Reykjanes - 03.10.2013, Blaðsíða 9

Reykjanes - 03.10.2013, Blaðsíða 9
3. október 2013 9 Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is. Virkni barna og unglinga í íþróttum Börn og unglingar sem stunda íþróttir þurfa að fá næringu í samræmi við virkni sína. Það þýðir samt ekki að þau eigi að fá sér orkustengur eða gosdrykki. Í stað þess ættu þau að hafa það sem reglu að fá sér vatn og banana til að hafa þrek og orku fyrir daginn. Hvert andartak, hver hreyfing og sérstaklega hvert lík- amsátak þarfnast orku. Því lengur og ákafar sem er æft því meiri er hitaein- ingaeyðslan. Börn og unglingar sem æfa mikið þurfa að hafa næga orku og næringarefni. Næringarskortur getur leitt til þroskatruflana sem geta svo leitt til veikinda. Góð og holl næring er bráðnauðsynleg ungum íþróttamönnum. Vítamín eru hins vegar engin undraefni því óskipulögð inntaka vítamína getur valdið alvar- legum heilsufarsvandamálum. Best er að ráðfæra sig við lækni ef inntaka vítamína er talin nauðsyn. Til að ná besta mögulega árangri í íþróttum er ráðlegt að fá sér fimm til sex litlar máltíðir á dag en forðast skal át rétt fyrir keppni eða æfingu. Gott er að nærast tveimur klukkutímum fyrir íþróttaæfingu. Tilvalin næring er ávextir og múslí og á milli leikja má fá sér hnetur, múslístengur eða þurrk- aða ávexti. Ekki má gleyma að drekka nóg af vatni og einnig getur verið gott að fá sér eplasafa. Síðast en ekki síst er mikilvægt að foreldrar ungra íþróttamanna séu virkir, meðal annars með því að fylgjast með æfingum og keppni. Foreldrar ættu auðvitað að vera mestu aðdáendur barna sinna. Almennar reglur um næringu snú- ast um að borða nóg af jurtaríkum mat, minna af dýraafurðum og lítið af fituríkum mat. Aldurstengdir dag- skammtar af hitaeiningum þurfa að fara upp í 90% af orkuþörf líkamans. Börn á aldrinum 10 til 12 ára ættu að fá um það bil 2150 hitaeiningar á dag, stúlkur á aldrinum 13 til 14 ættu að fá 2200 hitaeiningar og strákar á sama aldri um 2700 hitaeiningar. Stúlkur frá 15 til 18 ára ættu að fá 2500 hitaeiningar daglega en drengir hins vegar 3100. Um 55% allrar orku líkamans kemur úr kolvetnum, korni, kartöflum, núðlum og ávöxtum. Fita er um það bil 30% orkunnar en hún er fengin úr olíu, smjörlíki og smjöri. Hin 15% orkunnar koma úr próteini, mjólk, kjöti, fiski og eggjum. Ekki er hægt að segja að einhver næringarefni séu hollari en önnur. Hvaða næring sem er getur í raun flokkast sem „holl- usta“. Börn vita nákvæmlega hvað þau vilja borða og hvað ekki. Ráðlegt er að taka þau með út í búð að versla til að kanna hvað verður fyrir valinu hjá þeim. Stundum má líka fá sér hamborgara sem inniheldur að vísu mikið af hitaeiningum og fitu en það má borða hann með grænmeti eða salati og fá sér til dæmis ávexti eftir á. Einnig er ráðlegt að fá sér lítinn skammt af hráu fæði, til dæmis ferskt salat eða ávexti fyrir hverja máltíð. Það hefur góð áhrif á starfsemi þarma og getur dregið úr hægðatregðu. Einn þriðji daglegrar næringar ætti að vera hrámfæði. Þarmarnir geta tekist á við ýmislegt misjafnt en ekki of mikið á heilli mannsævi. Góð þarmahreinsun fæst meðal annars með því að borða ferska og þurrkaða ávexti, hrátt grænmeti, hörfræ og sólblómafræ. Draga má úr uppþembu í maga og þörmum með neyslu á belgávöxtum, lauk, hvítkáli, blómkáli, rauðkáli, geri, nýbökuðu brauði og drykkjum sem innihalda kolsýru. Fæða sem hefur herpandi áhrif á þarmastarfsemi eru bananar, hnetur, möndlur, kókosmjöl, þurr ostur og ekki síst súkkulaði. Lyktarmyndandi fæðuvörur eru egg, fiskur, kjöt, laukur og hvítlaukur en trönuberjasafi, jógúrt og steinselja draga úr lykt. Ungar konur á fyrstu árum tíða- blæðinga, ekki síst virkar íþrótta- konur á frjósemisaldri, fá tíðaverki og um það bil 10% kvenna upplifa harða verki samfara tíðablæðingum. Hugsanir um næstu blæðingar hvern mánuð hjá stúlkum birtast oft í streitu, Ungar konur á fyrstu árum tíðaverkja vanlíðan og pirringi. Oftast eru það efni sem líkaminn framleiðir sjálfur sem hafa áhrif á vöðvasamdrátt í legi þegar legslímhúðin losnar frá en einnig gætu líffærasjúkdómar haft áhrif þar á. Þá þarf að leita til læknis. Þriðji þátturinn, sem skiptir ekki síst máli, er sálræna og andlega álagið sem kann að auka einkennin. Til að forðast tíðaverki er gott að auka inntöku járns nokkrum dögum áður en blæðingar hefjast því járn eykur blóðmyndun fyrir og á meðan á blæð- ingum stendur. Járn fæst með neyslu á kjöti, lifur, grænmæti og heilhveiti- afurðum. Járninntaka hefur einnig jákvæð áhrif á efnaskipti próteina. Magnesíum hefur einnig áhrif á tíða- verki. Bananar, hnetur og hýðishrís- grjón auka magnesíum í líkamanum sem getur hjálpað gegn tíðaverkjum. Gott getur verið að fara í gufubað frá þriðja degi blæðinga eða í heitt bað frá öðrum degi því hlýja getur dregið úr tíðaverkjum. Gamalt húsráð er að setja hitapoka við kviðarhol nokkrum sinnum á dag í 20 mínútur. Vöðvaslakandi aðferðir eru í raun allt sem tengist jóga og nuddi en einnig geta æfingar eða leikfimi hjálpað. Það er bæði gott fyrir vöðva og öndun. Birgitta Jónsdóttir Klasen Náttúrulækningar Heilsumiðstöð Birgittu Hafnargötu 48a Sumarlestur 2013 í Garði Að vanda stóð bókasafnið í Garði fyrir svokölluðum sumarlestri á nýliðnu sumri. Þá voru börnin hvött til að lesa sem mest. Fjórir nemendur fengu sér- stakar viðurkenningar en þeir lásu flestar blaðsíður í sumar. Þeir eru Amelía Björk Davíðsdóttir í 5. bk. , Neil Einar Christian Einarsson í 7. bk. , Bergsteinn Örn Ólafsson í 7. bk. og Friðrik Smári Bjarkason í 5. bk. Þessir nemendur lásu um 1000 til 1700 bls. í sumar. Nemendur fengu viðurkenningar fyrir dugnaðinn. Alls voru 42 börn skráð í sumarlestur- inn, aðeins færri en í fyrra. Fjórir heppnir þátttakendur hlutu einnig viðurkenningar en það voru Amelía Björk Davíðsdóttir í 5. bk. , Emelía Hrönn Agullar í 3. bk. , Neil Einar Christian Einarsson í 7. bk. og Tómas Poul Einarsson í 4. bk. Kvenfélagið Gefn gaf bókagjafir. (Heimasíða Gerðaskóla) Tvöfaldur regnbogi Haraldur Hjálmarsson áhugaljós-myndari, sjómaður og golfari tók þessa frábæru mynd af kirkjugarðinum á Stað sem er staðsettur rétt vestan við Grindavík og liggur að sjó. Eins og sjá má er tvöfaldur regnbogi yfir kirkju- garðinum. Undanfarin ár hefur ötullega verið unnið að stækkun og fegrun bæði garðs og umhverfis. Gamli og nýi garðurinn tengjast saman með litlu torgi þar sem tvær styttur eru staðsettar. Önnur af Sr. Oddi V. Gíslasyni og hin er minnisvarði um horfna sjómenn. (Heimasíða Grindavíkur) Hressilegur söngleikur í Frumleikhúsinu Reykjanes leit við í Frumleik-húsinu eitt kvöldið í síðustu viku. Hópur ungs fólks var þar á fullu að æfa söngleikinn Grís. Það var líf og fjör á æfingunni. Frum- sýning á verkinu verður á morgun (föstudag) kl.20: 00. Önnur sýning er á sunnudag kl.16: 00. Sýningar verða svo auglýstar nánar. Spurðar um sýn- ingarfjölda sögðu leikstjórarnir að það færi alveg eftir aðsókn. Vonadi kunna Suðurnesjamenn vel að meta þetta, þannig að sýningar verði sem flestar.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.