Kjarninn - 13.03.2014, Blaðsíða 16

Kjarninn - 13.03.2014, Blaðsíða 16
04/06 Sjávarútvegur sig við þá tillögu. Ekki hefur reynst mögulegt að nálgast upplýsingar um hvað fólst í tillögu Evrópusambandsins en heimildir Kjarnans herma að sú hlutdeild sem Íslendingar vildu fá í veiðunum hafi verið samþykkt og heildarafli verið aukinn frá því sem áður var stefnt að. Norðmenn gátu ekki sætt sig við þessa niðurstöðu og þar við sat. Ekkert samkomulag náðist. Þangað til í gær. Þá staðfesti Evrópusambandið að það, Noregur og Fær- eyjar hefðu náð samkomulagi án aðkomu Íslands. Damanaki sagði í tilkynningu að samkomulagið væri merkur áfangi í fiskveiðistjórnun og að Íslendingum yrði gert kleift að gerast aðili að samkomulaginu í náinni framtíð. En þá þarf vitanlega að vera samningsgrundvöllur, sem virðist ekki til staðar eins og er. Þrennt orsakaði afstöðu norðmanna Sigurgeir Þorgeirsson, formaður íslensku sendinefndar innar í viðræðunum, segir að þrennt hafi orsakað afstöðu Norð- manna í samningsviðræðunum við Ísland. „Í fyrsta lagi gátu þeir ekki sætt sig við hlutdeildina sem við áttum að fá. Í öðru lagi var ágreiningur um heildaraflann. Og í þriðja lagi sner- ist þetta um veiðar við Grænland.“ Sigurgeir segir að íslenska sendinefndin og aðrir sem sátu við samningaborðið hafi verið algjörlega óviðbúnir kröfum Norðmanna um takmörk á Grænlandsveiðar annarra. „Þetta var í fyrsta sinn sem þessi krafa kom fram. Norðmenn buðu upp á tvo valkosti. Helst vildu þeir að öll strandríkin sem ættu aðild að samningum bönnuðu sínum skipum að veiða í lögsögu ríkja sem væru ekki aðilar að samningnum, sem í þessu samhengi átti bara við um Grænland. Ef það gengi ekki vildu þeir að veiðarnar drægjust frá heildarkvóta viðkomandi lands.“ Bæði Ísland og Evrópusambandið eru með samninga við Grænland um fyrirkomulag veiða sinna í lögsögu landsins. Því kom ekki til greina af hálfu ríkjanna að gera bindandi samning um veiðar við Grænlandsstrendur án þess að tala fyrst við grænlensk stjórnvöld. Sigurgeir segist ekki geta fullyrt um hver af kröfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.