Reykjanes - 12.12.2013, Blaðsíða 14

Reykjanes - 12.12.2013, Blaðsíða 14
14 12. desember 2013 C M Y CM MY CY CMY K RE121213.pdf 5.12.2013 16:10:20 Stór og mikill víkingur Helgi Valdimarsson lista-maður í garði hefur að undanförnu unnið að gerð heljarinnar víkings. Reykjanes leit við einn daginn hjá Helga. Þessi víkingur er engin smá smíði. Þetta listaverk mun sóma sér vel hvar sem er og minna okkur á söguna. Von- andi verður hann staðsettur hér á Suðurnesjum. Nesfisktogarnir byrja vel í desember Það er greinilega nægur þorskur í sjónum því stóru línubátarnir sem og togveiðiskipin voru að mokfiska við norðan og vestanvert landið. Togarinn Sóley Sigurjóns GK sem Nesfiskur í Garði gerir út náði mestum afla á mánuði núna í nóvember þegar að skipið landaði samtals 611 tonnum í 6 löndunum. Sem dæmi um aflann þá kom togar- inn með 128 tonn eftir einungis tæpa 3 daga höfn í höfn. Það gerir um 43 tonn á dag sem er ansi góður afli. Hinn Nesfiskstogarinn Berglín GK fiskaði líka mjög vel og landaði 479 tonnum í 5 löndunum. Af öðrum tog- skipum má nefna Áskel EA sem var með 260 tonn í 5 og Vörð EA sem var með 258 tonn í 4 löndunum. Nesfiskstogarnir byrja vel núna í desember því Sóley Sigurjóns GK landaði 99 tonnum og Berglín GK 102 tonnum báðir í Keflavík. Dragnótaveiði var lítil enn á móti kemur að bátarnir eru að fá mjög góð verð á fiskmörkuðum, það er að segja þeir bátar sem landa aflanum þar. Sigurfari GK var hæstur bátanna með 46 tonn í 9 róðrum. Benni Sæm GK var með 45 tonn í 11. Örn KE 39 tonn í 14, Siggi Bjarna GK 35 tonn í 11, Arnþór GK 29 tonn í 8, Farsæll GK 27 tonn í 8 og Njáll RE 23 tonn í 9. Þess má geta að Farsæll GK er hættur veiðum og mun ekki fara aftur á veiðar fyrr enn eftir áramót. Núna í byrjun des þá hafa ekki margir dragnótabátar landað afla, Örn KE er með 3,3 tonn og Njáll RE 2,9 tonn báðir í einum róðri. Erling KE var langaflahæstur neta- bátanna á landinu og var sá eini sem yfir 100 tonnin komst, landaði bátur- inn 178 tonnum í 6 róðrum og mest 51 tonn í einni löndun. Hjá Erling KE var ufsi uppistaða afla og reyndar landaði báturinn aldrei í heimahöfn því mestum hluta af aflanum var landað í Vestmannaeyjum enda var báturinn að veiðum þar í grennd. Tjaldanes GK var með 86 tonn í 14 róðrum og var stærsti róðurinn 21 tonn, þar var líka ufsi uppistaða afl- ans. Maron GK var með 22,5 tonn í 18 róðrum og Happasæll KE 22,4 tonn í 14 róðrum. Ansi lítill munur á þeim tveim. Askur GK landaði í Grindavík og var með 21 tonn í 14. Ekki er hægt að segja að desember byrji vel hjá netabátunum því Maron GK hefur landað 1,1 tonni í tveim löndunuim og Happasæll KE 321 kílói í einum róðri. Addi Afi GK var hæstur smá- bátanna undir 10 BT með 36 tonn í 7 róðrum og var öllum aflanum landað á Skagaströnd. Birta Dís GK var hæstur bátanna sem lönduðu á Suðurnesjunum og var með 17 tonn í 5 róðrum, öllu landað í Sandgerði. Diddi KE var með 13 tonn í 5 róðrum. Mjög langt var í næsta bát sem var Líf GK sem var á línu og landaði 2,7 tonn í tveim löndunum í Sandgerði. Byr GK var í Grindavík með 2,1 tonn í 3 róðrum. Smábátarnir yfir 10 BT eru ennþá fyrir austan og norðan land og var Auður Vésteins SU hæstur með 92 tonn í 15 róðrum. Hópsnes GK var með 82 tonn í 17, Gísli Súrsson GK 82 tonn í 14, Þórkatla GK 76 tonn í 14 og Óli á Stað GK 72 tonn í 15. Af bátunum sem lönduðu í Sandgerði og Grindavík þá var Óli Gísla HU hæstur með 58 tonn í 13. Daðey GK var ekki langt á eftir með 57 tonn í 12 og Dúddi Gísla GK 52 tonn í 11 og þar var stærsti róðurinn 9,3 tonn. Gulltoppur GK sem stundar línuveiðar með bölum færði sig frá Djúpavogi og til Siglufjarðar og landaði í heildina 167 tonnum í 23 róðrum. Eitthvað gekk þeim á Gulltoppi GK erfiðlega að ná yfir 10 tonnin í einum róðri því stærsti róð- urinn var 9,9 tonn. Smá slatti af rækju kom á land og kom Magnús Geir KE með 32 tonn í 10 róðrum sem landað var í Keflavík og Grindavík. Friðrik Sigurðsson ÁR kom með 9,8 tonn í einum róðri sem landað var í Njarðvík og í fram- haldinu af þeirri löndun var báturinn tekinn í slipp í Njarðvík. Orri ÍS land- aði svo 1,9 tonni í tveim löndunum Þar sem þetta er síðasti aflafréttapistillinn á árinu þá langar mér að óska lesendum blaðsins gleðilegra jóla og eigiði ánægjulegt ár framundan. Gísli R. AflafréttirVigdís fær verðlaun Frú Vigdís Finnboga- dóttir fékk Norrænu tungumálaverðlaunin 2013. Álit dómnefndar er að verð-launahafinn hafi „einstakt lag á að vísa veginn bæði þann sem liggur fram og þann sem farinn er, að gæta jafnvægis milli sögu og menningararfs og nýsköp- unar, og vera málsvari fyrir jafnt málvernd og framþróun. Það er lofsvert í sjálfu sér þegar stjórnmála- maður setur tungumál í forgang. Vigdís hefur alla sína starfsævi verið leiðarljós í norrænni málstefnu“. Lesið meira á heimasíðu Norræna félagsins.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.