Reykjanes - 30.05.2013, Blaðsíða 10

Reykjanes - 30.05.2013, Blaðsíða 10
10 30. maí 2013 Keppnisferð „fimm frækinna+‘‘ til Skotlands Sl. vikur hefur liðið 5 fræknar+ frá líkamsræktarstöðinni Lífsstíl æft stíft til að undirbúa sig fyrir Maxifit einstaklings þrekmeistara- keppni í Skotlandi sem er sambæri- leg við þrekmeistarakeppni okkar hér heima. Liðið skipa Kristjana Hildur Gunnarsdóttir, Þuríður Þorkelsdóttir, Árdís Gísladóttir, Ásta Katrín Helga- dóttir, Elsa Pálsdóttir, Sigurrós Emma Helgadóttir og Laufey Gísladóttir. Föstudaginn 16.maí héldum við af stað með keppnisskapið í farteskinu. Keppt var í þremur flokkum, byrjenda, miðflokki og afreksflokki. Skemmst er frá því að segja að árangurinn var mjög góður en Kiddý (Kristjana) sigr- aði bæði í afreksflokki 39+ og opnum flokki. Að auki setti hún nýtt brautar- met. Keppnin var æsispennandi alveg fram að lokasekúndum. Kiddý sigraði sigurvegarann frá því í fyrra með 4 sekúndum! Bæði Árdís og Ásta Kata sigruðu sinn aldursflokk 50+ , Árdís í afreksflokki og Ásta Kata í miðflokki. Allt skipulag í kringum þessa keppni var til fyrirmyndar og var tekið á móti okkur eins og höfðingjum og eigum við von á nokkrum Skotum í Lífstílsmeist- arakeppni okkar sem verður haldin í haust. Það er nauðsynlegt að stunda hreyf- ingu og þarf hver og einn að finna hvað hentar. Félagsskapurinn skiptir líka máli hvort sem við erum unglingar eða fullorðin og er dýrmætt að eignast góða vini sem hvetja mann áfram. Nú skulu sett ný markmið og nýjar áskoranir en framundan er m.a Boot Camp keppni 1. júní sem er hluti af Þrekmótaröðinni hér á Íslandi. Okkur langar til að nota tækifærið og þakka eftirtöldum fyrirtækjum fyrir stuðninginn en það eru Bílasprautun Magga Jóns, Íslandsbanki, Nýsprautun, Plastgerð Suðurnesja, Skólamatur, Toyota, Þak Tak og öllum þeim einstak- lingum sem hétu á okkur og studdu. Með kveðju og þakklæti. Árdís Lára Gísladóttir, Ásta Katrín Helgadóttir, Elsa Pálsdóttir, Kristjana Hildur Gunnarsdóttir, Laufey Gísla- dóttir, Sigurrós Emma Helgadóttir og Þuríður Árdís Þorkelsdóttir Grindavík Leikjaforritun 7-16 ára MSS býður upp á námskeiðið Leikjaforritun fyrir 7-16 ára 10. - 14. júní. Flott námskeið í gerð tölvuleikja í sam- vinnu við Skema (www. skema. is). Á námskeiðinu fá þátttakendur kennslu og innsýn í möguleika tækninnar á skemmtilegan og áhugaverðan máta. Við kennsluna verður notast við aðferðafræði sem studd er af rann- sóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði auk þess sem unnið er eftir áhugasviði og hraða hvers og eins. Kennslan byggir á leikjaforritun auk þess sem fléttað er inn í kennsl- una hugarkortum og flæðiritum við hönnun leikjanna. Notast verður við þrívíddar-forritunarumhverfi sem heitir Alice. Alice er drag-drop um- hverfi, í því eru engar syntax villur og því hægt að einbeita sér meira að því sem skiptir máli á þessu stigi. Tölvuhrekkir verða einnig teknir fyrir og lærum við að forrita nokkra alveg meinlausa hrekki. Markmið námskeiðsins er að að þátttakendur sjái forrit verða að veruleika auk þess sem þátttakendur munu sjá hvað forritun getur verið skemmtileg og áhugaverð. Lágmark þátttakendur er 10 manns og hámark er 14 manns. Leiðbeinendur verða á vegum Skema. Hvar: Vikurbraut 56 Grindavík Tími: 10 til 14 júní kl. 14:00 til 17:00. Verð: 25.700 kr. Skráning í síma 412-5966 eða inn á www. mss. is Kona sjómannsins Það er vel við hæfi í tilefni Sjómanna- dagsins að birta þessa mynd af lista- verki eftir Helga Va l d i m a r s s o n , Kona sjómannsins, sem stendur fyrir utan Byggðasafnið á Garðskaga.Það hlýtur oft að lenda ansi mikið á konu sjómannsins að sjá um heimili og allt sem snýr að því meðan eigin- maðurinn þarf að vera fjarverandi á sjónum. Glaðbeittur hópur ásamt keppnishöldurunum Stuart Leng og Bobby mcVitie“. Ferskir og flottir Söngsveitin Víkingar hélt nú í maí þrjá vortónleika. Víkingarnir hafa starfað í 19 ár og eru alltaf jafn hressir,ferskir og flottir. Stjórnandi Víkinganna er Steinar Guðmundsson. Gróðurmold afgreidd inn í garðinn á Suðurnesjum Moldin er hrærð með íblöndunarefnum (Kalk- þríforsfat og blákorn) Hver poki er c.a. 900 kg kr. 15.000 heimkomið Upplýsingar í síma 863-0529 Gróðurmold afgreidd inn í garðinn á Suðurnesjum Moldin er hrærð með íblöndunarefnum (K lk- þríforsfat og blákorn) Hver poki er c.a. 900 kg kr. 15.000 heimkomið Upplýsingar í síma 863-0529 Gróðurmold afgreidd inn í garðinn á Su nesjum Moldin er hrærð með íblöndunarefnum (Kalk- þríforsfat og blákorn) Hver poki er c.a. 9 kg kr. 15.000 heimkomið Upplýsingar í síma 863-0529

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.