Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Blaðsíða 19
Í síðustu viku ræddi DV við Atla
Eðvaldsson um stöðu íslenskr-
ar knattspyrnu og nú er komið að
Loga Ólafssyni fyrrverandi lands-
liðsþjálfari og núverandi lífskúnst-
ner að segja sína skoðun. Hann tel-
ur knattspyrnu vera á uppleið en
leggja þurfi meiri áherslu á ólíkar
tegundir leikmannna í stað þess að
einblína eingöngu á vinnusemi.
„Ég held að það hafi orðið gríð-
arlegar framfarir á undanförnum
tíu árum. Þetta segi ég jafnvel þótt
félagslið hafi ekki náð að sína næg-
an styrk í alþjóðlegum keppnum. Í
því samhengi verður að athuga að
það helgast af því að erlendist spila
eitthvers staðar á bilinu 40-50 ís-
lenskir leikmenn og því ekki von á
jafn góðum árángri í Evrópukeppni
og ef þeir væru að spila heima.
Framfarir hér á landi hafa sér-
staklega komið fram í aukinni
boltatækni og meiri hraða í leikn-
um. Fyrst og fremst er ástæðan fyr-
ir þessu tilkoma gervigrasvalla hér
fyrir 10-15 árum síðan sem gerði
það að verkum að hægt er að bæta
boltatækni. Síðan hafa hallirnar
gert þetta enn þá betra,“ segir Logi.
Leikmenn vita ekki hvar þeir
eiga að vera
„Það sem við getum helst bætt
okkur í er leikskilningur og takt-
ísk þjálfun. Sú gagnrýni sem ég
hef fengið í gegnum tíðina frá er-
lendum sérfræðingum, lýtur að
því að íslenskir leikmenn eru takt-
ískt „ruglaðir“ og við þurfum að
æfa þessa hluti betur svo leikmenn
viti betur sitt hlutverk í liðinu. Ég
held að aðstæður og veðurfar hafi
eitthvað um þetta að segja og þeg-
ar við þjálfararnir erum að setja
upp æfingu gefst lítið svigrúm til
þess að stoppa og leiðrétta menn
í staðsetningum og slíku. Það get-
ur endað með því að menn fái háls-
og blöðrubólgu eftir æfingu,“ segir
Logi hress í bragði.
Aukinn hraði
„Hraði í leikjum hefur aukist
vegna þess að menn ráða betur við
boltann og geta haldið knettinum
betur innan liðs. En ég er ekki að
segja að þetta sé orðið fullkomið
því það vantar töluvert upp á að við
náum þeim allra bestu í hraða.
Viðhorf leikmanna hefur breyst
hér á landi eftir að mönnum var
ljóst að þeir gátu haft eitthvað upp
úr þessu peningalega. Menn sjá
núna að það er hægt að hafa þetta
að atvinnu sinni í framtíðinni.
Menn eru tilbúnir að leggja mikið á
sig til þess að svo megi vera en það
hefur í staðinn komið í veg fyrir að
menn spili með hjartanu.
Ef þær sögur eru réttar sem mað-
ur heyrir af launum manna. Því sé
ég hér svipað uppi á teningnum og
var í Noregi á sínum tíma. Ég tel
að innan örfárra ára muni stærstu
klúbbarnir FH, KR, Valur og ÍA hafa
sína leikmenn alla á launum og
þeir munu vinna hálfan daginn,“
segir Logi af mikilli forspá.
Þufum ólíka leikmenn
„Eitt lið verður aldrei gott nema
að það sé ákveðið jafnvægi í lið-
inu. Sumir með afburðatækni, aðr-
ir með afburða hraða, leikskilning
og sterkir skallamenn. Hingað til
höfum við verið of einsleitir í því
að búa til ákveðna tegund af leik-
mönnum. Við verðum að sjá þá
hæfileika í leikmönnum sem búa í
hverjum og einum. Það hefur ver-
ið ákveðin tilhneiging til þess að
steypa alla í sama mót.
Hér voru uppi ákveðnar hug-
myndir um tíma hjá KSÍ þar sem
átti að búa til nokkurs konar afreks-
hóp þar sem átti að leggja meiri
rækt við það að finna hæfileikaríka
leikmenn en því miður voru þessi
áform lögð til hliðar,“ segir Logi
dapur í bragði.
Þjálfun snýst ekki um að öskra
hátt
„Ég held að það séu fleiri á sama
máli, en ég tel að endurnýjun þjálf-
ara sé ekki nægilega mikil. Ástæð-
an fyrir því er kannski sú að það
vanti aðstæður til þess. Ég hef fulla
trú á því að menn hafi vilja til þess
að bæta sig. En það vantar að menn
hafi tækifæri til þess að einbeita
sér bara að þessu en ekki þurfa að
vinna með. Þannig geta þeir fylgst
með þeim straumum sem eru í
gangi í fótboltaheiminum.
Við þurfum að skilja það á Ís-
landi að þjálfun snýst ekki bara um
að öskra nógu hátt. Þetta eru orð-
in heilmikil vísindi og fræðigrein.
Ég tel að það sé betra að ýta und-
ir mikla hæfileika í fóbolta hjá leik-
mönnum og fara fram á það við
þá að þeir séu í góðu formi. Í stað
þess að gera mikið með leikmenn
sem hafa litla hæfileika í fótbolta
en eru eins og minkur í mannaskít
úti á velli og út um allar jarðir,“ segir
Logi að lokum.
DV Sport MÁNudagur 18. JÚNÍ 2007 19
Logi Ólafsson gefur
sitt álit á íslenskri
knattspyrnu í þess-
ari viku. Logi segir
að hér vanti meiri
áherslu á leikskiln-
ing og taktík, þó
hraði og boltatækni
hafi aukist.
EKKI
NÓG
AÐ
ÖSKRA
HÁTT
Hafsjór af fróðleik Logi er
mikill knattspyrnusérfræðing-
ur og fjölmiðlar brynna þorsta
sínum gjarnan af hans
viskubrunni.
„Hraði í leikjum hef-
ur aukist vegna þess
að menn ráða betur
við boltann og geta
haldið knettinum
betur innan liðs. En
ég er ekki að segja að
þetta sé orðið full-
komið því það vant-
ar töluvert upp á að
við náum þeim allra
bestu í hraða.
Stjórn Arsenal mun ekki hindra Henry í að fara til Barcelona, vilji hann það:
Arsene Wenger ræður ferðinni