Reykjanes - 03.10.2013, Blaðsíða 8

Reykjanes - 03.10.2013, Blaðsíða 8
8 3. október 2013 Veitingastaðurinn Brúin í Grindavík Konan í brúnni kallinn á plani Hjónin Sigríður Gunndórs-dóttir og Ólafur Arnberg Þórðarson eiga og reka stóran veitingastað í Grindavík. Veitingastað- urinn ber nafnið Brúin. Reykjanes heimsótti staðinn nýlega og fyrsta spurning, hvers vegna Brúin. Jú við vorum í útgerð sagði Ólafur Arnberg. Ég var stýrimaður og skipstjóri. Bát- urinn var Eldhamar. Að sjálfsögðu var þarna komin skýringin á nafni veitingahússins. Brúin er flott nafn á veitingastað í Grindavík. - Hvers vegna hættuð þið í útgerð? Það var hreinlega ekki hægt að gera út lengur með leigukvóta. Blaðinu var því snúið við og húsnæði nýtt í að stofna veitingastað. Við opnuðum síðasta sjó- mannadag. Jú, við erum ánægt með viðtökurnar en aðsókn mætti vera meiri. Þau sögð- ust þó bjartsýn á framhaldið. það tekur sinn tíma að komast á kortið. Suðurstrandavegur tengir okkur vel við Suðurlandið. Brúin er opin frá kl.11: 00 til 22: 00 eða lengur ef með þarf. það kom t. d. oft fyrir í sumar að túristar voru að koma á seint á kvöldin og auðvitað þjónust- uðum við þá. Brúin er veitingastaður í ódýrari kantinum. Fjölbreyttar veitingar eru á matseðl- inum. Höfuðáherslan er þó lögð á fisk og fiskrétti. Ólafur Arnberg sagði að þau væru búin að ráða til sín kokk, en eldhúsið er stórt og vel útbúið. Framundan eru ýmsar uppákomur m. a. til styrktar Sunddeild UMFG. Stórveisla verður 8. nóvember n. k. Fram kom hjá þeim hjónum að framundan væri 40 herbergja hótel- bygging í nágrenninu, - Verðið þið með Jólahlaðborð? Já, að sjálfsögðu ætlum við að vera með jólahlaðborð. Byrjum seinnipartinn í nóvember. Salurinn hjá okkur getur tekið 130 manns í sæti í jólahlaðborð. Já, Brúin er glæsilegur veitinga- staður, sem við hvetjum Suðurnesja- menn að prófa. - Að lokum spurði ég hvernig væri fyrir fyrrverandi skipstjóra að reka svona stað, hvernig er verkaskiptingin? Konan er í brúnni, kallinn á plani sagði Ólafur Arnberg. S. J. Skrifað undir samning um Fisktækniskólann Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Ólafur Þór Jóhannsson, formaður stjórnar Fisktækniskóla Íslands, undirrituðu samning til eins árs um kennslu í fisk- tækni í tilraunaskyni. Um er að ræða kennslu í fiskvinnslu, fiskveiðum og fiskeldi samkvæmt námsbrautarlýs- ingum í skólanámskrá, sem samþykkt var af ráðuneytinu 2012. Kennslan fer að mestu fram í Grinda- vík en einnig er unnið að uppbyggingu náms í fisktækni víða um landið í sam- starfi við heimamenn á hverjum stað. Jafnframt er í samningnum gert ráð fyrir að skólinn þrói námsbrautir á sviði fisk- tækni og standi að kynningum á námi í fisktækni í samstarfi við framhaldsskóla og framhaldsfræðsluaðila. 30 nemendur munu stunda nám við skólann í Grinda- vík í haust. Fisktækniskóla Íslands í Grinda- vík var komið á fót á vordögum 2010 og hefur það að markmiði að bjóða grunnnám á sviði veiða (hásetanám), fiskvinnslu og fiskeldi á framhaldsskóla- stigi ásamt endurmenntun fyrir starf- andi fólk. Þá mun skólinn bjóða nám í netagerð (veiðafæragerð) á grundvelli samstarfssamnings við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Skólinn er afurð samstarfs Grindavíkurbæjar, fyrirtækja og stéttar- félaga á Suðurnesjum á sviði veiða, vinnslu og fiskeldis. Einnig Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, fræðsluað- ila og einstaklinga á Suðurnesjum sem tóku sig saman og stofnuðu félag til að efla menntun og fræðslu á Íslandi á sviði veiða, vinnslu og fiskeldis. Fram kom í máli Ólafs Jóns Arn- björnssonar skólastjóra að 1500 einstak- lingar hafa sótt námskeið á vegum Fisk- tækiskólans. Nemendur við skólann í haust verða 30. Ólafur Jón skólameistari Dragnótaafli er þokkalegur Þann 30 september þá lauk makrílveiðunum á handfær-unum en afli bátanna núna í september var æði misjafn. Þó nokkrir bátar hættu veiðum og fóru á línuna. t. d Pálína Ágústdóttir GK sem var búinn að landa 25 tonnum af makríl í 8 róðrum. Báturinn fór austur á Neskaupstað og hefur landað þar 19 tonnum í 5 róðrum. Fjólu GK hefur gengið nokkuð vel og er kom- inn með 56 tn í 14 róðrum, mest 8,1 tonn í einni löndun og reyndar þá landaði Fjóla GK tvisvar sama daginn samtals um 11 tonnum. Reynir GK er með 42 tn í 16 róðrum og mest 6,7 tonn í róðri. Siggi Bessa SF frá Hornafirði hefur landað makríl í Keflavík og gekk ansi vel, var með 54 tn í 10 róðrum og mest 8,5 tonn í einni löndun. Bátur- inn mest með 14,6 tonn á einum degi í tveim löndunum. Æskan GK er með 23 tn í 12 róðrum og mest 3,9 tonn í einni löndun. Mest allur smábátalínubátafloti suðurnesjamanna er staðsettur við Austurland og nokkrir bátar eru á Norðurlandinu þá aðalega á Skaga- strönd. Afli bátanna við Austanvert landið er ansi góður. Gísli Súrsson GK er með 96 tn í 15 róðrum og mest 10,6 tonn í einni löndun. Auður Vé- steins SU 92 tn í 15 og þar af 11,3 tonn í einni löndun. Þórkatla GK 89 tn í 14 og mest 11,5 tn í einni löndun. Hópsnes GK 85 tn í 14 og mest 12,4 tn í einni löndun. Bergur Vigfús GK 88 tn í 16. Von GK 81 tn í 15. Óli á Stað GK 80 tn í 11 og mest 10 tonn í einni löndun. Daðey GK 75 tn í 15. Allir bátarnir að ofan eru að landa á Austulandi. Dúddi Gísla GK er á Skagaströnd og hefur landað þar 66 tn í 12 róðrum. Muggur KE er með 51 tn í 11 líka á Skagaströnd. Stærri línubátarnir eru eins og þeir minni að flakka útum allt land, og eru að landa ansi víða. t. d Kristín ÞH 375 tn í 5 á Húsavík. Tómas Þor- valdsson GK 300 tn í 7 í Grindavík og Djúpavogi. Í sömu höfnum hafa hinir Þorbjarnarbátarnir landað afla. Sturla GK 288 tn í 6, Valdimar GK 270 tn í 6, Ágúst GK 260 tn í 5. Jóhanna Gísladóttir ÍS 331 tn í 5 á Húsavík og Djúpavogi. Gulltoppur GK sem er á balalínu og landar á Djúpavogi er með 107 tn í 16. Dragnótaafli er þokkalegur. Sig- urfari GK er hæstur með 143 tn í 14 róðrum og mest 28 tonn í einum róðri. Örn KE er með 100 tn í 13. Farsæll GK 80 tn í 14. Siggi Bjarna GK 75 tn í 13. Benni sæm GK 67 tn í 13. Njáll RE 61 tn í 11, Arnþór GK 60 tn í 12 og Askur GK 33 tn í 14. Ekki eru margir netabátar á veiðum Happsæll KE er með 30 tn í 13 og Maron GK líka 30 tn en í 10 róðrum. Aflaskipið Erling KE er kominn af stað og hann byrjar ansi vel. Því í fyrsta róðri sínum þá landaði bátur- inn 45 tonnum í Grindavík þar sem að ufsi var 39 tonn. Báturinn hefur landað 82 tonnum í tveim róðrum í Grindavík og er ufsi uppistaða aflans. Frystitogarinn Baldvin Njállsson GK hefur landað 1181 tonn, í tveim löndum og þar af var seinni löndunin 570 tonn eftir ekki nema tæpa 14 daga á veiðum eða um 40 tonn á dag sem er mokveiði. Hrafn Svein- bjarnarsson GK hefur landað 872 tonnum í 2 löndunum og var seinni túrinn um 380 tn eftir um 14 daga á veiðum. Hrafn GK er með 804 tn í 2 löndunum og að lokum Gnúpur GK sem er með 656 tonn í einni löndun, Tungufell BA er eini sæbjúgubátur landsins þessa stundina og hefur landað í Keflavík og er kominn með þar 56 tn í 12 róðrum. Gísli R. Aflafréttir Fallegt haustkvöld Þau geta verið falleg haustkvöldin á Suðurnesjum.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.