Reykjanes - 12.12.2013, Blaðsíða 12

Reykjanes - 12.12.2013, Blaðsíða 12
SÖLUMAÐUR • Brennandi áhuga og mikla þekkingu á tölvum og tækni • Reynslu af sölu- og þjónustustörfum • Metnað, jákvætt hugarfar og þjónustulund • Vinna vel bæði í hóp og sjálfstætt • Tala bæði og skrifa íslensku reiprennandi LEITUM AÐ ÖFLUGUM SÖLUMÖNNUM Í REYKJANESBÆ HAFNARGÖTU 90 - REYKJANESBÆ - SÍMI 414 1740 Áhugasamir fylli út umsókn með ferilskrá og mynd á heimasíðu okkar tl.is Óskum eftir að ráða í fullt starf og hlutastarf, metnaðarfulla og jákvæða einstaklinga sem búa yfir eftirfarandi kostum : Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár. MÁLTÍÐ MÁNAÐARINS Á KFC 90568 • P ipar • S ÍA 899krónur Aðeins + + Meltz franskar gos gerðir í boði sweet chili bbq TRANS- TAFI ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf- bærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar. Við styðjum heilshugar v ið s k ip t a b la ð ið / a x e l jó n / 0 2 0 2 2 0 0 9 Útvegsmannafélag Reykjavíkur Útvegsmannafélag Hornafjarðar ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf- bærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar. Við styðjum heilshugar v ið s k ip t a b la ð ið / a x e l jó n / 0 2 0 2 2 0 0 9 Stálskip ehf Hvalur Félag hrefnuveiðimanna Útvegsmannafélag Hafnarfjarðar Hafmeyjan ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf- bærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar. Við styðjum heilshug r v ið s k ip t a b la ð ið / a x e l jó n / 0 2 0 2 2 0 0 9 Verkalýðsfélag Akranes Útvegsmannafélag Reykjavíkur Útvegsmannafélag Hornafjarðar 12. desember 201312 Annasamur mánuður hjá Hjálpræðishernum Það er mikið um að vera hjá Hjálp-ræðishernum í Reykjanesbæ um þ ssa mundir. Herinn mu opna nýja Hertex verslun með notuð föt á Hafnargötu 18, mánudaginn 2. desember. Verslunin er rekin með það að markmiði að styrkja þ ð starf sem Hjálpræðisherinn er með hér í bænum. Tekið er á móti fötum í gáma bæði á Vallargötu 18 (gamla Grágásarhúsinu) og á Ásbrú, Flugvallarbraut 730. Desember mánuður er annasamur mánuður hjá Hjálpræðishernum. Þá er settur út jólapotturinn þar sem safnað er fyrir velferðarstarfinu sem rekið er árið um kring. Að þessu sinni verður herinn mest sýnilegur við Nettó og Bónus en einnig verður jólapottur við verslunina að Hafnargötu. Á aðfangadag verða eins og undan- farin jól haldin vinajól á Hernum. Há- tíðin er fyrir þá sem af einhverjum or- sökum ekki treysta sér til að halda jólin sín einir. Skráning er hafin á hjordis@ herinn.is eða í síma 6943146. Hjálpræðisherinn mun í samstarfi við kirkjuna deila út jólagjöfum til þeirra sem þess þurfa fyrir þessi jól. Þeir sem vilja koma pökkum til okkar geta fengið upplýsingar í ofangreindu netfangi eða síma. Gott væri að gjafir hefðu borist fyrir 10. desember. Auk þessa sem sagt hefur verið frá verða aðventustundir að Flugvallar- braut 730 alla sunnudaga í aðventu kl.12.30 með heitri máltíð að henni lokinni og laugardaginn 14. desem- ber kl.16 verða jólatónleikar m. a. með Gospelkrökkum undir stjórn Bríetar Sunnu. Þangað eru allir velkomnir. Hjálpræðisherinn vill þakka bæj- arbúum fyrir allan þann stuðning og velvild sem veitt hefur verið á undan- förnum árum. Við biðjum ykkur Guðs blessunar með ósk um yndislega jólahátíð. Elin Kyseth, Ingvi Skjaldarson og Hjördís Kristinsdóttir Jóhann Þorsteinsson Jóhann Þorsteinsson fæddist á Siglu-firði 26. september 1942. Hann lést á á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 6. september 2010. Jóhann var sonur hjónanna Guð- bjargar Valdadóttur frá Vestmanna- eyjum, f. 12. október 1914, d. 27. apríl 2007 og Þorsteins Aðalbjörnssonar frá Siglufirði, f. 7. maí 1912, d. 18. janúar 1981. Jóhann átti 6 systkini. Þau eru hér talin í aldurröð: Heiðar, f.15. apríl 1935; Kristinn Erlendur f. 6. ágúst 1938, d. 29. apríl 2002; Guðrún, f. 10. september 1939; Leo Jóhannes, f. 25. september 1948; Valbjörn Óskar, f. 7. mars 1953; Jón, f. 24. febrúar 1955. Jóhann kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Helgu Sigurbjörgu Bjarna- dóttur, 22. apríl 1962. Þau bjuggu allan sinn búskap í Garðinum að undan- skildum 8 yndislegum árum sem þau áttu á Spáni. Í minningargreinum um Jóhann má m. a. lesa: „Eldamennska var þín ástríða og ósjaldan var leitað ráða hjá þér hvernig ætti að matreiða. Ef um veislu var að ræða hjá einhverjum í fjölskyldunni varst þú alltaf tilbúinn til þess að rétta hjálparhönd, þar varst þú á heimavelli. Gaman var líka að sjá hvað þér fannst spennandi að prófa nýja hluti í elda- mennskunni og ekki fannst þér það leiðinlegt að prófa nýjan og framandi mat sem ekki allir myndu kæra sig um að leggja sér til munns. Mörgum stundum eyddir þú í bílskúrnum þar sem töfraðir voru fram margvíslegir hlutir úr steinum og grjóti sem urðu á vegi þínum. Margir fallegir hlutir prýða heimili okkar í dag sem þú hefur búið til og eins eiga börnin okkar muni eftir afa sinn. Þessi verk munu ávallt minna okkur á þig og gleðja okkur um ókomna tíð.“ „Lífið var þér ekki alltaf auð- velt, pabbi minn, en alltaf stóðst þú óbeygður eftir og brosmildur. Mér er ofarlega í huga léttleikinn og já- kvæða og skemmtilega viðhorfið sem þú hafðir til lífsins og fjölskyldunnar. Þú varst nú þannig að þér var ekkert vel við það að láta hafa mikið fyrir þér og lýsir það sér best síðustu dagana á sjúkrahúsinu þegar þú komst með skemmtilegar athugasemdir til þeirra sem þig heimsóttu í þeim eina tilgangi að létta þeim skapið. Þeim átti sko ekki að líða illa vegna veikinda þinna. Mér eru minnisstæðar margar samverustundir okkar tveggja, við að veiða, við að verka hákarl og harðfisk, við að tína fallegt grjót sem þú bjóst til hinar ýmsu gersemar úr, útivera í náttúrunni, að horfa á góða hasar- mynd saman eða hreinlega bara að sitja saman og tala um ýmis málefni. “ Merkir Suðurnesjamenn Jólaskákmót fyrir Suðurnesjakrakka í Grindavík Samsuð og Krakkaskák.is standa að jólaskákmóti í Grunnskóla Grindavíkur sunnudaginn 15. desember næstkomandi. Mótið hefst klukkan 13:00 og er opið öllum börnum á Suðurnesjum. Keppt verður með skákklukkum, tíu mínútna um- hugsunartíma. Keppt verður í aldursflokkunum 7–10 ára og 11–16 ára, stúlkna- og drengjaflokkum. Góð verðlaun verða og happdrættisvinningar dregnir út í lokin. Skráning fer fram á krakkaskák.is. Fjölgar nema í Garði Hagstofa Íslands hefur birt fjölda íbúa í sveitarfélögum miðað við 30. september 2013. Ef skoðaðar eru tölur sveitar- félaga á Suðurnesjum sést að örlítil fjölgun hefur verið í þeim öllum að undanskildum Garðinum, þar sem lítil fækkun á sér stað. Árslok 2012 30. sept. 2013 Reykjanesbær 14.220 14.450 Grindavík 2.860 2.890 Sandgerði 1.580 1.590 Garður 1.430 1.410 Vogar 1. 110 1. 130

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.