Reykjanes - 12.12.2013, Blaðsíða 10

Reykjanes - 12.12.2013, Blaðsíða 10
10 12. desember 2013 BÆKUR Byltingin að ofan Hið íslenska bókmenntafélag gefur út bókinja Byltingin að ofan, Stjórnskipunarsaga 16. aldra. Vilborg Ísleifsdóttir ritar þessa merku bók. Öldi 16. var tími mikilla stjórnskipunarlegra átaka, hérlendir sem úti í Evrópu. Stjórmskipun miða- æda var að ganga sér til húðar og borgir spruttu upp, sem kröfðust nýrra sam- félagsforma. Í þessu riti dregur Vilborg upp nýja mynd af þeim grundvallarbreytingum sem verða á íslensku þjóðfélagi við siðbreytinguna og forsendur þeirra breytinga. Höfundurinn gerir þessum efnum ágæt skil og forsagan verður skýr og mun íotarlegri en tíðkast hefur. Byltingin að ofan er mikið rit og áhugaverð bók fyrir alla sem vilja kynna sér sögu landsins. Grikkland alla tíð Út er komin hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi bókin Grikkland alla tíð. Sýnisbók þýðinga úr grísku, sem Kristjá Árnason ritstýrir. Í þessari bók er farin sú að, koma á framfæri í íslenskum þýðingum grískum bókmenntatextum frá ýmsum tímum og af ýmsum toga. Í bókinni er að finna ýmsar tegundir skáld- skapar, sem og heimspeki, sagnfræði og guðfræði. Bókinni fylgir diskur með upplestri Kristjáns Árnasonar úr Ilíonskviðu. Í spor Jóns lærða Hið íslenska bókmenntafélag gefur út bókina Í spor Jóns lærða. Ritstjóri bókarinnar er Hjörleifur Guttormsson. Í bókinni eru rakin spor Jóns lærða Guðmundssonar (1574-1658), eins sérstæðasta Íslendings á siðaskiptaöld. Valinn hópur sérfróðra og leikmanna leggur hér sitt af mörkum þannig að úr verður forvitnileg heild. Bókin er prýdd fjölda mynda og uppdrátta, m. a. af söguslóðum Jóns lærða, af handritum og teikningum eftir hann, svo og af útskurði sem honum er eignaður. Hljómdiskur eer hluti af þessu fjölskrúðuga verki. Spéspegillinn eftir Herra Skriffinn Bókaútgáfan Kópur gefur út bók-ina Spéspegillinn. Bókir er eftir Herra Skriffinn. Í kynningu á bókinni segir: Nú er hinn heilagi Skrif- finnur, orðhengill, möppudýraskríbent ekki þjóðhetja í Slúbertalandi kominn á kreik eftir langvarandi fráhvarfsein- kenni. Sandgerði: Fjárhagsáætlun unnin sameiginlega af öllum framboðum Bókun S-lista, D-lista, B-lista og H-lista við síðari umræðu fjárhagsáætlunar 2014-2017. Fjárhagsáætlun áranna 2014 - 2017 er unnin sameiginlega af öllum framboðum í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar líkt og áætlanir síð- ustu ára. Leiðarljós bæjarstjórnar þetta kjörtímabil hefur verið að standa vel að þjónustu við bæjarbúa, stuðla að fjölskylduvænu samfélagi og takast á sama tíma á við þungar skuldbindingar og bæta reksturinn. Það er mat okkar sem sitjum í bæjarstjórn að markmiðin hafi náðst og ber fjárhagsáætlun 2014- 2017 þess merki. Fellt er niður viðbótarálag á fast- eignaskatt frá og með næstu ára- mótum, forvarnastyrkur til íþrótta-, tónlistar-, og frístundastarfs barna og unglinga hækkar og getur numið allt að 27 þúsund krónum á ári fyrir hvert barn, niðurgreiðslur foreldra vegna þjónustu dagmæðra hækka í 29.400 kr. á mánuði. Lögð verður aukin áhersla á almenna lýðheilsu einkum meðal yngstu og elstu kynslóðanna með því að standa fyrir áhugaverðri og uppbyggjandi dagskrá. Þá mun nemendum grunnskólans standa til boða, án endurgjalds, hafragrautur áður en kennsla hefst á morgnana frá áramótum og að minnsta kosti fram til vors. Þá er gert ráð fyrir að ljúka við fráveitulögn meðfram Sjávarbraut og frárennslið leitt í nýja lögn að útrásinni við Norðurgarð hafnarinnar. Stefna ber að því að ljúka endanlega frá- veituframkvæmdum á næstu árum. Hækkanir á gjaldskrám í takt við verðlag eru óhjákvæmilegar. Þannig hækkar gjaldskrá að jafnaði um 3,9% frá 1. janúar. Rekstrarniðurstaða og aðrar lykiltölur fjárhagsáætlunar eru í samræmi við 10 ára áætlun sem unnin var á árinu 2013. Útlit er fyrir að jafn- vægi í rekstri náist á árinu 2017 og að á árinu 2021 verði skuldahlutfall vel innan við 150%. Íbúaþróun er jákvæð og hefur íbúum fjölgað lítillega á árinu 2013 en hafði árin á undan eða frá 2008 fækkað. Þá hefur verulega dregið úr atvinnuleysi í bænum og mældist það 5,7% í október en var yfir 18% þegar það mældist hæst á árinu 2008. Allt samfélagið hefur lagt sitt af mörkum við það að koma rekstri Sandgerðisbæjar til betri vegar og vilja bæjarfulltrúar færa bæjarbúum þakkir. Auk þess vilja bæjarfulltrúar koma á framfæri þakklæti til bæjarstjóra sem og annarra starfsmanna bæjarfélagsins fyrir mikla og góða vinnu í tengslum við fjárhagsáætlunargerðina. Ólafur Þór Ólafsson, sign. Sigursveinn B. Jónsson, sign. Guðrún Arthúrsdóttir, sign. Helgi Haraldsson, sign. Guðmundur Skúlason, sign. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, sign. Ottó Þormar, sign. Mistakasaga fyrrverandi Jóhanna,Steingrímur J. og Össur fv.ráðherrar hinnar tæru vinstri stjórnar taka öll þátt í jólabóka- flóðinu með bókum sínum.Nú hefur Snjókallinn hlerað að mikill þrýstingur sé á þau að vinna saman að bók undir heitinu: Hvernig okkur mistókst að byggja Skjaldborg um heimilin. Hér gæti verið um fróðlega lesn- ingu að ræða. Reyndar hefur Lilja Mósesdóttir sagt sinn dóm um vinstri stjórnina."Skömm þessa fólks er mikil". Snjó kall inn skrif ar:

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.