Kjarninn - 13.03.2014, Page 16

Kjarninn - 13.03.2014, Page 16
04/06 Sjávarútvegur sig við þá tillögu. Ekki hefur reynst mögulegt að nálgast upplýsingar um hvað fólst í tillögu Evrópusambandsins en heimildir Kjarnans herma að sú hlutdeild sem Íslendingar vildu fá í veiðunum hafi verið samþykkt og heildarafli verið aukinn frá því sem áður var stefnt að. Norðmenn gátu ekki sætt sig við þessa niðurstöðu og þar við sat. Ekkert samkomulag náðist. Þangað til í gær. Þá staðfesti Evrópusambandið að það, Noregur og Fær- eyjar hefðu náð samkomulagi án aðkomu Íslands. Damanaki sagði í tilkynningu að samkomulagið væri merkur áfangi í fiskveiðistjórnun og að Íslendingum yrði gert kleift að gerast aðili að samkomulaginu í náinni framtíð. En þá þarf vitanlega að vera samningsgrundvöllur, sem virðist ekki til staðar eins og er. Þrennt orsakaði afstöðu norðmanna Sigurgeir Þorgeirsson, formaður íslensku sendinefndar innar í viðræðunum, segir að þrennt hafi orsakað afstöðu Norð- manna í samningsviðræðunum við Ísland. „Í fyrsta lagi gátu þeir ekki sætt sig við hlutdeildina sem við áttum að fá. Í öðru lagi var ágreiningur um heildaraflann. Og í þriðja lagi sner- ist þetta um veiðar við Grænland.“ Sigurgeir segir að íslenska sendinefndin og aðrir sem sátu við samningaborðið hafi verið algjörlega óviðbúnir kröfum Norðmanna um takmörk á Grænlandsveiðar annarra. „Þetta var í fyrsta sinn sem þessi krafa kom fram. Norðmenn buðu upp á tvo valkosti. Helst vildu þeir að öll strandríkin sem ættu aðild að samningum bönnuðu sínum skipum að veiða í lögsögu ríkja sem væru ekki aðilar að samningnum, sem í þessu samhengi átti bara við um Grænland. Ef það gengi ekki vildu þeir að veiðarnar drægjust frá heildarkvóta viðkomandi lands.“ Bæði Ísland og Evrópusambandið eru með samninga við Grænland um fyrirkomulag veiða sinna í lögsögu landsins. Því kom ekki til greina af hálfu ríkjanna að gera bindandi samning um veiðar við Grænlandsstrendur án þess að tala fyrst við grænlensk stjórnvöld. Sigurgeir segist ekki geta fullyrt um hver af kröfum

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.