Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Blaðsíða 4
„Mér var sagt að það væri bilun í kerf-
inu en ég hef aldrei lent í öðru eins,“
segir Áslaug Guðný Jónsdóttir, öryrki.
Hún lenti í því að þrettán daga töf
varð á greiðslu sjúkradagpeninga frá
VR sem greiða átti út í byrjun mánað-
arins. Þess í stað var ekki greitt út fyrr
en undir miðjan mánuðinn.
Áslaug segir að töfin á greiðsl-
unni hafi reynst sér og þá sérstak-
lega dóttur sinni erfið, en hún treysti
á greiðslu sjúkradagpeninga þar sem
hún er á leið í aðgerð. „Það er enginn
að leika sér að vera á sjúkradagpen-
ingum ef hann þarf þess ekki. Dótt-
ir mín er 29 ára gömul og hún getur
ekki unnið og er því á sjúkradagpen-
ingum. Hún er á leið í aðgerð til að
vinna bug á sínu vandamáli en sjálf
er ég öryrki. Ég hef ekki efni á því að
halda okkur báðum uppi á þeim ör-
orkubótum sem ég er á, en auk þess
býr lömuð móðir mín með okkur,“
segir Áslaug, og bætir því við að dótt-
ir hennar hafi átt í tvígang á þessum
þrettán dögum, að hitta lækni, en
ekki komist vegna fjárskorts.
Stanslausar afsakanir
„Mér var sagt að bíða bara róleg,
en þegar ég spurði um ástæður þess-
arar tafar var starfsmönnum VR fátt
um svör. Mér var fyrst sagt að þetta
væri bilun í tölvukerfinu en svo var
mér sagt að bilunin lægi hjá skattin-
um,“ segir Áslaug, en hún segist hafa
hringt allt upp í fjórum sinnum á dag
og alltaf hafi borist sama loforðið um
að greiðslan bærist á morgun.
„Mér var bara sagt að bíða róleg.
Dóttir mín gat ekki staðið í skilum á
meðan á þessu stóð og ég spurði þá
hvort þeir ætluðu að borga vextina af
þeim reikningum sem hún þurfti að
borga. Að sjálfsögðu fékk ég neikvætt
svar. Það var ekki einu sinni hægt að
fá borgaðar tíu til tuttugu þúsund
krónur vegna lækniskostnaðar,“ seg-
ir Áslaug. „Ég var bara orðin reið fyr-
ir hönd dóttur minnar og allra þeirra
sem voru í sömu stöðu og hún, en það
voru örugglega fleiri tugir manna.
Maður veit ekkert hvernig aðrir hafa
það, en eflaust eru einhverjir í svip-
aðri eða verri stöðu heldur en við.
Vissulega finnst manni það skrýtið að
tölvukerfi geti bilað í hálfan mánuð í
jafn stóru stéttarfélagi og VR. Þetta er
stéttarfélag og svona mistök eiga ekki
að geta átt sér stað. Þarna eru menn
í vinnu sem eiga að sjá um þetta og
þeir eiga að standa við sín verk,“ segir
Áslaug, en greiðsla til dóttur hennar
barst síðastliðinn fimmtudag. „Þeir
sáu loksins sóma sinn í því að borga.
Þetta gekk ekki baráttulaust en þeir
borguðu eftir að ég hafði æst mig að-
eins við þá. Ég er ekki vön að brýna
raust mína en ég sá ekkert annað í
stöðunni því ég var svo reið. Það er
eins gott að þetta komi ekki fyrir aft-
ur,“ segir Áslaug.
Leiðinleg mistök
„Við greiddum út dagpeninga um
mánaðarmótin eins og við erum vön
og á því varð engin töf. Síðan höfum
við þess á milli verið að aðstoða fólk
sem ekki hefur skilað nauðsynlegum
gögnum á réttum tíma. Þessi um-
rædda stúlka náði ekki að skila þess-
um gögnum fyrir mánaðarmót en
við sögðumst ætla að bjarga henni
með fyrirfram greiðslu eftir mánað-
armótin. Það varð töf á þeim greiðsl-
um vegna óviðráðanlegrar bilunar
í launakerfinu,“ segir Rósmarý Úlf-
arsdóttir, umsjónarmaður sjúkra-
sjóðs VR. Rósmarý viðurkennir að
það hafi tekið allt of langan tíma að
leiðrétta þessa bilun og harmar það
að þessi töf hafi valdið vandræðum
fyrir fólk.
Hún bendir einnig á að hversu
öflugt stéttarfélag sem VR sé, þá geti
alltaf komið upp bilanir í kerfinu.
„Það er ömurleg staða að vera
peningalaus og það er vissulega allt-
af leiðinlegt þegar ekki er hægt að
standa við það sem maður segir. Í
þessu tilviki var um að ræða óvið-
ráðanlega bilun. Ég bjóst við því að
bilunin í kerfinu væri ekki svona erf-
ið viðureignar. Þess vegna báðum
við fólk að bíða rólegt því greiðslan
kæmi. Flestir tóku þessu mjög vel og
biðu þolinmóðir. Hefðum við vitað
að þetta tæki svona langan tíma þá
hefðum við reynt að grípa inn í,“ seg-
ir Rósmarý.
MÁNudagur 18. JÚNÍ 20074 Fréttir DV
Krafist úrbóta
Vegakerfið er vanbúið til að
takast á við stóraukinn umferð-
arþunga, samfara uppbyggingu
stóriðju og með tilkomu Fá-
skrúðsfjarðarganga. Þetta kom
fram í bókun frá bæjarstjórn
Fjarðabyggðar, en þar er skorað á
nýjan samgönguráðherra, Kristj-
án L. Möller að tryggja úrbætur á
vegakerfi sveitarfélagsins.
„Óhjákvæmilegt er að auka
öryggi þjóðvegakerfisins vegna
mjög vaxandi umferðar á vinnu-
sóknarsvæði álversins. Gera þarf
sérstaka áætlun og hraða endur-
bótum á þjóðvegum í þéttbýlis-
kjörnunum sem engan veginn
eru í stakk búnir til að taka við
þessari miklu umferð,“ segir í
bókuninni. Auk þess er nauðsyn-
legt að ráðast í umfangsmiklar
endurbætur á stórhættulegum
köflum á Suðurfjarðarvegi.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Felldu tillögu um
íbúakosningu
Tillaga um að boðað yrði til
íbúakosninga um skipulags-
mál í miðbæ Sellfoss var felld
á bæjarstjórnarfundi í síðustu
viku með fimm atkvæðum gegn
fjórum. Eyþór Arnalds, bæjarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg,
segir mikilvægt að íbúar fái að
láta skoðun sína í ljós þar sem
bærinn sé þarna að láta mikil
verðmæti frá sér. DV birti nýlega
teikningar af hugmyndum að
nýju bæjarskipulagi á Selfossi.
Hópur fólks sem kallar sig
Miðbæjarfélagið á Selfossi segir
að mikil óánægja ríki meðal íbúa
með fyrirhugaðar framkvæmdir.
Hefur hann boðað til opins fund-
ar á fimmtudag þar sem skipu-
lagsmálin verða rædd.
Kynning Reykja-
víkur verðlaunuð
Höfuðborgarstofa hlaut sér-
staka viðurkenningu fyrir gott
markaðsstarf og kynningu á
Reykjavík. Árangur Höfuðborgar-
stofu var einstakur og þótti mark-
aðssetningin fersk og frumleg.
Verðlaunin voru veitt á ársþingi
samtaka European City Market-
ing sem haldið er í Aþenu.
Verðlaunin hafa ekki áður
verið veitt en samtökin sem
þau veita samanstanda af 130
borgum í Evrópu. Svanhildur
Konráðsdóttir, hjá Reykjavíkur-
borg, sagðist stolt og þakklát fyrir
þessa viðurkenningu sem væri
hvatning til þess að halda áfram
á sömu braut.
Sturla Böðvarsson í hátíðarræðu á Ísafirði:
Kvótakerfið hefur mistekist
Sturla Böðvarsson, forseti Alþing-
is, sagði í hátíðarræðu sinni á Ísafirði
í gær að kvótakerfið hefði brugð-
ist. Geir H. Haarde forsætisráðherra
gerði vanda sjávarútvegsins einn-
ig að umtalsefni í hátíðarræðu sinni
sem hann hélt á Austurvelli. Hann
sagði að eitt mikilvægasta úrlausn-
arefni dagsins væri vandinn í sjávar-
útvegi.
Sturla sagði í ræðu sinni: „Áform
okkar um að byggja upp fiskistofn-
ana með kvótakerfinu sem stjórn-
kerfi fiskveiða virðast hafa mistekist.
Sú staða kallar á allsherjar uppstokk-
un á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Staðan í sjávarútvegsmálum er því
mjög alvarleg og kallar á breyting-
ar ef sjávarbyggðirnar eiga ekki að
hrynja.“
Forsætisráðherra sagði engar lík-
ur á því að annað kerfi fiskveiða hefði
takmarkað veiðarnar meira. „Við
skulum hins vegar ekki loka augun-
um fyrir því að kvótakerfið er ekki
fullkomið, og það má ugglaust bæta
á margan hátt.“
Sturla sagð ástandið og horfurn-
ar í minni sjávarbyggðunum mjög
alvarlegar ef draga verður úr veið-
um. Setja yrði um það lög að sjávar-
byggðirnar hafi greiðari aðgang að
fiskimiðunum, til dæmis með aukn-
um veiðiheimildum dagróðrabáta.
Hann kallaði jafnframt eftir breyt-
ingum á byggðastefnu svo auka megi
fjölbreytni í störfum á landsbyggð-
inni og hvatti meðal annars til þess
að kostir olíuhreinsunarstöðvar á
Vestfjörðum yrðu skoðaðir.
Ekki náðist í Einar K. Guðfinns-
son sjávarútvegsráðherra.
MÆÐGUR Á VONARVÖL
VEGNA TÖLVUBILUNAR
„ég er ekki vön að
brýna raust mína en sá
ekkert annað í stöðunni
því ég var svo reið. Það
er eins gott að þetta
komi ekki fyrir aftur.“
Einar Þór SigurðSSon
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Hús Vr Tölvubilun olli því
að greiðslur sem Vr ætlaði
að inna af hendi drógust.
Þrettán daga töf varð á greiðslu sjúkradagpeninga frá VR í byrjun mánaðarins. Ás-
laug guðný Jónsdóttir, öryrki, segir að töfin hafi reynst sér og dóttur sinni einstak-
lega erfið, en þær búa ásamt lamaðri móður Áslaugar saman í íbúð í Kópavoginum.
Bilun í tölvukerfi varð til þess að VR borgaði ekki.
Sturla Böðvarsson
Forseti alþingis telur
að kvótakerfið hafi
mistekist og kallar
eftir aðgerðum.