Reykjanes - 12.12.2013, Blaðsíða 4

Reykjanes - 12.12.2013, Blaðsíða 4
4 12. desember 2013 Gallery átta listmunir og handverk Fyrir tæpum þremur árum tóku átta konur sig saman og byrj-uðu að vinna listmuni og ýmis konar handverk. Í dag eru konurnar orðnar 14 og er með Gallery átta á Hafbargötu 21. Reykjanes leit við hjá þeim á dögunum. Það var Hildur Harðardóttir sem stóð þá vaktina. Mikið og flott úrval af alls konar fal- legum vörum. Má þar nefna glerlist, steinalist, málverk, vörur unnar úr leðri. Einnig er mikið úrval skartgripa, alls konar peysum og öðrum glæsi- legum fartnaði. Falleg jólakort, glæsi- legar dagbækur o. m. fleira. Hildur sagði að opið væri alla virka daga frá 13-18 og á laugardögum frá kl.11-16. Lengri opnunartími er svo þegar bær dregur jólum. Ef þú ert að leita að flottum og fal- legum vörum þá er um að gera að líta við í Gallery átta. Opið bréf til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar Hér í Reykjanesbæ er margt vel gert, annað síðra, bara eins og í öllum bæjarfélögum. Hér eru glæsi- legir skólar og leikskólar, sundhöll og íþróttamannvirki, hjúkrunarheimili að rísa, Hljómahöllin að verða tilbúin og frábær aðstaða fyrir tónlistarskólann og torgin verða glæsilegri og glæsilegri. Mikið er ég glöð með þetta allt saman. En þá kemur í hugann Hæfingarstöðin, sem er dagvistun fyrir fullorðna með fatlanir. Ég velti því fyrir mér af hverju ekki er hugsað betur um þá starfsemi? Sem stendur er Hæfó (stytting á Hæf- ingarstöðinni) á hálfgerðum hrak- hólum. Í 20 ár hefur hún verið með starfsemi sína á Hafnargötu 90, eða alveg frá stofnun. Nú hefur Hafnar- gatan verið lokuð í margar vikur vegna myglusvepps, fyrir utan opnun í smá tíma eftir viðgerðir sem voru svo sem ekkert, allavega var myglusveppurinn þar enn, sem kom starfsfólki svosem ekki á óvart, sem hafði lengi kvartað yfir húsnæðinu (sem m.a míglak þau 3 ár sem ég vann þar, fastur punktur í rign- ingu voru balar um öll gólf smiðjunnar) og heilsuleysi sem fór síversnandi. S.l. vikur hefur fólk verið sent heim, fengið að vera á Ragnarseli og á Suðurgötu í einn dag og svo aftur á Ragnarsel, fyrir utan þá sem búa á sambýlum eða í búsetukjörnum sem mega bara vera heima og bíða, eitthvað sem ég held að við myndum ekki bjóða hverjum sem er uppá. Og nú er verið að ráða bót á húsnæðinu, en mig langar að spyrja hvers vegna ? Af hverju í ósköpunum er verið að láta lagfæra leiguhúsnæði sem hentar ekki. Í vor voru allir starfs- menn Reykjanesbæjar skikkaðir á fund í Stapa til að fara yfir ýmislegt varðandi Reykjanesbæ, gott og vel. Starfsmenn máttu skrifa á þar til gerð blöð allt sem þeir hefðu fram að færa varðandi bæj- arfélagið, sem ég og gerði, og þar stóð að öllum yrði svarað. Ég skrifaði um Hæfó og þar sem ég hef ekki heyrt svo mikið sem „takk fyrir ábendingarna“ þá skrifa ég hér með þetta bréf. Þar benti ég á að húsnæðið hentar ekki Hæfó, sem hefur tekið þónokkrum breytingum frá stofnun. Þar vantar t.d herbergi fyrir þá sem þurfa afdrep út af fyrir sig, stærri matsal og grænt svæði. Við þurfum að gera okkur grein fyrir að þeir sem koma á Hæfó mega margir gera ráð fyrir að vera þar það sem eftir lifir ævinnar. Og því miður finnst mér metnaður bæjarins ekki vera mikill fyrir hönd Hæfingarstöðvarinnar. Stundum hef ég hugsað, ef þeir sem taka ákvarðanir um mál Hæfingastöðvarinnar ættu þar aðstandanda, væri þetta svona? Sem fyrrverandi starfsmaður hef ég því miður upplifað hana á stundum sem geymslustað, sem er mjög sorglegt, því það væri hæglega hægt að gera þetta að betri stað, og þar þarf að byrja á hús- næðinu, því ekki vantar elju hjá flottu starfsfólk. Ef það væri t.d húsnæði með garði, allavega grænu grasi, sem hægt væri að leggjast í á sumrin, setja niður blóm eða jafnvel grænmeti, en ekki malbikað bílastæði sem við höfum hangið á, í mestu blíðunni, þar til við þurfum að færa okkur vegna flutninga- bíla. Eða að þeir sem hafa þörf fyrir að vera útaf fyrir sig geti fengið það, mikið yrði það dásamlegt. Og matsal þar sem allir geta setið og borðað í rólegheitum, þar sem ekki þarf að færa fólk allan matartímann til að hleypa öðrum til og frá borðum. Við megum ekki gleyma þeim sem hljóðastir eru í samfélaginu, því þó að margir hverjir eigi erfitt með að tjá sig þá hafa þau þarfir og við ættum að veita þeim allra bestu og vænlegustu aðstæður sem hægt er. En til þess þarf að setjast niður og hugsa alla leið, og leggja metnað í verkin, ekki bara setja þau einhversstaðar af því það hentar öðrum. Með ósk um að Hæfingarstöðin komi til með að fá að verða eitt af „stoltum“ bæjarins. Rut Ingólfsdóttir fyrrverandi starfsmaður og ævarandi vinur Hæfingarstöðvarinnar. Hefðbundnar læknisaðferðir og náttúrulækningar Hefðbundnar læknisaðferðir og náttúrulækningar eru ekki í mótsögn hvor við aðra. Þvert á móti geta aðferðirnar bætt hvor aðra upp. Þess vegna er mikilvægt að fara fyrst í læknisrannsókn og fá greiningu á sjúkdóminum áður en leitað er óhefð- bundinna lækninga. Til hinna hefðbundnu náttúrulækn- inga má nefna lífsöndun, meðferð sem byggist á breyttu mataræði sem miðast við heilsu sjúklingsins sem í hlut á og handfjötlunarmeðferðir þar sem mikil áhersla er lögð á þekkingu á líkamanum. Lífsöndun er ekki það sama og jóga, hún er hins vegar sérstök tegund meðferðar. Öndun er ómeð- vitað ferli, það er það fyrsta sem við gerum þegar við komum í heiminn, og það er það síðasta sem við gerum þegar við förum héðan. Auk þess má nefna náttúrulækningar, grasalækningar og næringarfræði, en þetta tekur lágmark 3 ár að læra það minsta. Það er mjög mikilvægt fyrir leikmenn að þekkja hvaða meðferðir eru skynsamlegar og læknisfræðilega nauðsynlegar, meðal annars svo þeir kasti ekki penningum á glæ. Ef fólk lendir í því að eyða miklum peningum án þess að fá neitt út úr því hefur verið beitt óábyrgum aðferðum. Ef árangur næst ekki innan skamms þá henta þér ekki þessar meðferðir. Hin mikla list felst í því að þekkja mörkin á milli læknisfræði og nátt- úrulækninga, sem eru þau að læknis- fræði fæst við alvarlega eða ólæknandi sjúkdóma en náttúrulækningum má beita þegar um minniháttar kvilla eða truflun á líkamsstarfsemi er að ræða. Náttúrulækningar geta gagnast vel til dæmis ef sjúklingur kvartar yfir verkjum án þess að hægt sé að greina ákveðinn sjúkdóm í einhverju líffæri. Þegar um lífshættulega sjúkdóma er að ræða eiga aðferðir hinnar óhefð- bundnu læknisfræði ekki við. Það er líka óviðeigandi og jafnvel hættulegt þegar meðferðaraðilar líta svo á að einhver ein aðferð sé sú eina rétta. Náttúrulækningar verða stöðugt að skoðast í heildrænu meðferðarsam- hengi. Úrslitaatriðið hér er að hver og einn meðferðaraðili verður að þekkja sín takmörk, meira að segja útlærður náttúrulæknir, grasalæknir og nær- ingarfræðingur. Fólk á að geta læknað sig sjálft ef það fer eftir lífsreglum, sem eru góður svefn, góður morgunverður og heil- brigður hádegisverður, eitthvað lítið á kvöldin, drekka nóg af vatni á dag og gleyma ekki ávöxtum og grænmeti. Góð heilsa ætti ekki að vera dýr, það eru aðrir sem gera hana dýra. Birgitta Jónsdóttir Klasen Heilsumiðstöð Birgittu Gleðilegt Jól Sandgerði: Eflum líkama og sál – heilsuefling eldri borgara „Eflum líkama og sál“ – heilsu-efling eldri borgara hófst mánu-daginn 25. nóvember og stendur til 7. mars. Átakið hófst í Vörðunni með fyr- irlestrinum „Að halda heilsunni“ þar sem Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir líffræðingur fræddi fólk um hvað hægt væri að gera til að halda góðri heilsu alla ævi, hvað bæri helst að varast og hverju við gætum breytt með réttum lífsstíl. Á tímabilinu verða hinir ýmsu við- burðir í boði s. s. gönguhópur, jóga, boccia, sundleikfimi og margt fleira. Með heilsueflingunni vill Sandgerð- isbær hvetja fólk til þess að efla líkama og sál t. d. með hreyfingu. Hreyfing skiptir miklu máli og sérstaklega fyrir eldra fólk, því rannsóknir sýna að með reglubundinni hreyfingu er hægt að hægja á þeim öldrunarbreytingum sem verða í líkamanum með hækk- andi aldri. Með markvissri og stigvax- andi þjálfun má bæta heilsu og líðan fólks á hvaða aldri sem er. Þetta er frábært framtak hjá Sand- gerðisbæ og öðrum bæjarfélögum til eftirbreytni. Silla E.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.