Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Side 59

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Side 59
Meiri óþægilegur sannleikur Leikstjórinn Davis Guggenheim er um þessar mundir að kynna nýjustu mynd sína Gracie. Leikstjórinn sem leikstýrði heimildarmynd Als Gore, Inconvenient Truth, sagði í nýlegu viðtali að vel gæti hugsast að önnur heimildarmynd yrði gerð, þar sem hulunni verður svipt af fleiri óþægilegum staðreyndum. Guggenheim segir að ekki sé hægt að ræða nein smáatriði um framhaldið að svo stöddu. Heimildarmyndin Inconvenient Truth vann óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin í ár. Framleiðandinn Joel Silver tekur á honum stóra sínum: He-Man aftur á hvíta tjaldið Ljóst er að framleiðandinn Joel Silver og kvikmyndafyrirtækið Warner Bros ætla sér að gera stór- mynd um engan annan en He- Man sem í var í miklu uppáhaldi hjá drengjum á níunda áratugn- um. Upphaflega voru He-Man vin- sælar teiknimyndir sem fjölluðu um hinn vöðvastælta prins Adam og vini hans sem börðust af mikl- um krafti gegn Beina, eða Skeletor, og hans illu öflum í ævintýraheim- inum Eterniu. Áður hefur verið gerð kvikmynd eftir He-Man sögunni, en það var árið 1987 og var þá sænska vöðvatröllið Dolph Lundgren í aðal- hlutverki. Söguþræði He-Man verð- ur þó lítillega breytt fyrir komandi kvikmynd. He-Man er þá banda- rískur hermaður sem kemst í tæri við töfraheiminn Eterniu. Þar slæst hann í för með föruneyti Gray-Skulls kastalans og berst með þeim gegn hinum tæknivædda og göldrótta Skeletor. Ekkert hefur verið gefið upp um hlutverkaskipan í mynd- inni, en lengi vel var sá orðrómur á kreiki að Brad Pitt myndi leika He- Man. Pitt hló að þessum sögusögn- um og sagðist ekki hafa áhuga á því að leika vöðvastæltu hetjuna. Ekk- ert hefur heldur verið gefið upp um hvenær myndin verður frumsýnd eða hvenær tökur hefjast. Á fimmtudag var myndin Pirat- es of the Caribbean: At World‘s End frumsýnd í Sambíóunum, Smára- bíói og Laugarásbíói. Um er að ræða þriðju myndina í þríleiknum um Jack Sparrow og félaga en á undan komu myndirnar The Curse of the Black Pearl og Dead Man‘s Chest. Flestir eru sammála um að fyrsta myndin hafi verið nokkuð betri en næsta og nú er bara spurning hvernig tiltekst með þá þriðju. Fæddir í Disneylandi Upprunalega kom hugmyndin að Pirates of the Caribbean úr vax- myndasafni í Disneylandi þar sem gestir gátu gengið í gegnum sal fullan af persónum úr mannkynssögunni, með raunverulegum sjóræningjum. Hugmyndasmiðir Disney ákváðu hins vegar að nýta sér frekar nýjustu tækni á þeim tíma og setja á laggirn- ar bátsferð þar sem gestir rúlluðu á teinum í umhverfi fullu af sjóræn- ingjum að ræna höfn í Karíbahafinu. Þetta var síðasta tækið eða þemað sem Walt Disney hjálpaði sjálfur við að hanna þegar það var upprunalega sett á laggirnar árið 1967 í New Or- leans. Meðal þeirra vinsælustu Pirates of the Caribbean mynd- irnar tvær sem á undan komu eru meðal þeirra vinsælustu sem hafa verið gerðar. The Curse of the Black Pearl sem kom út 9. júlí 2003 þén- aði 653 milljónir dala á heimsvísu og komst á lista yfir 25 stærstu myndir allra tíma. Þegar Dead Man‘s Chest var svo frumsýnd í júlí 2006 sló hún fjölda meta. Þar á meðal met- ið að vera fljótust allra mynda í sögu Bandaríkjanna til að þéna 100 millj- ónir dala. Myndin þénaði svo 136 milljónir á fyrstu sýningarhelginni í Bandaríkjunum og alls 423 milljónir þar í landi. Þá varð myndin sú þriðja í heiminum til þess að þéna meira en milljarð dala á heimsvísu. Það má því búast við því að At World‘s End eigi eftir að gera það mjög gott og jafnvel slá einhver met. asgeir@dv.is Veðurfræðing- ur Hitlers Breski grínistinn Lee Evans mun bæði skrifa og leika í væntanlegri gaman- mynd sem ber heitið I Was Hitler‘s Weatherman. Evan mun í myndinni leika ungan gyðing sem flýr helförina með því að þykjast vera veðurfræðingur nasista, Ernerst Deisin. Hins vegar stendur ungi gyðingurinn sig svo vel í starfinu að hann er ráðinn sem einkaveðurfræð- ingur Hitlers. Það er Stuart Silver sem mun skrifa handritið ásamt Lee, en Stanley Tucci mun að öllum líkindum leika Hitler. Segist saklaus Rapparinn og leikkonan Eve segist saklaus af því að hafa keyrt undir áhrifum áfengis og í því framhaldi keyrt á að morgni 26. apríl. Eve var handtekin eftir að hafa keyrt á og látin gista fangageymslur lögreglunn- ar. Eftir að blóðprufur sýndu verulegt magn af áfengi í blóði hennar var hún svo kærð. Með henni í bílnum voru tveir farþegar en varð engum meint af. Ef Eve verður fundin sek á hún yfir höfði sér 1.000 dollara sekt og sex mánaða fangelsisvist. Joel Silver Ætlar að koma He-Man á hvíta tjaldið í annað sinn. He-Man and the Masters of the Universe Eftirminni- legar teiknimyndir. Þriðja og væntanlega síðasta myndin um Jack Sparrow og félaga var frumsýnd á fimmtudag. Myndin ber heitið Pirates of the Caribbean: At World‘s End og er búist við því að hún verði ein vinsælasta mynd síðari ára ENDALOK SJÓRÆNINGJANNA Frábærar tæknibrellur Sjónræna hliðin í myndunum er framúrskarandi. Flottur leikarahópur Ótrúlega margt góðra leikara kemur að myndinni. Leggja á ráðin Óvinir sjóræn- ingjanna hafa tekið höndum saman til að gera út af við þá. föStudagur 25. Maí 2007DV Bíó 59

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.