Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Side 8
föstudagur 25. maí 20078 Fréttir DV
erlendarFréttir
ritstjorn@dv.is
Saksóknari dæmdi Joya Williams til lengri fangelsisvistar en alríkisreglur mæla með:
Dæmd fyrir að svíkja Coca-Cola
„Ég man ekki eftir nokkrum glæp
sem framinn hefur verið í mínu um-
dæmi síðastliðin 25 ár þar sem rétt-
lætið hefur verið eins fótum troðið,“
sagði J. Own Forrester, fylkisdómari
í Atlanta, þegar hann dæmdi í máli
Joya Williams, en hún er fyrrverandi
ritari forstjóra vörumerkjadeildar
Coca-Cola í höfuðstöðvunum í Atl-
anta.
Willams var dæmd til átta ára
fangelsisvistar fyrir iðnaðarnjósn-
ir og tilraun til að selja iðnaðarupp-
lýsingar til erkifjandarins Pepsi, þrátt
fyrir að alríkisdómstóllinn og við-
mið sem alríkissaksóknarar fara eft-
ir hafi mælst til að hún fengi fimm til
rúmlega sjö ára fangelsisdóm. Mörg-
um gagnrýnendum finnst dómurinn
mjög þungur. Í fyrsta lagi í ljósi þess
að ekki var um stórkostlegar upplýs-
ingar að ræða og hins vegar í sam-
anburði við væga dóma fyrir grófar
líkamsárásir og jafnvel morð. Gagn-
rýnin beinist því sterklega að þeirri
tilhneigingu bandarísks réttarkerf-
is að vernda fyrirtækin með kjafti og
klóm til að verja hagsmuni en gera
íbúum landsins ekki jafn hátt undir
höfði.
Dómstóllinn komst að þeirri
niðurstöðu að Williams hefði safn-
að trúnaðarupplýsingum og stolið
sýnum af óframleiddum drykkjum
og reynt að selja til hæstbjóðanda.
Þegar PepsiCo var boðið að kaupa
upplýsingar í maí 2006 höfðu for-
svarsmenn fyrirtækisins samband
við Alríkislögregluna FBI. FBI tengdi
málin saman og sendi tálbeitu á að-
stoðarmenn Williams sem sáu um
sölu upplýsinganna. Gervisamning-
ur var undirritaður og síðan handtók
FBI hina meintu afbrotamenn.
„Þetta er glæpur sem við getum
ekki þolað í samfélagi okkar,“ sagði
fylkisdómarinn J. Own Forrester í
samtali við AP fréttastofuna og sagði
það ástæðu þess að hann hefði farið
fram úr viðmiðunarreglum alríkis-
dómstólsins.
Williams, viðurkenndi sekt sína
þegar leið á réttarhöldin. Með tárin
í augunum bað hún Coke, yfirmann
sinn, dómara og fjölskyldu sína fyr-
irgefningar og fullyrti að hún væri
ekki slæm manneskja. Dómarinn tók
ekkert mark á iðrun Williams.
skorri@dv.is
Höfuðstöðvar Coca-Cola í Atlanta,
Georgíu. Land tækifæranna eða land
fyrirtækjanna?
Olían streymir upp úr jörðu í Aserbaídsjan. Þjóðarframleiðslan jókst um þrjátíu og sex
prósent á síðasta ári samkvæmt þarlendum sérfræðingum. Alijev-fjölskyldan rígheld-
ur í stjórnartaumana. Erlend ríki hafa áhyggjur af stöðu mannréttinda og frjálsra
fjölmiðla í landinu í kjölfar atburða síðustu vikna.
ANDSTAÐAN Í FANGELSI
Alijev-fjölskyldan hefur tögl og hagld-
ir í Aserbaídsjan. Ilham Alijev tók við
völdum af föður sínum árið 2003 og
reikna flestir með að eiginkona hans
setjist í forsetastól þegar hann lætur
af störfum. Hún var kjörin á þing fyr-
ir tveimur árum. Völd fjölskyldunnar
koma til með að aukast á næstu árum
enda er blússandi gangur í landinu.
Þökk sé olíunni sem erlend stórfyr-
irtæki keppast við að dæla upp. Þrátt
fyrir olíugróðann eru fjörutíu prósent
landsmanna talin lifa undir fátæktar-
mörkum og spilling í stjórnkerfinu er
með mesta móti.
Minnir á Yukos
Stórum hluta olíunnar er dælt til
Tyrklands í gegnum olíuleiðslur sem
taka sveig í kringum Armeníu enda er
sambúð þjóðanna mjög stirð vegna
deilna um yfirráð á Nagorno-Kara-
bakh-svæðinu. Olíufyrirtækið Az-
petrol leikur lykilhlutverk í þessum
flutningum en það var í eigu fyrrver-
andi fjármálaráðherra Aserbaídsjans
og bróður hans. Þeir misstu fyrirtæk-
ið hins vegar nýverið í kjölfar ákæru
um að hafa lagt á ráðin um valdarán
og stundað stórfelld skattsvik. Þyk-
ir forsaga málsins og málatilbún-
aður yfirvalda minna mjög á mál
rússneska ríkisins á hendur eiganda
olíufyrirtækisins Yukos þar í landi.
Samkvæmt frétt The Financial Times
hefur fjárfestum sem eru hliðholl-
ir Alijev forseta verið fært fyrirtæk-
ið. Bræðurnir bíða hins vegar dóms
en réttarhöld yfir þeim hófust fyrr í
mánuðinum. Stjórnvöld í Bandaríkj-
unum og Evrópu, sem eru stórkaup-
endur á olíu frá landinu, hafa lýst yfir
áhyggjum af málinu og telja hættu
á að yfirvöld séu sek um mannrétt-
indabrot og virði ekki eignarétt ein-
staklinga. Blaðið segir olíuviðskipti
við Aserbaídsjan hafa orðið ótraust-
ari í kjölfar breytts eignarhalds á Az-
petrol.
Frelsi fjölmiðla skert
Á sama tíma og góðvinum forset-
ans eru færð verðmætustu fyrirtæki
landsins á silfurfati eiga fjölmiðl-
ar, sem ekki eru hliðhollir stjórn-
inni undir högg að sækja ef marka
má fréttir vikunnar. Þannig hafa tvö
dagblöð ekki komið út síðustu daga
vegna þess að byggingunni sem
hýsir blöðin var lokað vegna lélegs
ástands. Áður höfðu fangelsisdóm-
ar yfir nokkrum blaðamönnum vak-
ið athygli og alþjóðleg samtök blaða-
manna segja hvergi fleiri blaðamenn
í haldi en í Aserbaídsjan. Talsmaður
stjórnvalda vísar á bug gagnrýni um
að verið sé að skerða frelsi fjölmiðla
í landinu og bendir á að blaðamenn
verði eins og aðrir þegnar að fara eft-
ir lögum landsins.
Þessi dæmi sína að litlar líkur
eru á að Alijev forseti muni ráðstafa
olíugróða landsins á annan hátt en
spilltum einræðisherrum er tamt.
Fjármagnið streymir ofan í vasa
stuðningsmanna og þaggað er niður
í andstæðingum hans með valdi eða
peningum. Hvort vesturveldin fái
forsetann til að breyta um stjórnar-
hætti eða láti sem ekkert sé kemur í
ljós en á meðan heldur misskipting-
in að aukast í landinu og aðeins fáir
njóta þeirra verðmætu auðlinda sem
landið býr yfir.
Vinir forsetans maka
krókinn á meðan.
Ilham Alijev Varð
eftirmaður föður síns
á forsetastóli. Er sak-
aður um að misnota
völd sín sem hafa auk-
ist vegna mikils út-
flutnings á olíu.
Mehriban Aliyev,
forsetafrú og
þingmaður Er talin
líklegur eftirmaður
manns síns í starfi.
Verslunargata í Baku Olíu-
gróðinn í aserbaídsjan hefur
laðað vestrænar verslanir að
höfuðborg landsins, Baku.
Talabani í megrun
Forseti Íraks Jalal Talab-
ani hefur verið lagður inn á
heilsuhæli fyrir offitusjúk-
linga í Bandaríkjunum. Hann
er sjötíu og þriggja ára gamall
og hefur undanfarið kvartað
undan máttleysi sem rakið er
til holdafars hans. Fyrr á ár-
inu lá forsetinn á sjúkrahúsi í
Amman í Jórdaníu eftir að hafa
hnigið niður. Margir nafntog-
aðir einstaklingar hafa leitað
sér hjálpar á heilsuhælinu sem
Talabani dvelur nú á, þar á
meðal Ronald Reagan og John
F. Kennedy forsetar Bandaríkj-
anna.
Svíum brugðið
Sænsk, dönsk og norsk ung-
menni lenda einna oftast í því
að drekka of mikið í einu sam-
kvæmt nýrri könnun Svenska
Dagbladet. Um fjórðungur
Skandínavanna, á aldrinum 15
til 16 ára, höfðu drukkið meira
en fimm drykki í einu á eins
mánaðar tímabili. Svíar eru í
áfalli og segja að áfengisvarnir
landsins hafi brostið. Reyndar
drekka Írar, Bretar og Hollend-
ingar aðeins meira. Íslensk ung-
menni virðast samkvæmt þessari
könnun verða einna hógværust í
Evrópu en um 11 prósent þeirra
féllu í þá gryfju að drekka meira
en fimm drykki sama kvöldið.
Skarfurinn flýgur
Skarv, einn frægasti pöbb
Danmerkur í huga Færeyinga
og jafnvel Íslendinga, hefur náð
flugi á ný.
Skarfurinn, sem er í Pile-
stræde 43–45, var upphaflega
stofnaður af færeyska athafna-
manninum Dánjal Petur Thor-
steinsson árið 1975 og þar sátu
brottfluttir frændurnir oftar en
ekki að skrafi og ef til vill drykkju.
Kúnnahópurinn breyttist þegar
árin liðu og upp úr aldamótun-
um lognaðist starfið rólega út
af. Með breytingum á Skarfin-
um árið 2006 er meiri áhersla nú
lögð á flutning lifandi tónlistar
og hefur íslenskum og nú dönsk-
um kúnnum fjölgað á ný. Núver-
ið spiluðu Pétur Ben og Lay Low
á Diskótekinu Skarfinum, eins og
hann er nú oft nefndur, við góðar
undirtektir.
Borga innflytjend-
um fyrir að fara
Innflytjendafjölskyldum
með tvö börn verður borgað
sem samsvarar hálfri milljón
íslenskra króna flytji þær frá
Frakklandi. Þetta er liður í
átaki nýrrar ríkisstjórnar Nicol-
as Sarkozy forseta til að fækka
fólki með flóttamannabak-
grunn í landinu. Innflytjend-
um var gert sams konar tilboð
fyrir tveimur árum og tóku þrjú
þúsund manns því. Talið er að
um fimm milljónir innflytj-
enda búi í Frakklandi og hefur
Sarkozy viðurkennt að hann
telji það of mikið.