Kjarninn - 13.03.2014, Side 10

Kjarninn - 13.03.2014, Side 10
03/04 StjórnMáL Skoðanakannanir hafa áhrif Skoðanakannanir hafa sýnt eindreginn stuðning meðal þjóðarinnar við það að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framhald aðildarviðræðna, í ljósi afstöðu stjórnvalda til aðildarumsóknarinnar. Samkvæmt þjóðarpúlsi Capacent, könnun sem gerð var dagana 27. febrúar til 5. mars, vilja 72 prósent kosningabærra kjósa um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Samkvæmt heimildum Kjarnans hefur það komið mörgum úr þingflokkum beggja stjórnarflokka á óvart hversu víðtækur stuðningur er við þjóðaratkvæða- greiðslu um framhald málsins, og hefur sú staðreynd, sem endurtekið hefur komið fram í könnunum að undanförnu, haft áhrif á það hvað augum þingmenn flokkanna horfa til framhalds málsins. Standa í ströngu Formenn stjórnar- flokkanna, Bjarni Benediktsson og Sigmundur davíð Gunnlaugsson, eru með marga þræði í hendi sér þessa dagana.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.