Reykjanes - 03.10.2013, Blaðsíða 14

Reykjanes - 03.10.2013, Blaðsíða 14
14 3. október 2013 Nýsmíði eða breytingar Framleiðum línuskífur í öllum stærðum úr Hardox eða ST-52. Höfum einnig á lager hinar frábæru línuslæður. Nánar á www.vgsmidja.is Stóru-Vogaskóli kom- inn með Grænfána Eftir tveggja ára undirbúning er Stóru-Vogaskóli loksins farinn að flagga Grænfána. Fulltrúi frá Landvernd, Gerður Magnúsdóttir, kom sl. þriðju-dag og gerði úttekt á skólanum. Hún fór í heimsókn í nokkrar stofur og talaði við nemendur og starfsfólk auk þess að lesa um það sem gert hefur verið. Niðurstaðan varð sú að við skyldum fá grænfána og kom Gerður aftur í dag, föstud. 20. sept. , og afhenti fánann í Tjarnarsal að við- stöddum öllum nemendum og starfs- fólki. Gerður fór í heimsókn í nokkrar stofur, talaði við nemendur og það var virkilega gaman að heyra hvað allir voru með á nótunum. Umhverfisnefnd skólans, sem í eru nemendur og starfsfólk, fylgist með umhverfismálum, kemur með tillögur til úrbóta og útbýr stefnu skólans í um- hverfismálum, sem sjá má á heimasíðu skólans. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um lönd sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfis- stefnu í skólum. Nú taka þátt skólar með u. þ. b. 10 milljón nemendum í 60 löndum, þar af um 230 á Íslandi. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglega umgengni og rekstur skóla. Þau auka þekkingu nem- enda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í um- hverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri. Grænfáni mun væntanlega blakta við hún við Stóru-Vogaskóla næstu 2 árin, en þá verður gerð úttekt á ný og metið hvort skólinn skuli halda fán- anum, en til þess þarf að sýna úthald og framfarir. SIGURÐUR Ragnar Bjarnason, fyrrverandi hafnarstjóri, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði og fréttaritari Morgunblaðsins, setti mik- inn svip á samfélagið á Suðurnesjum. Hann lést langt um aldur fram árið 1996 á 65. aldursári. Sigurður var fæddur 28. mars árið 1932 í Sandgerði. Hann lauk vélstjóra- prófi frá Vélskólanum í Vestmanna- eyjum árið 1950 og fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1961. Hann var sjómaður og vél- stjóri á ýmsum skipum og skipstjóri hjá Guðmundi Jónssyni árið 1960 til 1963. Skipstjóri á eigin bátum var Sigurður á árunum 1963 til 1977. Hann gerðist hafnarvörður í Miðnes- hreppi árið 1978 og varð hafnarstjóri í Miðneshreppi árið 1988. Sigurður starfaði að félagsmálum sjómanna og fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var varamaður í hreppsnefnd Miðneshrepps á árunum 1982 til 1986 og hreppsnefndarfulltrúi D-listans á árunum 1986 til 1990. Hann var bæjarfulltrúi í Sandgerði og fyrsti forseti bæjarstjórnar er sveitarfélagið fékk kaupstaðarréttindi árið 1990. Hann var um nokkurt skeið fréttaritari Morgunblaðsins í Sand- gerði. Merkir Suðurnesjamenn

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.