Reykjanes - 30.05.2013, Blaðsíða 2

Reykjanes - 30.05.2013, Blaðsíða 2
2 30. maí 2013 Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Reykjanes 10. Tbl.  3. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Viltu segja skoðun þína? Um helgina er sjómannadagurinn haldin hátíðlegur um land allt. Reykjanes óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginmn svo og öllum landsmönnum.Í gegnum tíðina hafa ís- lenskir sjómenn aflað mikilla tekna fyrir þjóðarbúið,sem allir landsmenn hafa notið góðs af. Oft á tíðum hafa íslenskir sjómenn þurft að standa vaktina við erfið og slæm skilyrði. Hafið hefur tekið sinn toll af íslenskri sjómannastétt. Sem betur fer hafa á síðustu árum orðið gífurlegar framfarir á flotanum og öryggi sjómanna mun betur tryggt en áður. Eftir sem áður er sjómennskan erfitt starf og eðlilegt að sjómenn njóti góðra kjara. Nýtt framfaraskeið Ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur nú tekið við völdum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kveður nú við nýjan tón. Ríkisstjórnin lýsir yfir vilja til að leysa málin með því að hafa samráð við hagsmunaaðila. það er mikil breyting frá vinnubrögðum hinnar tæru vinstri stjórnar, sem virtist hafa það að megin leiðarljósi að efna til ófriðar við alla um allt. Það er fagnaðarefni að framundan eru nýir tímar í atvinnuuppbyggingu. Undið verður ofan af árásum stjórnvalda á sjávarútveginn og landsbyggðina. Framundan er stöðugleiki,sem mun leiða til mikilla fjárfestinga í sjávarútvegi. Rammaáætlun verður tekin úr þeim pólitíska skollaleik sem vinstri stjórnin setti hana í og unnið verður á faglegum nótum. Það ætti því að verða auðvelt að hefja virkjanaframkvæmdir í neðri hluta Þjórsár. Ragnheiður Elín Árnadóttir skipar sæti iðnaðarráðherra og mun örugglega beita sér fyrir að framkvæmdir fari á fullt við álverið í Helguvík Framundan er nýtt framfaraskeið í landinu. Leiðari Fiskveiðar og fiskvinnsla undir- staða góðra lífskjara Hve há eru byggingaleyfisgjöldin Reykjanes óskaði eftir upplýsingum frá sveitarfélögum hver byggingaleyfisgjöld væru af 140 fermetra ein- býlishúsi á einni hæð með 30 fermetra bílskúr á 700 fermetra lóð. Byggingarleyfis- og gatna- gerðargjöld fyrir 140 m2 einbýlishús og 30 m2 bíl- geymslu yrðu skv. eftirfar- andi miðað við núverandi byggingarvísitölu; Sandgerði: Gatnagerðargjald; 1.571.881 kr. Byggingarleyfisgjald; 184.927 kr. SAMTALS: 1.756.809 kr Ath. að inni í þessu er hvorki stofn- gjald fráveitu né vatnsveitu. ATH: Gatnagerðargjöld í Sandgerði fara eftir fermetrafjölda þess húss sem byggt er. Garður: Gatnagerðargjald; 3.143.763 kr. Byggingarleyfisgjald; 184.927 kr. SAMTALS: 3.328.690 kr Ath. að inni í þessu er hvorki stofn- gjald fráveitu né vatnsveitu. ATH: Gatnagerðargjöld í Garði fara eftir fermetrafjölda byggingarreits lóðarinnar, þ.e. þess fermetrafjölda sem leyfilegt er að byggja skv. deiliskipulagi á lóðinni. Í þessu tilfelli er miðað við dæmigerða lóð í Teiga- og Klapp- arhverfi þar sem byggingarreiturinn er 340 m2. Grindavík: Byggingaleyfi kr. 135.446 Gatnagaerðagjald kr. 3.028.500 Vatnsheimæð kr. 175.992 Fráveituheimæð kr. 162.584 Samtals kr. 3.502.522 Garðskagi vinsæll Garðskagi er vinsæll staður. Þangað kemur mikill fjöldi fólks til að njóta útivistar og skoða fallegt umhverfi. Fyrir stuttu fór starfsfólk Myllubakkaskóla ásamt börnum og barnabörnum í góðan göngutúr frá Meiðastöðum og að Garðskaga. Falleg gönguleið. Að sjálfsögðu var svo grillað. Ragnheiður Elín ráðherra Það er ánægjulegt fyrir Suðurnesin að Ragnheiður Elín Árnadóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi hefur nú tekið við emb- ætti iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Suðurnesjamenn binda örugg- lega miklar vonir við starf hennar. Reykjanes óskar Ragnheiði Elínu velfarnaðar í starfi. Vogar: Byggingarleyfisgjöld hér eru ákveðið hlutfall byggingarkostnaðar pr. fer- metra í vísitöluhúsi fjölbýlishúss eins og hann er hverju sinni skv. útreikn- ingum Hagstofu Íslands. Einnig eru lögð á stofngjöld vatnsveitu og frá- veitu ásamt gatnagerðargjöldum við úthlutun lóðar, tilgreini þau ekki sér- staklega þar sem eingöngu er spurt um byggingarleyfisgjöld. Sjá ennfremur gjaldskrá og samþykktir sveitarfé- lagsins: http: //vogar.is/Stjornsysla/ Gjaldskra_sveitarfelagsins/ Byggingarleyfisgjöld fyrir það sem spurt er um eru núna: a) Af íbúðarhúsnæði: Einbýlishús pr. lóð 185.272 kr.per.lóð Reykjanesbær: Stærð 170,0 m2: Gatnagerðargjald; 24.085 kr/m2 kr. Gatnagerðargjald samtals ; 4.094.450 kr. Byggingarleyfisgjald; 130.324 kr. SAMTALS: 4.224.774 kr

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.