Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Side 21
DV Sport MÁNudagur 18. JÚNÍ 2007 21
ÍÞRÓTTAMOLAR
Garðar skoraði þrennu
garðar Bergmann gunnlaugsson
skoraði þrennu fyrir Norköpping
þegar þeir lögðu Bunkeflo með sex
mörkum gegn
tveimur í sænsku
fyrstu deildinni.
Staðan var 2-2
þegar garðar
skoraði á 39., 50.
og 54. mínútu
kom sínum
mönnum í 5-2.
Stefán Þór
Þórðarsson var
ekki í leikmannahópi Norköpping í
leiknum. Norköpping er með sex
stiga forskot á toppi deildarinnar og
virðist fátt ætla að stoppa þá í að fara
upp í efstu deild á næsta tímabili.
stefán eftirsóttur
danska úrvalsdeildarliðið Bröndby
hefur boðið rúmlega 10 milljónir
íslenskra króna í Stefán gíslason
leikmann Lyn í Noregi og íslenska
landsliðsins, en
þetta kemur fram í
norskum
fjölmiðlum. Fram
hefur komið að
útsendarar frá
nokkrum liðum á
meginlandi
Evrópu hafi verið
að fylgjast með
Stefáni að
undanförnu og er Íslendinga liðið
Hamburg, sem gunnar Heiðar
Þorvaldsson leikur með, eitt af þeim.
Stefán skoraði þrennu gegn Brann í
norska bikarnum um helgina.
allt að Gerast hjá West ham
Ensk blöð eru uppfull af ýmsum
vangaveltum um
leikmenn West
Ham. Carlos Tevez
er sagður ætla
vera áfram hjá
liðinu og ekki
semja við Inter frá
Mílanó. Yossi
Benayoun,
Ísraelinn, vill fara
og er Liverpool
sagður óskastaður hans. Eiður Smári
guðjohnsen er á sínum stað nefndur
til sögunnar sem og Manuel
Fernandes sem lék með Everton.
Bobby Zamora er sagður vera á leið
burt sem og Marlon Harewood og
Hayden Mullins. Ljóst er að Eggert
Magnússon og hans menn sitja ekki
aðgerðarlausir. Eggert og Björgólfur
guðmundsson létu til sín taka í janúar
og það á greinilega ekki að slá slöku
við í sumar. Síðasta tímabil var
vonbrigði hjá West Ham og svo virðist
sem allt verði lagt í sölurnar til að ná
liðinu í Evrópusæti á næstu leiktíð.
þorri til riGsted
Þorri Björn gunnarsson, fyrirliði Fram
til síðustu 2ja ára, er á förum til
danmerkur. Þar
hyggur hann á
framhaldsnám í
verkfræði í
Kaupmannahöfn
jafnframt því að
leika handknattleik
ytra.
Handknattleiks-
deild Fram og
rigsted hafa náð
samkomulagi um félagaskipti Þorra,
en Þorri var samningsbundinn Fram
til 2009, og hefur hann gert 2ja ára
samning við danska liðið. TMS
rigsted er í efstu deild og er með
ungt lið.
ÆGir bikarmeistari
Sundfélagið Ægir vann bikarkeppni
Sundsambands Íslands fjórða árið í
röð með 33.576
stig. Í öðru sæti
varð
Íþróttabandalag
reykjanesbæjar
með 30.729 stig
og í þriðja sæti var
Sundfélag
Hafnarfjarðar með
28.227 stig.
Sundfélagið Ægir
var með forystu allt mótið. Í annarri
deildinni varð sunddeild Fjölnis
sigurvegari með 20.217 stig. Einnig
voru veittir bikarar fyrir stigahæsta
kvennalið og karlalið keppninnar í
hverri deild. Sundfélagið Ægir hreppti
báða bikarana í fyrstu deildinni og
sunddeild Fjölnis báða í annarri
deildinni. Þrjú Íslandsmet voru sett á
mótinu.
Nýliðinn Lewis Hamilton vann
sinn annan sigur í Formúlu 1 í gær
þegar hann fór með sigur af hólmi í
Indíanapolis. Hann náði þar með tíu
stiga forskoti á félaga sinn Fernando
Alonso í keppni ökumanna.
„Þvílíkur draumur. Að koma á
tvær brautir (Montreal og Indíana-
polis) sem ég þekki ekki og ná þess-
um hraða og koma liðinu framar er
frábært.
Fyrstu tveir hringirnir voru
spennandi og síðan náði ég smá for-
skoti. Í miðri keppni náði Fernando
að draga á mig. Þetta var mjög erfitt,
hann barðist mjög vel en að lokum
náði ég að auka bilið sem ég náði að
halda og ég réð ferðinni,“ sagði Ham-
ilton eftir keppnina.
Fernando Alonso viðurkenndi að
keppnin hafi ráðist þegar honum mis-
tókst að taka framúr Hamilton í fyrstu
beygjunni. Alonso gerði einnig tilraun
til að taka framúr Hamilton um miðbik
keppninnar en án árangurs.
„Ég held að byrjunin hafi verið
vendipunkturinn í keppninni, eft-
ir það var annað sætið ráðið. Mér
fannst mín byrjun vera góð en við
bremsuðum nánast á sama tíma, en
byrjunin er alltaf áhættusöm og ég
vildi ekki valda árekstri.
Átta stig eru betri en engin, við
jukum forskotið á Ferrari sem er
mjög mikilvægt á þessum tíma-
punkti í keppninni,“ sagði Alonso
sem játaði sig sigraðan eftir að seinni
tilraun hans til að fara framúr Ham-
ilton mistókst.
„Ég reyndi um miðbik keppninn-
ar og við vorum hlið við hlið en það
dugði ekki til,“ bætti Alonso við.
Sjöundi kappakstur tímabilsins í Formúlu 1 fór fram í Indíanapolis um helgina þar
sem lewis hamilton vann sinn annan sigur í röð. Hann er með tíu stiga forskot í
keppni ökumanna.
HAMILTON HELDUR
UPPTEKNUM HÆTTI
Úrslit helGarinnar
1. Lewis Hamilton
2. Fernando alonso + 1,5 sek
3. Felipe Massa + 12,8 sek
4. Kimi räikkönen + 15,4 sek
5. Heikki Kovalainen + 41,4 sek
6. Jarno Trulli + 66,7 sek
7. Mark Webber + 67,3 sek
8. Sebastian Vettel + 67,7 sek
staðan í keppni ökumanna:
1. Lewis Hamilton 58 stig
2. Fernando alonso 48
3. Felipe Massa 39
4. Kimi räikkönen 32
5. Nick Heidfeld 26
6. giancarlo Fisichella 13
7. robert Kubica 12
7. Heikki Kovalainen 12
9. alexander Wurz 8
10. Jarno Trulli 7
staðan í keppni bílasmiða:
1. McLaren-Mercedes 106 stig
2. Ferrari 71
3. BMW 39
4. renault 25
5. Williams-Toyota 13
6. Toyota 9
7. red Bull-renault 6
8. Super aguri-Honda 4
dagur@dv.is
annar sigurinn Lewis
Hamilton hefur komið
skemmtilega á óvart á sínu
fyrsta tímabili í Formúlu 1.
BECKHAM
KVADDI
MEÐ TITLI
Íslenska badmintonlandsliðið lauk keppni á heimsmeistaramótinu á laugardag:
Vonbrigði í Skotlandi
Íslenska landsliðið lenti í fimmta
sæti af átta í sínum riðli á heims-
meistaramótinu í badminton sem
lauk í gær. Íslenska liðið reið ekki feit-
um hesti frá keppni að þessu sinni en
væntingarnar voru nokkrar eftir góð-
an árangur á Evrópumóti B-þjóða.
Í riðlinum sigraði íslenska liðið
hið kýpverska en tapaði fyrir Belgíu
og Hvíta-Rússlandi. Um fimmta
sætið spilaði liðið við Tyrkland en í
leiknum varð óvænt uppákoma þeg-
ar Tyrkir ákváðu að senda bara leik-
mann til leiks í einliðaleik kvenna.
„Þegar styttist í leikinn þá frétt-
um við að Tyrkland ætlaði að fara
heim án þess að spila leikinn,“ segir
Ragna Ingólfsdóttir landsliðskona í
badminton. Íslenska liðið vildi spila
leikinn til þess að fá sem mest út úr
mótinu og til þess að Ragna fengi stig
á heimslistanum.
Eftir þref á milli forsvarsmanna
íslenska liðsins við yfirdómara móts-
ins og forsvarsmenn tyrkneska liðs-
ins endaði það með því að einungis
einliðaleikur kvenna var spilaður. En
hinir leikirnir fengust gefins.
Tyrkneska liðið fær þunga refsingu
fyrir framkomu sína og má búast við
því að fá ekki að spila á næsta heims-
meistaramóti auk peningasektar.
„Við hefðum viljað ná betri árangri
eftir svona góðan árangur á Evrópu-
meistaramóti B-þjóða en þar sigruð-
um við. Liðið hefði mátt vera í betra
formi á mótinu,“ segir Ragna Ingólfs-
dóttir badmintonkona sem spilaði
sinn fyrsta leik eftir erfið hnémeiðsli
sem hún lenti í fyrir tveimur mán-
uðum. „Það var mjög gott að vinna
fyrsta leikinn eftir svona meiðsli og
það boðar gott fyrir framhaldið,“ seg-
ir Ragna sem mun keppa á sterkum
mótum í Asíu á næstunni.
vidar@dv.is badmintonlandsliðið Ekki gekk nægilega vel á heimsmeistaramótinu í badminton.