Reykjanes - 03.10.2013, Blaðsíða 12

Reykjanes - 03.10.2013, Blaðsíða 12
mikið úval af flottum yfirhöfnum fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Verslunin Belladonna Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Hrísey er önnur stærsta eyjan við Ísland, 8 ferkílómetrar að flatarmáli og liggur í norðanverðum Eyjafirði, austur af Dalvík og norðaustur af Árskógssandi. Í Hrísey hefur verið samfelld byggð allt frá landsnámstíð, en Hríseyjar-Narfi Þrándarson nam eyna, samkvæmt Landnámu. Í Hrísey búa um 170 manns sem starfa einkum við þjónustu og útgerð. Hrísey er oft kölluð Perla Eyjafjarðar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hvönn Bjarni þurrkaða hvönn í poka, einnig blöndu af kerfli og hvönn sem hann segir hafa gefið mjög góða raun. með lófataki!“ Hann brosir að þessu. Á verkstæði Bjarna getur að líta ýmiss konar vélar til amboða- framleiðslu, sem hann hefur flestar smíðað sjálfar eða breytt mjög. Eina vélina, hálfsjálfvirka, bjó hann til af illri nauðsyn því eftir slys fyrir nokkrum árum missti hann mátt í hægri hendinni. En hann hélt ótrauður áfram eftir að umrædd vél var tekin í gagnið. „Hér er hnoð- byssa sem notuð er við flugvéla- smíði, ég breytti henni aðeins og hún hnoðar hausana á hrífusköftin,“ seg- ir Bjarni og sýnir gestinum græj- urnar. „Hér er gömul heftibyssa sem ég breytti þannig að nú rekur hún tindana í.“ Ánægður með mitt Bjarni hefur gert ófá amboð í gegnum árin, en þegar spurt er hvort nóg sé að gera í þeim bissness nú orðið svarar hann neitandi. „Ég geri sennilega ekki meira en þúsund hrífur á ári nú orðið. En það er svo sem allt í lagi, kominn á þennan aldur. Ég hef verið heldur lélegur, fékk líka krabbamein en það er ekkert sem yfirbugar mann. Það þýðir ekkert að gefast upp,“ segir Bjarni Thorarensen. Bjarni, sem er menntaður vél- virki, segir að þótt ýmislegt hafi gengið á hjá sér síðan um aldamót sé hann mjög ánægður með það sem hann hefur. „Svona er þetta bara og ég veit að ef ég settist í helgan stein þá dræpist ég.“ Amboð Bjarni hefur gert fjölda hrífa og orfa á verkstæðinu í gegnum árin. Við hjá Útgerðarfélaginu Hvammi ehf Hrísey framleiðum harðfisk, ýsuflök, ýsubita, þorskflök og þorskbita úr hráefni sem veitt er á línu af dagróðrarbátum Harðfiskurinn fæst í Fjarðarkaup, N1, Hagkaup, og fleiri verslunum um land allt Hvammsfiskur „Það er eitthvað alveg sérstakt við Hrísey; orkan í loftinu er mikil, það tekur um það bil mín- útu að komast út í náttúruna og þegar gengið er beint í austur og komið yfir hæsta punkt eyj- arinnar deyja öll þessi nýmóðins hljóð út. Þá er algjör þögn, í mesta lagi að heyrist í öldunni,“ segir Aðalsteinn Bergdal leikari sem búið hefur í Hrísey und- anfarin ár. Hringt var í Aðalstein úr eynni fyrir nokkrum árum og spurt hvort fjölskyldan hefði áhuga á að eignast þar hús. Hvers vegna spyrðu að því? spurði Aðalsteinn á móti. Vegna þess að það sást til ykk- ar kíkja á glugga hér í eynni um daginn, svaraði maðurinn. Það stóð reyndar heima! „Ég hafði verið þvælast á ýmsar há- tíðir sem trúðurinn Skralli, með- al annars í Hrísey, og sú hug- mynd hafði komið upp að sniðugt yrði að eignast sumarhús hér. Fjölskyldan kom einhvern tíma með mér og þá kviknaði reyndar sú hugmynd að hér yrði hrein- lega gott að eyða restinni af æv- inni!“ Svo fór að fjölskyldan keypti hús í Hrísey. Síðan skildu reyndar Aðal- steinn og eiginkonan og hún flutti burt, en „ég er hér enn“, segir hann. Dóttir Alla, yngsta barn hans, bjó hjá föður sínum í nokkur ár en er nú flutt suður og farin í skóla. En hann fer hvergi. „Kyrrðin hér er mikil og mjög fallegt. Fjöllin allt í kring og stórkostlegt að geta farið út á trillu og fiskað smávegis. Ég á trilluhorn sem gerir mér það kleift.“ Trillan er smíðuð á Dalvík 1949, árið sem Alli fæddist. „Og heimilisvagninn er dráttarvél, Ferguson 59. Þetta er nærri því sveitalíf en þó ekki alveg …“ Alli setti síðasta vetur á svið nýtt verk ásamt gömlum vinum, Þráni Karlssyni og Gesti Einari Jónassyni, þar sem þeir léku sjálfa sig. Verkinu var afar vel tekið og sýnt víða um land. Alli upplýsir að hann hafi verið að skila af sér handriti að ævintýra- söngleik til ónefnds leikfélags og hugsanlega verði það sett upp. Þá er Skralli trúður á lífi, „og ef einhver hefur áhuga er ég til í að leikstýra, hvar sem er á land- inu!“ segir Alli og hlær. Aðalsteinn Bergdal leikari býr í Hrísey Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ánægður Aðalsteinn Bergdal leikari unir hag sínum vel í Hrísey. Þá deyja öll þessi nýmóðins hljóð út „Við erum á meðal þeirra örfáu sem komu aftur heim til Hríseyjar eftir nám; Jóhann var í Vélskólanum og ég í Stýrimannaskólanum,“ segir Þröstur. „Við gerðum fyrst út á rækju framundir aldamót en þegar veiði minnkaði mikið var enginn grundvöllur fyrir því að halda áfram. Við seldum því bátinn og snerum okkur að fiskvinnslu og smábátaútgerð.“ Vinnslan er síbreytileg, í áratug lögðu bræðurnir aðal- áherslu á léttsöltuð, fryst flök en undanfarin þrjú ár hafa þeir unnið fersk flök og harðfisk. „Við flökum aðallega fyrir Hnýfil á Akureyri auk þess sem fyrirtæki í Reykjavík kaupir af okkur. Stundum sendum við fisk með flugi úr landi en meginþorrinn fer í Hnýfil og suður.“ Harðfiskurinn fer nánast allur á innanlandsmarkað nema hvað þeir hafa reglulega selt dálítið til Færeyja síðasta árið. „Hvammsfiskurinn hefur fengið ágætis við- tökur,“ segir Þröstur. Þeir hafa einnig þurrkað hausa. „Í fyrra keyptum við dálítið af keilu til að hengja upp og seldum skreið til Níg- eríu. Við höfum ekki gert það í ár því mikil óvissa er á markaði þar úti. Í fyrra keyptum við rúm 100 tonn og hengdum upp og eigum enn hjallana þannig að það er aldrei að vita með framhaldið.“ Starfsmenn Hvamms eru 18-20 eftir því hve mikið er umleikis, en reyndar ekki allir í fullu starfi. Þröstur segir margt breytt í Hrísey frá því á árum áð- ur. „Á árunum milli 1980 og 90 var til dæmis mikið meira um að vera og mun fleiri í eynni. Hér er reyndar mikið líf yfir sumarið og mikið um ferðamenn, en miklu færri með fasta búsetu en áður. Það er að vísu enn tölu- vert um að fólk komi hingað um helgar, þótt komið sé fram á haust, bæði starfsmannahópar og fólk sem á hér hús.“ Hann segir gott að vera í Hrísey. „Að minnsta kosti er maður hérna!“ segir hann, en nefnir að eyjarskeggjar hafi orðið fyrir töluverðu höggi í sumar þegar stór fjöl- skylda flutti á brott; hátt í 20 manns, eftir að skeljarækt- in lagðist af. Og í skólanum hafi börnunum fækkað úr 25 í 17. Þröstur vill gjarnan að eyin verði fjölmennari á ný. „Okkur vantar fleira fólk. Hér er nóg pláss og eitthvað af húsnæði; fyrir þá sem vinna sjálfstætt í gegnum tölvu er það til dæmis ekki vitlaus kostur að búa í Hrísey, ef fólk vill komast aðeins út úr.“ Hann segist stundum verða var við að þeir sem ekki þekkja til setji samasemmerki milli Hríseyjar og Gríms- eyjar. „Sumir átta sig ekki á fjarlægðum. Það er ekki hægt að segja að við séum afskekkt því það tekur ekki nema klukkutíma í allt að koma sér inn eftir [til Ak- ureyrar], níu ferjuferðir eru á dag milli lands og eyjar og ferjan ekki nema fimmtán mínútur á milli. Það er aldrei ófært nema geri brjálað veður og þá getur hvort eð er enginn verið á ferðinni,“ segir Þröstur Jóhannsson. Á íbúafundi um framtíð Hríseyjar á dögunum kom fram áhugi á aukinni ferðaþjónustu, að sögn Lindu Maríu Ásgeirsdóttur, skrifstofustjóra á bæjarskrifstofunni. „Okkur vantar meiri gistimöguleika í eynni og svo er fólk áhugasamt um ýmsan smá- iðnað,“ segir Linda María. Nokkur herbergi standa ferðafólki til boða á Brekku, fyrirtæki í ferðaþjónustu bænda með tvö hús, en „okkur vant- ar gistiheimili eða hótel sem gæti hýst hópa. Ég vona að fundurinn hafi kveikt í fólki og það verður spenn- andi að sjá hvort einhverjir séu tilbúnir að gera eitthvað“, segir Linda. Vantar gistimöguleika HVER ER FRAMTÍÐ HRÍSEYJAR? Linda María Ásgeirsdóttir, skrif- stofustjóri Akureyrarbæjar í Hrísey.  Næst verður komið við í Grímsey á 100 daga hring- ferð Morgunblaðsins. Á morgun MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2013 3. október 2013 Sambandsþing Norræna félagsins 2013 Sambandsþingið var haldið var í Gerðarskóla í Sveitarfélaginu Garði 21. – 22. september 2013, en það er í fyrsta sinn sem þingið er haldið á Suðurnesjum. Á dagskrá voru venjuleg þingstörf, skýrsla stjórnar og reikningar félagsins lagðir fram auk kosninga. Þing- nefndir störfuðu og m. a. var unnið að stefnumótun varandi hlutverk félagsins, framtíðarsýn, gildi og áherslur. Á sunnu- dagsmorgni var þingfulltrúum boðið í hringferð um Suðurnes undir leiðsögn Þorvaldar Arnar Arnasonar úr Vogum. Var almen ánægja með ferðina. Ný sambandsstjórn Norræna félags- ins á Íslandi var kosin til tveggja ára á þinginu. Í stjórn voru valin Ragnheiður H. Þórarinsdóttir formaður, Bogi Ágústs- son varaformaður, Birna Bjarnadóttir gjaldkeri, Jóngeir Hlinason ritari og Erna M. Sveinbjarnardóttir, Helga Gunnars- dóttir, Torfhildur Þorgeirsdóttir, Iris Dager og Þorlákur Helgason meðstjórn- endur. Norræna félagið á Íslandi var stofnað árið 1922 með það fyrir augum að efla samstarf og vináttutengsl Íslendinga og annarra Norðurlandabúa. Starfað er í 30 félagsdeildum um allt land og er starf þeirra mjög fjölbreytt. Víða er kjölfesta deildanna norrænt vinabæjasamstarf, ungmennaskipti, viðburðahald og sam- starf við viðkomandi sveitarfélag um nor- ræn verkefni. Norræna félagið er félag í vexti og fjölgar félagsdeildum reglulega. Góð þátttaka var á þinginu og þótti það takast í alla staði mjög vel. Norræna félagið þakkar öllum þeim sem komu að því að svona vel tókst til. Erna M. Sveinbjarnardóttir, for- maður Norræna félagsins í Garði 12

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.