Reykjanes - 12.12.2013, Blaðsíða 2

Reykjanes - 12.12.2013, Blaðsíða 2
2 12. desember 2013 Reykjanes 23. Tbl.  3. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk­ ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Viltu segja skoðun þína? Nýlega var birt skoðankönnun um fylgi við hugsanleg framboð í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ. Kosningarnar fara fram í lok maí á næsta ári. Margt athyglisvert kemur fram í þessari könnun. Aðeins 54% þeirra sem spurðir voru voru tilbúnir að nefna framboð sem þeir styddu. Það er ansi stór hluti kjósenda sem ekki hefur gert upp hug sinn eða vill ekki svara. Óvissan er því mikil en samt sem áður er þessi könnun eins og aðrar vísbending um það hvernig staðan er á þeim tíma þegar spurt er. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta í nokkur kjörtímabil og Árni Sigfússon verið bæjarstjóri og leiðtogi.Á síðustu árum hefur ástandið verið ansi slæmt,atvinnuleysi mikið, hvergi eins mikið af uppboðum og á Suðurnesj- um,skuldastaða bæjarins erfið. Ansi lítið gerst á síðustu árum í atvinnuupp- byggingu. Þrátt fyrir erfiða stöðu nýtur Sjálfstæðisflokkurinn enn mikils traust þótt hann tapi fylgi frá síðustu kosningum. Miðað við stöðu flokksins á landsvísu er staðan góð í Reykjanesbæ. Sjálfstæðisflokkurinn myndi halda meirihluta sínum. Reyndar á eins og hjá öðrum eftir að koma í ljós hverjir verða í framboði og hvort Árni Sigfússon muni gefa kost á sér sem bæjar- stjóraefni áfram. Ekki er það síður athyglisvert að Samfylkingin skuli missa 12% fylgi,þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu í nokkur kjörtímabil. Kjósendur í Reykjanesbæ virðast alls ekki getað hugsað sér að veita flokknum traust til að stjórna bænum. Framsóknarflokkurinn virðist sigla nokkuð lygnan sjó og halda sínu fylgi þokkalega. Svo komum við að því furðulega. Björt framtíð og Píratar fá ágætis fylgi og ná inn sitt hvorum manninum. Á þessari stundu er ekki vitða hvort þessar hreyfingar ætla að bjóða fram. Ekki er vitað hverjir yrðu þar í forystu. Ekki er vitað hvað þessar hreyfingar bjóði þær fram ætla að leggja áherslu á. Þrátt fyrir það fá þær ágætis fylgi. Allt mun þetta skýrast á næstu vikum og þá verður kannski frekar hægt að marka skoðanakannanir. Bjartari tími framundan Mikil umræða hefur á síðustu dögum farið fram um slaka niðurstöðu á Pisa könnun,þar sem 15 áera unglingar í yfir 60 löndum eru mældir. Um er að ræða könnun á lesskilningi og könnun í stærðfræði og náttúrufræði. Staða Íslands hefur farið versnandi. Versta útkoman á landinu er svo hér á Suðurnesjum. Þessi niðurstaða hlýtur að vekja upp ýmsar spurningar. Við höfum séð að nemendur hér á Suðurnesjum hafa verið að ná áægtis árangri í samræmdum prófum að undanförnu. Við höfum fylgst með að unnið hefur verið markvisst að uppbyggingu á skólastarfi í grunnskólunum.Við verðum því að gæta okkar að dæma ekki þessa niðurstöðu Pisa könnunar allt of hart. Áfram verður að halda uppi því jákvæða starfi sem unnið er í skólanum. Eftir 3 ár kemur ný könnun. Miðað við það sem hefur verið að gerast á síðustu misserum í skólastarfinu hlýtur að vera bjartari tími framundan. Sigurður Jónsson, ritstjóri Leiðari Stuðningur við hvað og hvern Reykjanes kemur næst út fimmtudaginn 9. janúar 2014. næsta blað Framundan á Nesvöllum Fimmtudagur 12. des. kl.14:00 Eldeyjarkórinn stjórnandi Arnór Vilbergsson Föstudagur 13. des. kl.14:00 Flugfreyjukórinn stjórnandi Magnús Kjartansson Mánudagur 16. des. kl. 14:00 Holtaskólakórinn Aðventustund/Gaman saman Þriðjudagur 17. des. kl. 14:00 Jólabingó Miðvikudagur 18. des. kl. 14:00 Spilavist Fimmtudagur 19. des. kl. 11:30 Jólamatur í Mötuneyti,tónlistaratriði Föstudagur 20. des. Jólahugvekja séra Skúli og Arnór organisti Mánudagur 23. des. Skötuhlaðborð Menu4u veitingar Jólaljósin tendruð Ljósin voru kveikt á jólatré Sand-gerðisbæjar við Grunnskólann í Sandgerði miðvikudaginn 4. desember. Sigrún Árnadóttir bæj- arstjóri flutti ávarp, Áttundirnar og Barnakór Sandgerðis sungu og jóla- sveinar kíktu í heimsókn. Foreldrafé- lag grunnskólans bauð upp á kakó og piparkökur. Ung skólastúlka Eydís Rut Ragnarsdóttir tendraði ljósin. Mikill mannfjöldi var á svæðinu og skemmti sér vel í frosti og jólastemmingu. Silla E. Bíll til sölu Nissan Note árg 2007 er til sölu. Sjálfskiptur ekinn 120 þús. km. Hagstætt verð. Nánari upplýsingar í síma 823 0701. Guðni léttur í lund Síðasta föstudag mætti Guðni Ágústsson á Nesvelli til að kynna ný útkomna bók sína. Guðni fór á kostum og sagði margar skemmtisögur, sem eru í bókinni. Salurinn á Nesvöllum var troðfullur og fékk Guðni góðar undirtektir. Hörkutól í stafgöngu Það voru nokkur hörkutól sem mættu í göngu í morgun og létu vetur konung ekkert á sig fá. Gangan er hluti af dagskrá átaks- ins „Eflum líkama og sál - heilsuefl- ing eldri borgara“ sem er í fullum gangi þessar vikurnar. Viðburðirnir eru í boði Sandgerðisbæjar og því er kjörið fyrir alla Sandgerðinga 60 ára og eldri að nýta sér tækifærið og taka þátt og hafa gaman að því að hreyfa sig og hitta mann og annan. Dagskrána má nálgast á heimasíðu bæjarins. Þau Björn, Lydia, Sigurður, Sig- ríður og Auður létu veðrið ekki aftra sér og mættu galvösk í göngu þrátt fyrir kulda og rok. Hér eru þau ásamt Ragnheiði Ástu leiðbeinanda. (Heimasíða Sandgerðis) Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.