Kjarninn - 13.03.2014, Qupperneq 5

Kjarninn - 13.03.2014, Qupperneq 5
02/04 Leiðari Margt í þessu ferli hefur orkað tvímælis, svo ekki sé fastar að orði kveðið, en útkoman rennir stoðum undir viðspyrnu atvinnulífsins um þessar mundir. augljóst einkenni skammtímahugsunar Stundum er ekki annað að skilja á stjórnmálamönnum, sama í hvaða flokki þeir eru, að allt sem vel er gert í hagkerfinu sé vegna þess að þeir séu að gera eitthvað rétt. Þetta er í besta falli einföldun. Stjórnmálamenn geta vel verið svo til stefnu- lausir og skammsýnir í næstum öllum aðgerðum sínum á sama tíma og efnahagslífið skilar góðum tölulegum árangri. Besti árangurinn næst þegar einka geirinn og stjórnmálamenn vinna saman, til dæmis á sviði menntamála og þegar kemur að langtíma stefnumörkun á ýmsum sviðum. Eitt augljósasta einkenni skamm- tímahugsunar stjórnmálamanna er stóriðju- búskapurinn sem er að grunni til sósíalísk hugmyndafræði. Hér á Íslandi hefur þessi hugmyndafræði birst svona; ríkið eða sveitarfélög, í gegnum dótturfélög, fjármagna virkjanir með lánum í erlendri mynt, oft eftir að hafa tekið auðlindir á einkajörðum eignarnámi. Síðan er veðjað á að afleiðuviðskipti með rafmagn borgi sig til lengdar. Um 80 prósent af allri raforku sem framleidd er í landinu tilheyra áhættusömum afleiðuviðskiptum sem íslenska ríkið stundar með rafmagn. Árið 2014, þegar flest þróuð ríki eru að reyna að koma sér út úr auðlindadrifnum atvinnuvegum og reyna að virkja hugvitið í meiri mæli, er hlutdeild þessarar starfsemi í íslensku atvinnulífi mikið umhugsunarefni. Vissulega skapast störf en þau eru dýru verði keypt, hvort sem talið er í beinhörðum peningum eða fórnum náttúrulegra gæða. Meira en 500 milljarða skuldir Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, tveggja stærstu orkufyrirtækjanna, eru opinber fjárfesting í þessum störfum, beint og óbeint. Það er mikið fyrir lítið. Stóriðjubúskapur stjórnmálamanna birtist reyndar í ýmsum myndum. Stjórnarþingmaðurinn Þorsteinn „Besti árangur- inn næst þegar einkageirinn og stjórnmála menn vinna saman ...“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.