Reykjanes - 03.10.2013, Blaðsíða 4

Reykjanes - 03.10.2013, Blaðsíða 4
4 3. október 2013 Nemendur Fisktækni- skólans kynntu sér atvinnulífið Nemendur, kennarar og starfsfólk Fisktækiskóla Íslands í Grindavík heim- sóttu fyrirtæki og stofnanir í Grinda- vík í gær undir stjórn leiðsögn Gunnlaugs Dans Ólafssonar kennara við skólann. Seem kunnugt er var hann skólastjóri grunnskólans um árabil. Meðal annars kom hópurinn við í Kvikunni þar sem þessi mynd var tekin. Á myndinni er einnig Ró- bert Ragnarsson bæjarstjóri. Fisktækniskólinn hefur vaxið og dafnað undanfarin misseri en fyrir skömmu kom mennta- málaráðherra til Grindavíkur og undirritaði samning til eins árs um kennslu í fisktækni í tilrauna- skyni. Um er að ræða kennslu í fiskvinnslu, fiskveiðum og fiskeldi samkvæmt námsbrautarlýsingum í skólanámskrá, sem samþykkt var af ráðuneytinu 2012(Heimasíða Grindavíkur) Söguskilti um Skagagarðinn Ferða, safna og menningarnefd Garðs hefur áhyggjur af því að einn sögufrægasti staðurinn í Garðinum, sjálfur Skagagarðinum sé ekki sýndur mikill sómi. Fyrir nokkrum mánuðum var húsið Móar rifin en þar var hugmynd að setja upp staldur fyrir ferðamenn og merkingar og söguskilti um Skagagarðinn þessa einu merkustu byggingu frá landnámsöld og bærinn ber nafn sitt af. Þarna er óhrjáleg hola og hörmulegt að sjá hvernig gengið hefur verið frá eftir að húsið var fjarlægt. FSM- nefnd skorar á bæjaryfirvöld að láta nú þegar lagfæra svæðið og koma því í lag. Persónukjör í Garði? Í síðasta Reykjanesi sögðum við frá og fjölluðum um tillögu um persónukjör við næstu sveitar- stjórnarkosningar í Garði. Afgreiðslu tillögunnar var frestað með 5 at- kvæðum gegn 2. Hvert verður fram- haldið? Reykjanes óskaði eftir við forystumenn framboðslistanna D,L og N, sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn að þeir sendu blaðinu greinarkorn til að útskýra málið fyrir lesendum blaðsins. Reykjanesi barst svar frá Einari Jóni Pálssyni, oddvita Sjálf- stæðismanna. Í síðasta tölublaði Reykjaness var sagt frá tillögu sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar um persónu- kjör í næstu sveitarstjórnarkosningum í Garði. Ritstjórinn veltir nú fyrir sér hver næstu skref verða og hvort af þessu gæti orðið. Persónukjör getur verið spennandi kostur við kjör sveitarstjórnarmanna og einnig við kjör til Alþingis en það eru ekki bara kostir við persónukjör því geta líka fylgt gallar. Almenn um- ræða um persónukjör hefur ekki verið mjög mikil enda óljóst hvaða stefnu á að taka í vali á persónukjörsaðferð. Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp sem ekki var klárað á síðasta þingi og óljóst hvort það verði tekið fyrir á komandi vetri. Rétt er nú að benda á að persónu- kjör er ekki einhver nýjung því það hefur verið viðhaft í sveitarstjórna- kosningum á Íslandi um langa hríð. Fram til 1994 var meirihluti sveit- arstjórnarmanna á Íslandi kjörinn óhlutbundinni kosningu, þ.e. með persónukjöri. Þessa persónukjörsað- ferð þekkja eflaust margir en hún fólst í að kjósendur rituðu nöfn þeirra á kjörseðilinn sem þeir vildu sjá í sveit- arstjórn. Kjósendur hafa líka haft þann kost að endurraða frambjóðendum á listum við „hlutfallskosningar“ með því að númera upp á nýtt og að auki átt þann kost að strika yfir nöfn fram- bjóðenda sem þeir vilja alls ekki sjá í sveitarstjórn. En til eru ýmsar útgáfur af persónu- kjöri, má þar nefna persónukjörskerfi þar sem kjósendur geta valið fram- bjóðendur þvert á flokka eða lista, líkt og á Írlandi. Þá má nefna að á norð- urlöndunum er persónukjör viðhaft með mismunandi aðferðum og vægi á kjör manna. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér umsögn fyrr á árinu um áðurnefnt frumvarp til laga um sveit- arstjórnarkosningar (persónukjör). Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að persónukjör við sveitarstjórnarkosn- ingar verði aukið frá því sem nú er við hefðbundnar listakosningar og horft til þess kerfi sem Norðmenn nota við sveitarstjórnar- og fylkiskosningar, en það aðlagað íslenskum aðstæðum. Stjórn sambandsins telur ekki koma til álita að hafa persónukjör valkvætt sem kosningaraðferð við sveitar- stjórnarkosningar, eins og stundum hefur komið til tals og felst í tillögu N-listans, heldur verði sömu reglur að gilda í öllum sveitarfélögum. Einnig er rétt að benda á að við umræðu um persónukjör á vettvangi sambandsins hefur iðulega komið fram það sjónar- mið sveitarstjórnarmanna að réttast væri að byrja á að gera tilraunir með persónukjör í Alþingiskosningum, frekar en að gera sveitarfélögin að vettvangi slíkra tilrauna. Það getur því ekki komið á óvart að undirritaður hafi á fundi bæjar- stjórnar borið fram tillögu: „Þar sem lögum um kosningar til sveitarstjórna hefur ekki verið breytt, með ákvæðum um persónukjör, legg ég til að afgreiðslu málsins verði fre- stað.“ Einar Jón Pálsson Forseti bæjarstjórnar Garðs Gamla myndin Í Garðinum Árið 1906 keypti Thor Jensen Gerðaverslun af Finnboga Lárussyni og tók þá jafnframt við út- gerð hans. Í endurminningum sínum segir Thor Jensen frá því að sæmilega hafi aflast á vertíðinni árið 1906 og hafi hann fengið mikinn fisk til út- fluttnings auk þess sem lýsisbræðsla gaf mikið í aðra hönd. Thor var annar tveggja stærstu hluthafa í fyrirtækinu P.J. Thor- steinsson & Co „Milljónafélaginu“ sem stofnað var árið 1907. Það tók við rekstri útgerðar Thor og jók hana í mun. Athafnasemi einkenndi starf- semi félagsins og mannlífið í verstöð- inni tók á sig nýjan svip. Hermir ein heimild að félagið hafi síðasta árið sem þar starfaði gert út í Gerðum, átta áttæringa og einn sexæring. Milljónafélagið hætti starfsemi árið 1913. Þá færðist í aukana sjó- menn sem réru á eigin skipum og smærri áraskipum fjölgaði í hreppnum. Fjölgun báta á árunum 1914 – 1917 má að líkindum rekja til þess að fiskverð hækkaði mikið vegna styrjaldarinnar, sem leiddi til vaxandi samkeppni kaupmanna á Suðurnesjum um fisk. Fjöldi áraskipa í Garðinum 1913 – 1920 Ár Fjöldi skipa Skipverjar 1913 33 251 1914 64 344 1915 51 284 1916 72 260 1917 77 328 1918 69 255 1919 45 180 1920 61 234 Göngum á Þorbjörn Á fundi Frístunda og menn-ingarnefndar Grindavíkur var kynnt hugmynd að heilsueflingar- verkefni sem felur í sér laugardags- göngur upp á Þorbjörn. Nefndin hvetur UMFG til að grípa boltann á lofti og setja sig í samband við Kristján Bjarnason hugmyndasmið og hrinda þessu í framkvæmd sem fyrst.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.