Reykjanes - 11.07.2013, Blaðsíða 14

Reykjanes - 11.07.2013, Blaðsíða 14
14 11. júlí 2013 Sjólyst Fróðleikur um líf og starf Unu Hollvinir Unu í Sjólyst héldu sýningu í Sjólyst, í tengslum við sólseturshátíðina í Garði dagana 27. til 30. júní. Stækkaðar myndir sem sýna Unu og nokkra samferðarmenn hennar prýða nú veggi þessa litla notalega húss auk muna úr eigu Unu. Margmiðlunarefni sem Guð- mundur Magnússon formaður Hollavinafélagsins hefur unnið var og verður aðgengilegt gestum. Guðbergur bróðir Guðmundar bauð upp á kjötsúpu og Slysavarnadeildin Una bauð upp á bakkelsi með kaffinu. Mikill fjöldi gesta kom í heimsókn og kom það mörgum á óvart hversu mikið efni hefur safnast af fróðleik um líf og starf Unu Guðmundsdóttur, völvu Suðurnesja eins og hún var nefnd í grein eftir Grétar Fells í Ganglera 1958 og bók Gunnars M. Magnúss um Unu (Völva Suðurnesja) sem kom fyrst út árið 1969. Búið er að hanna og gera fallegt bókamerki þar sem fram koma upplýsingar um Unu og mark- mið Hollvinafélagsins, þau eru til sölu hjá Guðmundi (4227042 eða hollvinirunu@simnet.is) og einnig á bókasafni Garðs og eru til fjáröflunar fyrir starfsemina sem fyrirhuguð er í minjasafninu. Þar sem sýningin tókst svona vel þykir stjórn félagsins vel við hæfi að hafa sýninguna opna áfram næstu helgar, áður en hafist verður handa við að lagfæra húsið. Opnunartímar verða á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13: 00 til 17: 00. og eftir samkomulagi. Stjórn Hollvinafélags Unu Guð- mundsdóttur þakkar öllum þeim sem styrkt hafa verkefnið með ýmsum hætti og sýnt því velvilja sinn í orði og verki. Reykjanes leit við í Sjólyst á Sólset- urshátíðinni og tók nokkrar myndir. Englar og menn Strandarkirkja í Selvogi mun óma af fagurri tónlist sjö sunnudaga í sumar, en þar hefst tónlistarhá- tíðin „Englar og menn“ sunnudaginn 14. júlí. Kl 14:00 Markmið hátíðar- innar er að bjóða upp á lifandi og vandaða tónlistarviðburði á hinum sögufræga stað og auðga um leið tón- listarlíf á Suðurlandi. Björg Þórhalls- dóttir sópransöngkona er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Hún er ekki með öllu ókunnug Strandarkirkju en hún kemur nú að tónlistarflutningi þar áttunda sumarið í röð. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hátíðin er svo um- fangsmikil. Að þessu sinni eins og svo oft áður er messu og tónleikum fléttað saman. Fjóra af sunnudögunum sjö verður guðsþjónusta í kirkjunni og þá verður tónlistin samofin athöfninni – og í hin þrjú skiptin verða tónleikar eingöngu. Merkir Suðurnesjamenn Magnús Gíslason í Garði féll frá 6. júní s. l. Magnús var einn af þeim mönnum sem setti svip sinn á samfélagið í Garði og á Suðurnesjum. Magnúsi var annt um allt sem sneri að menningu á svæðinu. Hann var m. a. ritstjóri Faxa. Magnús hafði mikinn áhuga á frétta-og blaðamennsku og sinnti því gegnum árin. Blaðið Skiphól gaf hann út í Garðinum í 35 ár. Merkilegt safn af heimildum um margvíslega þætti sveitarfélagins. Magnús var einn af hinum merku mönnum Suðurnesja. jón Ögmundsson gæðir sér á kjöt- súpu. Kristjana Kjartansdóttir áhugakona um málefni Garðsins Sjólyst Una heitin Guðmundsdóttir PROMENS DALVÍK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK SÍMI: 460 5000 • FAX: 460 5001 • www.promens.com/dalvik Frábær feðafélagi! Einangraður kælikistill undir matvöru 65 lítra kælikistillinn er sérlega hentugur í útileguna, í veiðitúrinn eða í sumarbústaðinn. Hann er þéttur, vel einangraður og lætur hitastigið úti ekki hafa teljandi áhrif á sig. Kælikistillinn heldur matvörunni þinni kaldri og ferskri í langan tíma. Kistillinn er nettur og meðfærilegur með traustum handföngum, læsingu og lömum á lokinu. Ferðafélagi sem heldur öllum í góðu skapi á ferðalaginu!

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.