Reykjanes - 11.07.2013, Blaðsíða 9

Reykjanes - 11.07.2013, Blaðsíða 9
11. júlí 2013 9 Guðbrandur J. Stefánsson, íþrótta-og æskulýðsfulltrúi Ánægja með hvernig til tókst Það var mikið um að vera á Sólseturshátíð í Garðinum á dögunum. Reykjanes hafði samband við Guðbrand Stefánsson íþrótta-og æskulýðsfulltrúa en hann hafði í mörgu að snúast kringum há- tíðahöldin og spurði hvernig Sólset- urshátíðin hefði heppnast. Sólseturseturshátíðarnefnd Víðis, en Knattspyrnufélagið Víðir er fram- kvæmdaraðili að Sólseturshátíðinni fyrir bæjarfélagið, er nokkuð sátt eftir helgina eða vikuna réttara sagt og þá sérstaklega með tvennt. Þátttöku bæj- arbúa og veðurguðina. Þátttaka íbúa var nokkuð meiri en nefndin hafði gert sér hugmynd um. T. a. m. mættu fjörutíu og fjórir karlar og níutíu konur á dagskrár- liðina sem voru í sundlauginni mánu- dag og þriðjudag og ríflega fjörutíu hlauparar mættu í víðavangshlaup laugardagsins. Veðrið spilar stóran þátt í slíkum hátíðum og var veðurspá helgarinnar ekkert til að hrópa húrra fyrir og nefndarmenn órólegir vegna þess. Á föstudegi fyrir hádegi var slagveður á Garðskaga og útlitið ekki bjart. En viti menn, á þeim tímum sem mest var um að vera reif „hann“ þetta af sér og datt í hægan andvara og jafnvel sólin fékk aðeins að sýna sig. Dagskrá vikunnar gekk nokkuð hnökralaust, þó alltaf komi upp atriði sem nefndin skoðar og getur bætt, en heilt yfir er nefndarfólkið nokkuð sátt. Þeir sem hafa haft samband við mig, eftir hátíðina, lýsa bara ánægju með hvernig til tókst. Vill nefndin koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku þátt, aðstoðuðu, lánuðu og/eða styrktu há- tíðina með vinnuframlagi eða öðru, en svona hátíð er ekki haldin nema að fjöldi aðila komi að. Áfram Víðir ! Magnús Stefánsson bæjarstjóri Garðs Eflir samstöðu og samheldni íbúanna Sólseturshátíð var haldin í Garðinum um síðustu mánaða-mót. Um miðja viku leit sko al- deilis ekki vel út með veðrið, en æðri máttarvöld eru hliðholl Garðinum. Það breytti um veður og birti til og var hið besta veður alla helgina. Margir sóttu ha´tíðahöldin á Garðskaga. Reykjanes hafði samband við Magnús Stefánsson, bæjarstjóra, og spurði hvaða þýðingu Sólseturshá- tíðin hefði fyrir sveitarfélagi. Sólseturshátíðin í Garði hefur mikla þýðingu fyrir íbúa Garðs og raunar þá fjölmörgu gesti sem sækja Garðinn heim árlega á þessum tíma árs. Sól- seturshátíðin og undirbúningur hennar eflir samstöðu og samheldni íbúanna, fólk hefur almennt þann metnað að vel takist til og leggur sig fram um að svo verði. Máttarvöldin hafa verið okkur hliðholl undanfarin ár og veðrið hefur leikið við hátíðina, það er auðvitað lykilatriði og skiptir miklu varðandi það hvernig til tekst. Mestur þunginn af undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar hvílir á Knattspyrnu félaginu Víði, björg- unarsveitinni Ægi og sveitarfélaginu Garði, en samstarfssamningur þessara aðila um undirbúning og framkvæmd Sólseturshátíðar er að mínu mati lyk- illinn að því að svo vel hefur til tekist með Sólseturshátíðir undanfarinna ára. Öllum þessum aðilum er þakkað fyrir þeirra framlag Sólseturshátíð í Garði Veðrið klikkar ekki Um síðustu mánaðamót var Sól-seturshátíðin í Garði haldin. Hátíðin var fyrst haldin árið 2005 og hefurb verið haldin síðan. Verulega góð mæting var á svæðinu á Garðskaga. Veðrið klikkar aldrei á Sólseturshátíð. Það sýndi sig vel núna. ÚItlitið var ekki gott en það birti upp og gerði hið besta veður um helgina. Í bænum voru sýningar, íbúar skreyttu húsin í sínum hverfalit. Reykjanes tók nokkrar myndir á hátíðinni.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.