur. Svanhildur Las úr bókinni
Saga slökkviliðsins á Keflavíkurflug-
velli.
Allt eru þetta verulega athyglisverðar
bækur, sem Suðurnesjamenn ætti að
huga að.
árni á fullri ferð.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verður haldið 26. janúar n. k. Árni Johnsen
er kominn á fulla ferð í undirbúningi
að góðri kosningu. Hann hefur ver-
ið á ferðinni um allt kjördæmið og
fengið gott fólk með sér til að ræða
málin. Reykjanes leit við á fundi hans
í Garðinum. Katrín hjá Ný-fisk hafði
þar framsögu ásamt Gísla Heiðarssyni
bæjarfulltrúa og Finnboga Björnssyni
framkvæmdastjóra DS. Fínn fundur
og vel mætt.
Fréttatilkynning
ályktun um aðildarviðræður við eSb
SAMSTAÐA telur afar brýnt að viðræðunum ljúki á þessu ári
til að þær skyggi ekki á brýn kosn-
ingamál í næstu alþingiskosningum.
Þessi kosningamál eru, að mati SAM-
STÖÐU: lausn á skuldastöðu heim-
ila og smærri fyrirtækja og leið til að
afnema gjaldeyrishöftin sem tryggir
almenna velferð og efnahagslegt sjálf-
stæði landsins.
handbókin frábær eftir fertuGt
eftir jónu óSk pÉturSdóttur er
komin út hjá bókaútGáfunni Sölku
Í bókinni fjallar Jóna Ósk á opinská-an hátt um líkamlega og andlega heilsu kvenna á breytingaskeiði.
Sumar konur fara létt í gegnum þetta
tímabil en aðrar finna fyrir töluverð-
um óþægindum. Umfjöllunarefnin eru
eins og við má búast fjölmörg; horm-
ónabreytingarnar, kynlíf, sambönd og
félagsleg tabú, útlit og fatastíll, umhirða
húðar – svo fátt eitt sé nefnt.
Umræða um æviskeið kvenna eftir
fertugt einkennist oft af fordómum en
það er mikilvægt fyrir konur að vera
vel upplýstar og viðbúnar því að taka
á móti þeim breytingum sem verða þá
óhjákvæmilega. Við ráðum miklu um
líðan okkar og heilsufar á þessum aldri
eins og þessi gagnlega og tímabæra bók
bendir á.
„Bók þessi er gott yfirlit yfir það
breytingaskeið sem allar konur ganga
í gegnum. Hér er einkennum skeiðsins
og líðan kvenna á þessum tíma gerð
góð skil á mannamáli. Ekki eru not-
uð fræðiheiti heldur eru hlutirnir út-
skýrðir af konum sem hafa upplifað
þá á eigin kroppi, sem gerir einkenni
tíðahvarfa mun raunverulegri fyrir
vikið. Myndirnar sem prýða bókina
eru einnig skemmtilegar og lífga upp
á textann. Sérstakur kafli sem ætlaður
er mökum kvenna er þarfur og mun
nýtast vel. “
Ebba Margrét Magnúsdóttir, kven-
sjúkdóma- og fæðingarlæknir.
Nánari upplýsingar veitir Álfrún G.
Guðrúnardóttir í s: 522 2255 / 864 2211