Innsýn - 01.05.1978, Blaðsíða 2

Innsýn - 01.05.1978, Blaðsíða 2
2 GUOS GJOF afbOkuo Þær eru margar gjafirnar, sem Guð hefur gefið mönnunum svo þeir njóti betur lífsins Til að gleðja augun hefur hann gefið okkur himininn, trén, fjöllin, vötnin, sól- setur - já, öll náttúran á að vera okkur augnayndi. Svo hefur okkur verið gert mögulegt að njóta bragðs af ýmsum matartegundum. Þannig á það að vera okkur ánægja að borða. Einnig eigum við að njóta lífsins með heyrn okkar og lyktar- skyni. Svona væri hægt að halda áfram að telja upp gjafir skaparans - allar til þess gerðar aó manninum megi líða sem best. En ekki er mögulegt að nefna eina einustu gjöf, sem ekki er spillt og afbökuð á einhvern hátt. Þetta er það sem Satan ásamt manninum hefur tekist að gera - eyði- leggja allar gjafir Guðs meira og minna. Því er það að oft er erfitt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir hvað sé eðlilegt, hreint og rétt. Þetta á sérstaklega við um kynlífið. Það er ein af gjöfum Guðs. Guð skapaði það og ætlaðist til að mað- xrrinn nyti þess jafnframt því sem það yrði til þess að fjölga mannkyninu. En hvað hefur gerst? Þetta inni- legasta tjáningarsamband ástar milli manns og konu hefur verið tengt mörgum þeim hroðalegasta viðbjóði og glæpum, sem fyrirfinnast. Að mörgu leyti yrði það móðgandi fyrir dýrin að segja að maðurinn sé orðinn eins og skepna, því þær eru oftast miklu siðmenntaðri en maðurinn í þessu tilliti. Svo djúpt er maðurinn sokk- inn. Það skiptir orðið engu hvert horft er, á tjaldið í kvikmyndahúsinu, sjónvarpið, útstillingar £ bókabúðum - alls staðar blasir við alger afbökun ástarinnar, kynlífsins. NÚ er það orðið svo, að ÍBlBflMHl KRISTILEGT BLAÐ GEFIÐ ÚT AF æskulýðsdeild sjöunda ■ ■HlWgJll FYRIR UNGT FÓLK dags aðventista á íslandi. AFGREIÐSLA Ingólfsstræti 19, Reykjavík, sími 13899, pósthólf 262. PRENTUN Prentsmiðja Aðvent- ista. RITSTJÓRN Erling B. Snorrason ritstj. og ábyrgðarm., Einar V. Arason, Guðni Kristjánsson, María Björk Reynisdóttir, Róbert Brimdal hönnun. VERÐ árgangurinn 10 blöð kosta kr. 2000,- Skoðanir og túlkanir sem birtast í Lesendadálkum blaðsins, aðsendum greinum eða viðtölum eru ekki endilega skoðanir ritstjórnarinnar eða útgefenda.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.